17.1.2024 | 01:34
Griðlandið dugar ei grunnhyggnum kjánum, afgangslag af plötunni:"Ísland skal aría griðland". Samið 20. desember 2009.
Hve sárt er að vaka er hún veit ekki nóg,
og vill ekki kanna
öll sálardjúp sín
og sorgir þar með banna.
Ég varð ekki bubbinn sem frægðina fyllti,
því fjöldinn sig dæmdi einn,
og enginn er nú hreinn,
aðeins syndasull,
sjúkt er valdsins bull.
Flýðu, sjáðu ei aftur augun þín,
einhver fólk bara tryllti.
Bezt er þegar fortíð finnur ró.
Ég segi þó ei nú að elski þá snót,
en aðeins smá vina
nú hana enn í hóp,
og hirði kennd um lina.
Grunnhyggnar stúlkur í grennd við mig fara,
þær geta ekki þroskazt meir.
Og allt hvað staðnar alveg deyr.
Harmar, syrgir hann?
Heimtar nýtt svo bann?
Fjöldinn þarf sitt ljóta lygadóp,
og lendir í verri skara.
Finnst þeim öllum frúin vera ljót?
Hvort gerum við samfélagsgagn sem ei dvín?
Fer girnd öll að sjálfi?
Ó, speglunin spök,
ég spyr þess, maður hálfi.
Griðlandið dugar ei grunnhyggnum kjánum,
sem glatast, fá aldrei nóg.
Finnur þessi fortíð ró?
Endurtekur allt?
Aðeins geðið kalt?
Varla duga lengur breið þar bök,
því byggðin er snauð af ánum.
Víða duga ei orðin öldnu þín.
Orðaskýringar: Vina:Að elska með philos. Samkvæmt forngrísku var það eros, að frjá, girnast, agabe, önnusta. Sögnin að vina merkir hér að elska með vináttuást.
Snauð af ánum. Á er þágufall af ær, er kind, bóndi sem skorti ær þótti fátækur. Setningin þýðir að samstillingu skorti, "byggðin snauð af ánum." Ær eru hér líking fyrir mannfólk, því mannfólk hagar sér oftast eins og sauðir.
Bubbi er hér nafnorð yfir ríkan mann, og þetta orð er til í orðabókinni þessarar merkingar einnig.
Að fylla frægðina er orðaleikur, þegar lesandinn gæti búizt við að frægðin fylli einhvern. Menn tala um að fylla útí hljómleikasal eða föt, og því er þetta þannig glettni og leikur að orðum. Að fylla útí frægðina eða fylla frægðina er í þessari merkingu að vera frægðinni verðugur, hafa hæfileika til að njóta hennar til fulls og verða frægur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 701
- Frá upphafi: 127244
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 531
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.