16.1.2024 | 03:37
Einræðisherrar og einræðisfrúr í krafti ofurauðæva, og þeirra dyggustu klappstýrur eru fjölmenningarsinnar og alþjóðahyggjusinnar, vinstrimenn og jafnaðarmenn
Jón Bjarnason skrifar ágætan pistil um þetta. Ég vil bæta því við að ekki er lengur hægt að skilgreina þetta með sama hætti og fyrir 20-60 árum þegar skilin á milli hægri og vinstri voru skarpari.
Nú er svo komið að margir auðugustu einstaklingarnir eru í Samfylkingunni og jafnvel öðrum vinstriflokkum eða miðjuflokkum.
Á heimsvísu er það enn frekar þannig. Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum hefur yfir miklum auðævum að ráða eins og Repúblikanaflokkurinn þar. Auðhringir eru alþjóðlegt fyrirbæri og auðrónar og aðrir billjarðamæringar þekkja varla nein landamæri, vald þeirra er meira en flestra eða allra annarra á þessari jörð okkar.
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í virkilega samkeppni við Samfylkinguna. Viðreisn er þar rétt til hliðar eða jafnvel mitt á milli og auðugt fólk þar líka.
Í pistli Jóns dregur hann upp skarpar línur á milli einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja eins og hefðin segir til um. Það er rétt eins langt og það nær og á enn við. Þó lít ég þannig á að ríkin (kommúnismabáknin) á Vesturlöndin séu einar tryggustu eignir auðrónanna sem eiga 99% allra fjármuna mannkynsins og stjórna okkur hinum sennilega, næstum alveg, í krafti auðs og valda. Þessir auðrónar stjórna hegðun okkar, kauphegðun og annað. Veganæðið og aðrir tízkustraumar, einhversstaðar byrjar þetta, eða þá sykurlausu matvörurnar og drykkirnir sem sumir segja að séu skaðlegri en það sem fyrir var og var fitandi, eða þá rafbílarnir, það er fyrir löngu orðið ljóst að þetta snýst næstum ekkert um heilsu fólks eða heilsu jarðarinnar, heldur um peningaheilsu eða sjúklega græðgi auðrónanna sem eiga næstum allt miklu frekar.
Jón Bjarnason stóð sig vel sem ráðherra, var sjálfstæður maður og af gamla skólanum. Við þurfum þannig ráðherra.
En hjálparsamtök gefa með annarri höndinni og taka með hinni, því þau eru oft í eigu auðróna sem nota þau til að hreinsa ímynd sína og fegra.
Þetta er því mun flóknara en flestir halda og látið er í veðri vaka.
Davosmafían er ekki líkleg til að gera raunverulegar breytingar þótt Jón Bjarnason skrifi um það í pistli sínum. Hún er líkleg til að brosa breitt og þykjast.
Það er þó dagsatt hjá honum að "stjórnvöld leggjast flöt fyrir einkavæðingunni".
En innlendir auðmenn eru ekkert annað en þrælar og senditíkur þeirra örfáu sem eiga allt. Ef þeir haga sér ekki vel er allt af þeim tekið eins og dæmin sýna, og Hrunið 2008 leiddi þetta í ljós svart á hvítu. Það var ákveðið ofanfrá. Of mikið sjálfstæði höfðu þá nýríkir Íslendingar og aðrir að mati þeirra sem eiga allt. Engu skipti þótt ægilegur sársauki og hörmungar féllu á almenning að þeirra mati, það var aukaatriði greinilega.
Fyrir Hrunið 2008 var kaupmáttur öryrkja og ellilífeyrisþega miklu hærri en hann er nú, þá var jöfnuður miklu meiri en nú. Við sjáum alveg hvað Bill Gates og hans lík(ir) vilja, halda og gera.
En hvaða klappstýrur eru háværastar fyrir þessa djöfla í mannsmynd? Jú, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn, Píratar, dæmigerðir vinstriflokkar og miðjuflokkar.
Ég er fyrrverandi - eða núverandi vinstrimaður og jafnaðarmaður í dulargervi, eða veit ekki hvar ég finn mig í flokkakerfinu. Ég hef kosið flesta flokka og finn eitthvað gott og slæmt í þeim öllum. En ég held að flokkar sem bjóða uppá innlenda valdeflingu í formi þjóðerniskenndar séu þeir sem hafa samúð mína og hylli frekar en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn kemur úr þeim ranni, en hefur ekki hlúð að þeim rótum lengi.
Þegar vinstriflokkar og jafnaðarflokkar sinna þessum rótum er ég alveg fús að kjósa þá.
Fimm ríkustu hafa tvöfaldað auðæfi sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 21
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 509
- Frá upphafi: 132459
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.