11.1.2024 | 17:25
Griðland fagra, ljóð frá 9. júlí 2009.
Finnur þú ei fyrir slíkri ást?
Fremst er mótið, daga þinna sæla.
Aðeins sú, hver aldrei brást...
Öfundsýkin þarf að skæla.
Fann ég ei stúlkuna er foreldrar hafna?
Furðuleg ofsókn þá hópur er vikinn.
Munu þau tapinu mannlega safna?
Meybarnið hópsál er, skildu því svikin...
Einsemdin skapar þig alfaðir mesti,
algóður reynir á bresti.
Rómantísk við lágum ljós,
lík nú hvílir þar sem byggðu fjós.
Komast þær í þrot?
Þekkjast nú kapparnir snjallir?
Bættu fyrir brot,
byggðu sömu hallir.
Mótið skapar, menning verður þar...
mannúð vina, ást og gredda saman.
Hún er þessi heimur, svar,
heldur yrði ei frekar gaman...
Endurreisn hefst ekki er stúlkurnar stjórna,
strákarnir skilja það, finna hið rétta.
Þær munu dáleiddar fortíð æ fórna,
finnst þér sem brjótir þú eilífa kletta?
Félagslegt vald þegar fer hann gegn öðrum,
fíflum, og eitursins nöðrum.
Ríkur var ég, þekkti þjóð,
þarna er núna töpuð aldaslóð.
Bjargast sú er sök
sjálfri hjá finnur og bætir.
Rýrna þeirra rök?
Réttur dómur kætir.
Griðland fagra, gamla fólkið mitt,
gleði hallar, þar sem brekkan lifir.
Herðist síðan hatrið þitt?
Hundar komast jafnvel yfir.
Oft er þeim kennt um sem ekkert rangt gera,
ömurleg lýðsbylgjan sviftir þeim niður.
Þó skal á endanum þessa sök bera,
þegar í sál kemur Göbbels lof, friður.
Heimilislífið er speglun á speki,
spurnir og hæðni þókt veki...
Kóngur var ég, stjórn var sterk,
stefnan ljós og fjölmörg hetjuverk.
Fæ ég friðarheim?
Fortíðin kemur og stendur?
Er það allt hjá þeim?
Aldrei sömu lendur?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 69
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 734
- Frá upphafi: 127361
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.