"Þar til veröld okkar er orðin Disneyveröld", kvað Þórarinn Eldjárn í Disneyrímum sínum 1978.

Hin stóra bylting í menningu heimsins fór fram með Disney teiknimyndum snemma á 20. öldinni fyrir börn sem sýndu dýr með mannlega eiginleika, eins og Mikka mús, ekki með nýjum, hefðbundnum trúarbrögðum sem komu fram.

Menningarleg áhrif teiknimynda fyrir börn hafa verið meiri en áhrif tónlistar eða trúarbragða, einfaldlega vegna þess að það er búið að koma þeirri ranghugmynd inn hjá allri heimsbyggðinni að dýr séu mennsk, eða jafngild mönnum. Það sem innrætt er börnum frá tveggja ára aldri hefur meiri áhrif en það sem hátimbraðir fræðimenn rembast við að kenna og innræta.

Bann við hundaáti í Kóreu og þrýstingur á hvalveiðibönn á heimsvísu eru angar af nákvæmlega sama meiði móðursýkinnar og hugsýkinnar, sem konur bera með sér sem afneita feðraveldinu og vilja vera börn til æviloka, ásamt eiginmönnum og börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum.

Til sveita áður var öllum kennt að þótt sárt væri að missa dýrin til manneldis og af öðrum ástæðum væri það óhjákvæmilegt. Það viðhorf að sætta sig við sársaukann getur reynzt farsælla þegar til lengdar lætur, því jörðin er ekki paradís heldur erfiður staður.

Þegar ég frétti að Kóreumenn séu að leggja af sið sem er 8000 ára gamall að sumra fræðimanna áliti, sem er hundát þeirra, þá fannst mér ég þurfa að skrifa þennan pistil, til að gera fólki grein fyrir þessum tímamótum í menningunni, og þessari gjörbreytingu, og að Disneymyndir um skrípidýr hafa gegnt aðalhlutverki í þessari menningarlegu umbreytingu áratugum saman. Já, sakleysislegar Disneyteiknimyndir eru hér í aðalhlutverki, og ættu menn að skrifa lærðar háskólaritgerðir um einmitt þetta sem ég er að fjalla um í þessum pistli mínum.

Eitt sinn sagði Sverrir Stormsker í viðtali við blaðamann, þegar fjallað var um að hann hefði hneykslað fólk með klámi, að hann hneykslaðist á engu nema hneykslunargirninni. Það er mjög góð setning og gott viðhorf sem fólk ætti að tileinka sér.

Bann við hundaáti og hvalveiðum byggist á hneykslunargirni og viðkvæmni sem kemur frá yngstu kynslóðunum og eldist ekki af fólki vegna skorts á hörku í uppeldinu.

Það gerði nú kannski ekki svo mikið til út af fyrir sig, en ekkert fyrirbæri í menningunni er einangrað fyrirbæri. Hvert einasta atriði tengist öðrum fyrirbærum og myndar samfellu eða þræði.

Á sama hátt og þessar x kynslóðir vilja halda í barnaskap og þroskaleysi fram til æviloka þannig vilja þær einnig sleppa við kynþroskann og lifa í Disney-geðveiki sinni til æviloka, raunveruleikabrenglun og afneitun á veruleikanum.

Útkoman er þessi: Asíuþjóðir eins og vestrænar þjóðir láta af aldagömlum siðum, henda trúarbrögðum, láta þau í aftursætið, en taka upp viðkvæmni og sérplægni.

Þegar milljónir Kóreubúa hætta að leggja sér hundakjöt til munns - og ég tileinka mér viljandi fordómaleysi, kappkosta það og reyni það þótt það gangi misvel - þá verða þeir að snæða annað í staðinn, til dæmis hamborgara, en vitað er að nautgriparækt veldur meiri skógareyðingu en flest annað. Þannig að með þeim rökum má segja að Disneyteiknimyndirnar hafi valdið meiri mengun en mörg önnur menningarfyrirbæri, með því að útbreiða vestræna menningu, nautgriparækt og fleira.

Trúboð er stundað í gegnum menninguna líka.

Hræsni góða fólksins er algjör, og þeirra sem sækja loftslagsráðstefnurnar.

Ein mesta hræsnin felst þó í þeim frasa að góða fólkið elski fjölbreytnina, því við sjáum hvernig einsleitnin margfaldast í borgunum, ólæsið og menntunarskorturinn.

Orðræðan og ávöxturinn eru oft andstæður.

Mér finnst að rétt sé að huga að þessu samræmi. Ef maður styður hvalveiðar Íslendinga, sjálfbærar veiðar eða ekki, hversvegna þá ekki að styðja framandi matarhefðir einsog hundaát?


mbl.is Suður-Kórea bannar framleiðslu hundakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 132500

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband