Konan sem vann málið gegn MAST

Við lifum í kommúnistaríki á Íslandi. Stöð 2 sagði frá því að Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi á tíræðisaldri, en ern og hress missti allar skepnurnar sínar því MAST, Matvælastofnun skipaði svo fyrir, en allar svona stofnanir eru hluti af kommúnismanum og stofnanaveldinu sem er á þessu landi.

Hún fór í mál við MAST og vann það mál, og má óska henni til hamingju með það, einyrki á móti alræðisvaldi báknsins.

Þessi ágæta kona minnir mig bara á afa minn, en hún er að verða 92 ára og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana þótt hún hafi fengið byltu nýlega, en ætlar aftur í búskap, hvað annað?

MAST hélt því fram að dýrin yrðu fyrir vantrækslu eftir að hún datt og slasaði sig í vetur, og því þyrfti að slátra þeim, sem var gert. Alvitrir embættismenn geta gert mistök eins og aðrir.

Nú fær hún endurgreiðslu og afsökunarbeiðni frá MAST, og fram kemur að dýrin voru hraust er þeim var slátrað og sýndu engin merki um vantrækslu, og því var ákvörðun MAST röng.

Þessi kona er dæmi um ekta Íslending og sjálfstæðishetju. Hér mætist pólitík þeirra sem vilja byggja upp landið og hinna sem vilja koma okkur í ESB eða gera okkur hluta af Bandaríkjunum, fylla allt af eiturlyfjum og ranghugmyndum utan úr heimi.

Á bak við þetta dæmi um stjórnvaldsmistök innan úr kerfinu eru 100 önnur dæmi sem ekki koma fram í dagsljósið, án efa. Þetta er eins og toppurinn á ísjakanum.

Fólk sem hefur ekki hundsvit á ákveðnum málum, eða persónulegum málum einstaklinga sem ættu að fá að stjórna sér og sínum málum sjálfir, fær að stjórna og taka ákvarðanir fyrir aðra í kommúnískum alræðisríkjum eins og á Íslandi.

Enn ein ástæða til að kjósa Arnar Þór, sem gerir sér grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn langt útí skurð og frá sinni upphaflegu stefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott grein og minnir mann á að ennþá er til fólk sem lætur ekki valta yfir sig  og berst af krafti gegn "bákninu"........

Jóhann Elíasson, 9.1.2024 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Það er merkilegt, Ingólfur, að flest allir sem taka þátt í stjórnmálum í dag eru bókstaflega haldnir illum öndum.

Í stað þess að vinna að uppbyggingu á Íslandi, rífa þeir niður það sem leiðtogar fyrri aldar byggðu hér upp með blóði, svita og tárum.

Stjórnvöld setja á allskonar skattar á landsmenn, til að gjalda erlendum keisara, eins konar páfa, syndaaflausnartolla sem alls ekki er skylt að greiða þeim fremur en icesave skuldir. Þetta er engum til gagns nema þá Antikristi.

Þeir sem koma inn nýir í stjórnmálin og ætla sér að gera góða hluti í byrjun, leiðast fljótlega flestir afvega undir þessa djöfullegu anda.

Hví skyldu Alþingismenn hata sína eigin þjóð og sýna henni alla þessa lítilsvirðingu?

Ég er sammála þér í því að Arnar Þór Jónsson talar með óvenjulegum hætti, hann er ekki undir hinum djöfullega anda stjórnmálanna. Hann er undir heilögum Anda Guðs og talar spámannlega.´

Ég trúi því að Guð hafi kallað hann. Þess vegna býður hann sig fram í Forsetaembætti Íslands.

Ég sendi þig til þeirra, sem eru þrjóskir á svip og harðir í hjarta, og þú skalt segja við þá: Svo segir Drottinn Guð!

Og hvort sem þeir hlýða á það eða gefa því engan gaum, því að þeir eru þverúðug kynslóð, þá skulu þeir vita, að spámaður er á meðal þeirra.

En þú, mannsson, skalt ekki hræðast þá og ekki óttast orð þeirra, þótt netlur og þyrnar séu hjá þér og þótt þú búir meðal sporðdreka. Orð þeirra skalt þú ekki óttast og ekki skelfast fyrir augliti þeirra, því að þeir eru þverúðug kynslóð. (Esek. 2:4-6).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 9.1.2024 kl. 22:10

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur, mjög góðar athugasemdir. Ég er algjörlega sammála þér Guðmundur Örn, að maður tekur eftir þeim sem hafa anda í sér sem frekar er Guðs andi en heimsins andi eða Satans. 

Já og við skulum biðja fyrir því að þessir menn komist áfram, hérlendis og í útlöndum. Takk fyrir góðar athugasemdir.

Ingólfur Sigurðsson, 9.1.2024 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 44
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 458
  • Frá upphafi: 132515

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband