8.1.2024 | 00:48
Þriðji loksins, ljóð frá 2. janúar 2009.
Þriðji loksins, sá er frekar fullur,
fyrst það ríki í heimi úti er mest.
Afsökun aldrei mun duga.
Yfir-, þau vilja hvern -buga.
En þegar einhver brýtur bullur...
blíð og fögur, vill þann gest.
Ruslaskrípi sögu, himnahelja?
Hefjast þar upp búlgar, meiri en þinn?
Lýtur þér viljir þú valdið,
varla ef þú afrækir haldið.
Mun æ fantinn máttar velja,
og mæea störf hans, litla skinn.
Millivers - milliátta
Hún er lítið ljós,
lofar aðeins fjós.
Kom úr þinni Kjós.
Klettar hreyfast líka.
Mildin særir mest,
mundu annan frest.
Að þjást er þarna verst,
þarf ei neina ríka.
Vinskap reyndu að hirða á bölsins botni.
Beygður gaf ég mitt sem dugði vart.
Rómantísk regla var svikin,
rægja þig íhaldsins vikin.
Þókt í æsku einhver flotni,
eftir kvalir sekkur skart.
Millivers nr 2 - milliátta nr 2
Ljúfan ertu lífsins sönn?
Leggur enn í þol og mæði?
Eða viltu eðalfönn,
eins og tízkuklæði?
Hastur þegar staðan tæp þar stendur.
Stríð í orðum friðar, reglumanns.
Þar hefðu sumir þó sokkið,
siglt heim og tekið á brokkið.
Duga ekki alltaf hendur,
ef þú ferð svo grimm til hans.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 142725
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.