6.1.2024 | 00:35
Endasnúinn, ljóð eða söngtexti frá 20. desember 2009.
Botnkeyrt hef ég bezt það, frjótt og litað,
breitt er merkið þar sem fjallið rís.
Aldrei þú gizkar á alrétta liðið,
enn mér ég breyti, þá verpist fornt sviðið.
Gazt samt þetta í gærdag vitað,
geð þitt tengslin nýju kýs.
Útland það er allra styrkur, manna,
alveg hefur tapað dóttir þín.
Orðræðan flokkar þig, fráleit þó rökin.
Fullur af kærleika, oddastingst sökin.
Ungfrú vill þó óvin kanna,
ekki lengur stúlkan mín
Millivers (milliátta) nr 1
Kannski breytist kvennaþörf,
kóngur ei af heimi þessum.
Lá ég æ með lessum?
Líkið rotnar, ekki var hún djörf...
Endasnúinn, eins þess drengir njóta.
Ekki hann mun þiggja vinskap, frú.
Koma þær skríðandi úr moldinni, mæður?
Munið svo helgina í fegurð þá, bræður!
Varla skal í rústum róta,
ríkir andinn, sigur brú!
Millivers (milliátta) nr 2.
Kóngur þókt mjög krjúpi
kemst ei neinn á stall.
Reglan rétt þókt drjúpi
úr reiða á guðafjall.
Ef þú elskar heitt
atvik geta ei neinu breytt.
Móðurfaðmur, feður gerðu betur.
Firnarýrar, svefnsins til loks dregst.
Óréttlát menningin sig dæmdi sjálfa,
sannlega fjöldamorð nóttanna kálfa.
Sífellt meira gert hún getur,
gæfu minni vendi er bregzt!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 9
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 562
- Frá upphafi: 151593
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.