Eru til sjálfstæðishetjur enn á Íslandi?

Pistill Rúnars Kristjánssonar hreyfði við mér um NATÓ aðildina. Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja þetta með vörnina sem átti að fylgja bandaríska hernum. "Segulstöðvarblús" eftir Þórarin Eldján finnst mér lýsa þessu betur, og rétt.

Hinsvegar gæti verið gott fyrir okkar þjóð að hafa okkar eigin her, móralskt séð. Ég er hlynntur íslenzkum her vegna þess að slíkt styður við sjálfstæðistilfinningu ungra manna og kvenna.

Ég held samt að slíkur her yrði alltaf táknrænn. Þjóðverjar hefðu getað náð Íslandi á sitt vald, ef þeir hefðu talið það nógu hernaðarlega mikilvægt. Það hefðu Sovétmenn einnig verið færir um, þrátt fyrir bandaríska herinn, jafnvel þótt þeir hefðu þurft að sprengja megnið af landinu til Andskotans, eins og þeir kunna.

Hernaðarlegt mikilvægi Íslands er ofmetið. Ísland er ekki miðpunktur tilverunnar hjá stórveldunum, þótt þægilegt sé að eiga það til að skjóta flaugum frá og nota sem millilandaflugvöll eða höfn á langleiðum.

Það má færa rök fyrir því að það algera hlutleysi sem Rúnar kallar eftir hefði haft ýmiskonar farsæld í för með sér, og ekki innrás Sovétmanna heldur, að öllum  líkindum.

Þá hefði Viðreisnarfólkið fluzt úr landi. Andi þess er á meginlandi Evrópu.

Það er hægt að gera samninga um eftirlit Norðurlandaþjóða og þannig varnir. Alþjóðasamningar um hlutleysi og samstarf ætti að nægja jafn vel og vera með her í Keflavík eða í Nató. 

Eftir því sem fleiri lönd eru í Nató þá verður það hættulegra bandalag, sem ögrar Rússum, og kannski fleiri þjóðum. Mesta tryggingin fyrir friði er að ögra ekki öðrum þjóðum, eins og með Nató tilvistinni yfirleitt, og samskonar fyrirbærum.

Helztu rökin með því að við séum leppur Bandaríkjanna eru efnahagsleg einsog hjá Úkraínu. En margur hefur orðið af aurum api. Kapítalismi getur verið gagnlegur í hófi. Nú er kapítalismi íslenzku þjóðarinnar genginn úr hófi og við erum hundflöt fyrir Mammon, sjálfstæðið ekkert. Ég gerði þau sjónarmið að mínum þegar ég var að byrja í Menntaskólanum í Kópavogi að þjóðin hefði selt sálu sína Mammon með Natóaðildinni og herstöðinni bandarísku. Ennþá hef ég sannfæringu fyrir þessu.

Gömlu kynslóðirnar höfðu varann á. Ég heyrði jafnvel sjálfstæðisfólk tala um hættuna af því að blandast bandarísku hermönnunum. Það var líka langt frá því að allir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn væru kapítalistar þá, frekar þjóðernissinnar, og sjálfstæðisfólk, í merkingunni að vilja sjálfstæði óháð hvaða flokkur væri að bjóða uppá það.

Ég er þeirrar skoðunar að íslenzka þjóðin sé orðin OF RÍK, fjárhagslega.

Það er vegna þess að of mikið ríkidæmi veldur siðleysi og siðblindu, og rofi, dyggðir eru látnar lönd og leið og einsog Megas orti, "akfeitur þræll með gljáandi hlekki."

Afi minn vildi að við værum utan við Schengen, ESB og EES. Ég veit ekki til þess að hann hafi viljað að þjóðin færi úr Nató, en það var líka fjarlægt öllum nema kommúnistum þá, held ég.

Ég verð að vera sammála þeirri djarflegu ályktun að þjóðin ætti að standa utan við Nató, og Schengen og EES má bæta við líka.

Kannski var eitt sinn hætta á innrás Sovétríkjanna. Það eru þá 50 ár síðan eða meira. Forgangsröðun Rússa er allt önnur núna. Þeir eiga í basli með fyrrum ríki sín, og það mun nægja þeim næstu áratugina, ég held að það séu 99% líkur á því, og þessvegna gjörsamlega óþarft og jafnvel skaðlegt að Svíþjóð og Finnland þurfi í Nató eða ESB. Móðursýki, ekkert annað.

Núna er kannski meiri hætta á innlimun Íslands í Kína, og það yrði þá gert efnahagslega en ekki hernaðarlega. Svona eru nú áherzlurnar öðruvísi í heimsmálunum og varnarmálunum.

Þegar allt kemur til alls höfum við alltaf verið í mestri hættu af hendi Breta og Bandaríkjamanna, enda voru þeir fyrstir að næla sér í okkur, og Þorskastríðin sögðu þetta sama.

Það má sjá í gegnum það hversvegna sjálfstæðismenn hafa alltaf verið hlynntir Natóaðildinni. Þar með tryggðu þeir sér völd, því þessi tengsl við Bandaríkin tryggðu fjármagnsflæði, viðskipti og samninga, Marshallaðstoðin skipti líka máli. Sjálfstæðisflokkurinn var risaflokkur því hann gerði Íslendinga ríka. Á sama hátt ef Hitler hefði unnið stríðið og Þýzkaland orðið fjárhagslegt og hernaðarlegt stórveldi Evrópu eftir stríðið þá hefði einhver flokkur gifzt nazistunum, ef þeir hefðu sigrað, og tryggt sér þannig velvild kjósenda á Íslandi, og fjármagnsgflæði til landsins þaðan.

Þegar til lengri tíma er litið munu Íslendingar annaðhvort nátengjast ESB eða Kína, það fer eftir því hvort Evrópa leggur endanlega upp laupana eða ekki.

Fullkomið sjálfstæði er þó betur fallið til gæfu og farsældar. Bandaríkin eru á fallanda fæti, ESB vissulega, og Kína kannski líka, þegar Indland tekur endanlega fram úr því og svo loks Afríka, sem allt er fyrirsjáanlegt.

Ég varð Nýalssinni snemma. Dr. Helgi Pjeturss ritaði einhversstaðar um það í bókum sínum að tilgangur íslenzku þjóðarinnar væri að vera fyrirmynd og leiðarstjarna annarra þjóða, bæði sem friðarþjóð og eins sú þjóð sem fyrst byggði á þessu landi stjörnusambandsstöð og breytti trúarbrögðunum í vísindastarf. Þessvegna er mér ljúft að skilja og vera sammála því sem Rúnar fjallar um. Ísland getur ekki verið fyrirmynd eða leiðandi ef það er undir hælnum á erlendum herveldum alltaf!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Flott færsla venju samkvæmt frá þér og ég tek undir með þér hvað eldræðu Rúnars Kristjánssonar varðar. Ég veit að Indverjar og síðan Afríkanar munu taka fram úr Kínverjum hvað mannfjölda snertir, en hvað iðni, aga og tækni snertir, þá held ég að Austur Asía muni halda og jafnvel auka forskotið langa lengi.

Hvað forsetakosningar snertir, þá eru þjóðernissinnar eins Guðmundur Franklín og auðvitað Arnar Þór velkomnir, en það fer hrollur um mig við tilhugsunina að hún frú sendiherra WHO hafi valdið í höndum sínum að selja endanlega afganginn af sjálfstæði okkar hæstbjóðanda.

Jónatan Karlsson, 3.1.2024 kl. 11:56

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ingólfur, nú hafið þið rangt fyrir ykkur. Hvað á að koma í stað NATÓ? Hlutleysisstefna? Hún var reynd og endaði með hernámi Breta og síðar Bandaríkjamanna. Vorum heppin að Íkarus áætlun Hitlers komst aldrei til framkvæmda. Hún gengur ekki upp. Eiga þá engar varnir að vera? Engan íslenskan her? Þú verður að svara þessu....

Stríðið í Gaza kennir okkur að jafnvel öflugusti her Miðausturlanda þurfti tíma til að bregast við. Jafnvel þótt árás Hamas á Ísrael væri ígildis innrás, tók það heilan dag fyrir Ísraelher bregðast við.  Sama á við um Ísland. Fyrstu viðbrögð Bandaríkjahers væri að senda orrustuþotur frá vesturströnd Bandaríkjanna, flugtími 2 klst. Ef það væri innrás, væri Keflavíkurflugvöllur fyrsta skotmarkið. Hvar eiga þá þoturnar að lenda? En landgönguliðar væru lengur á leiðinni. Það tók 2-3 vikur fyrir Kanann að senda sérsveitir til Afganistan 2001.

Á einum degi er hægt að valda miklum skaða og drepa fjölda fólks. Við þurfum því á undirfylki að halda til að halda uppi lágmarks vörnum, þar til vinaþjóðir koma okkur til hjálpar.  Hættan er kannski ekki svo mikil á innrás, heldur árás hryðjuverkahóps, sbr. París.

Birgir Loftsson, 3.1.2024 kl. 13:03

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eins ágætur og þú nú ert Birgir, þá hefur mér nú ætíð fundist misræmi í einörðum stuðningi þínum við NATO.

Rökin þín fyrir að hlutleysisstefna okkar hafi beðið skipsbrot við hernám Breta 1940 eru þá líklega helst þau að heiðra skuli skálkinn og þar fyrir utan get ég fullvissað þig um að viðvera NATO hér á landi byggist ekki á hagsmunum okkar, eða ertu búinn að gleyma þegar Davíð og félagar reyndu að grenja út framlengingu arðbærs varnarsamningsins og lýstu okkur líklega þess vegna eina hinna viljugu þjóða, án þess að spyrja okkur!! - ekki beint fallegt það.

Loks skiptir ekki máli þó heil herdeild eða tíu væru hér í hverju krummaskuði, því með örfáum tundurskeytum mætti taka niður allt raforkukerfi landsins og hreinlega slökkva á landinu.

Jónatan Karlsson, 3.1.2024 kl. 13:56

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Jónatan, nú verður þú að lesa aftur það sem ég sagði. Ég sagði litla hættu á innrás en mikla á hryðjuverkum (skipulagðri glæpastarfsemi).

Rök mín um hlutleysisstefnuna standa óhögguð.

Mér sýnist rökin gegn NATÓ vera NATÓ aðild Bandarikjanna en margir eru á móti þeim. En ekki gleyma að við erum í NATÓ ásamt öllum Norðurlöndunum og 30 þjóðum alls.

Varnarsamstarf og varnarsamningur við Bandaríkin eða NATÓ aðild eru tveir ólíkir hlutir. Til dæmis væri hægt að segja upp varnarsamningnum en þá verða Íslendingar taka yfir varnirnar með eigin hersveitum/öryggissveitum. Annað er ekki trúverðugt og Ísland veikasti hlekkurinn í varnar keðju NATÓ.

Ég sé engin efnisleg rök ykkar alla í þessu máli, bara tilfinninga rök. 

Birgir Loftsson, 3.1.2024 kl. 15:35

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það gleður mig að fá hérna hressilegar umræður. En Birgir, þú hefur ekki tekið eftir því að ég ýjaði að því að við ættum að taka yfir varnir með eigin hersveitum eða öryggissveitum eins og þú skrifar um sjálfur. Ég skrifaði að ég "væri hlynntur íslenzkum her". Þetta er reyndar meira en að segja og Björn Bjarnason hefur fengið gagnrýni fyrir að halda þessu fram og fleiri.

Þetta er ekki alveg óígrundað hvorki hjá Rúnari né mér. Þetta með hlutleysisstefnuna, ég held að tímarnir séu breyttir. Það var erfitt áður fyrr, en gæti gengið upp núna.

Ég held líka að margt sé til í því sem þú skrifar Birgir að meiri hætta sé á hryðjuverkaógn en innrás. Vinstriflokkar og jafnaðarflokkar hafa gert mest í því að auka þá hættu. 

Mér finnst NATÓ vera búið að missa trúverðugleikann þegar það er handbendi spilltra afla sem vilja rústa Úkraínu með stríði, og nota það sem inngönguleið inní Rússland. 

Ef við Íslendingar sýnum gott fordæmi með því að vera utan NATÓ er það spor í rétta átt, að gera heiminn friðsamari. 

Samt er það rétt að við þurfum einhverjar varnir. Kannski má finna leiðir í norrænu samstarfi án NATÓ.

Menning okkar er orðin bandarísk. Börnin horfa á bandarískt sjónvarpsefni allan sólarhringinn, eru í tölvum og snjallsímum stöðugt og þar er enskan 90% allsráðandi.

Þetta er miklu, miklu verra en þegar kommarnir kvörtuðu yfir Kanasjónvarpinu fyrir 40 árum. Það er þörf á einhverskonar þjóðlegri viðspyrnu, til að endurheimta menninguna.

Ég hef ekki lausnir við þessu öllu, en jafnvel þar sem efnisleg rök eru veik og lítil er hægt að finna þau þegar margir koma saman. Ef stjórnmálamenn í alvöru væru á þessum nótum myndu þeir koma með lausnir. 

Nató er kúgunarbandalag. Meiri ástæða en nú að fara úr því. Þú viðurkennir Birgir að meiri hætta sé á hryðjuverkaárás en innrás. Það er góður punktur. Hættum að flytja inn fólk með ólíkan bakgrunn, þá minnkum við strax hættu á hryðjuverkum. Nató hjálpar okkur ekki í því, það er spurning um okkar pólitík á þingi og í þjóðfélaginu.

 

En takk fyrir góða og málefnalega umræðu.

Ingólfur Sigurðsson, 3.1.2024 kl. 17:09

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Jú Ingólfur, ég tók eftir  því :) Og ég er sammála þér Ingólfur í svari þínu 100%. Svona er bara raunveruleikinn eins og hann blasir við okkur. Reynt var að stofna til varnarbandalags Norðurlanda eftir stríð en tókst ekki pólitískt. En kannski má endurvekja tilraunina?

Noregur, Svíþjóð og Finnland eru öll hernaðarlega öflug og erfið landfræðilega að taka. Danir eru ekki eins öflugir og auðvelt að hertaka.  

En því miður sé ég ekki annan möguleika en áframhaldandi veru okkar í varnarbandalagi 30 þjóða - NATÓ miðað við áhugaleysi íslenskra stjórnvald og almennings um varnarmál.  Spurningin er, getum við losnað við varnarsamstarfið við Bandaríkin? Hvað gerist þá? En ef valið stendur að fá Bandaríkjaher aftur til Íslands eða íslenskan her, er valið auðvelt, ég vel íslenskt!  

Birgir Loftsson, 3.1.2024 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 130038

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband