2.1.2024 | 00:27
Góður fræðimaður, Guðni. Vonandi að störf hans sem forseti rýri ekki þann starfsheiður.
Piparkökudrengurinn afrekar að stíga til hliðar. Eitt gott hefur hann þá gert sem forseti, nákvæmlega það.
Allir, eða flestir reyna að ljúga því að sér að hann hafi verið góður forseti. Góður í að gera ekki neitt nema vera formfastur og íhaldsemin holdi klædd. Ekki tel ég það góðan forseta að neinu leyti þegar við höfum fordæmi eins og Ólaf Ragnar Grímsson, og þann sem aldrei varð forseti en hefði orðið bezti forsetinn, Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur.
Áður en Ólafur Ragnar Grímsson breytti forsetaembættinu og gerði það að lýðræðisventli voru kröfurnar aðrar. Þá var forsetinn aðeins puntudúkka og skjalastimplari.
Guðni Th. Jóhannesson veit þetta vissulega sjálfur og ég held að raunveruleg ástæða fyrir því að hann stígur nú til hliðar sé sú að hann sé sammála þessu áliti mínu, að hann sé betri fræðimaður en forseti, miðað við Guðmund Franklín Jónsson og Ólaf Ragnar Grímsson.
Guðni hafði að vísu ekki kjark til að breyta forsetaembættinu eins og Guðmundur Franklín vildi gera, en mig grunar að hann hafi haft einhverskonar metnað í þá átt, en kosið auðveldu leiðina, að geðjast einföldum skrílnum með hefðbundnu þvaðri og þrasi.
Nei, maður veit ekki hversvegna Guðni stígur til hliðar, en hægt er að gizka og hafa eigin skoðanir á því.
Nú hlaupa trúðar og trúðlur upp til handa og fóta og hyggjast bjóða sig fram til forseta. Kannski fáum við 100 plús frambjóðendur - eða eru reglurnar ekki að leyfa það?
Það merkilega við Guðna forseta er að hann gerði hvort tveggja í senn, að vera meiri forseti unglingatízkunnar en hinir og líka að vera hefðbundnari en Ólafur Ragnar, sem sá sem breytti forsetaembættinu til frambúðar, og Vigdís, sem fyrsta konan.
Ég ólst upp við að forsetar væru með annan fótinn, ef ekki báða, í konunglegum hefðum, og Vigdís var þannig og Ólafur Ragnar líka. Guðni var með eina tá í þeim hefðum, en átti konu sem talaði bjagaða íslenzku, eins og Ólafur Ragnar, og daðraði við fjölmenninguna í ræðum, þannig að hann var ekki íhaldssemin holdi klædd, eins og forsetar voru fyrr á tímum.
Annaðhvort fáum við algjöran umskipting sem forseta eða þá einhvern svona hefðarmann sem er að hluta til í uppreisn gegn hefðunum.
Það er almenningur sem er fullkomlega glataður að vilja svona forseta en ekki einhvern eins og Guðmund Franklín.
Guðmundur Franklín var í hópi sjálfstæðishetjanna sem börðust gegn Icesave, í andanum, ef ekki líka í rauninni. Nýtt stjórnarform hefði orðið til á þessu landi, einstakt um víða veröld, sem hefði minnt á gríska lýðræðið þegar það byrjaði, gáfumannaræði. Hann hefði skotið mistökum þessarar ríkisstjórnar í þjóðaratkvæði. Sumt hefði farið vel, annað ekki.
Það eru ekki vinsælustu trúðarnir sem breyta heiminum heldur hugsjónamennirnir sem fá lítið fylgi, eins og Guðmundur Franklín. Hlýtur ekki Guðni núverandi forseti að vita þetta sjálfur?
Almenningur ræður engu því almenningi er stjórnað. Reynslan sýnir þetta, erfitt að halda öðru fram.
Ég er ekki sammála þeim fjölmörgu sem tjá sig og segja að það ætti að leggja forsetaembættið niður. Ólafur Ragnar Grímsson sýndi og sannaði hvernig góður og lýðræðiselskandi forseti getur hjálpað heimskum almenningi. Það sýndi Guðmundur Franklín einnig með því að leggja drög að merkilegri forsetatíð, lýsa fyrirætlunum sínum, sem voru lýðræðislegar og sannar lýðræðisumbætur.
Fólkið sem vill leggja forsetaembættið niður vill og elskar jafnaðarfasismann, sem er lúmskasta og viðbjóðslegasta form einræðisins sem er til, sem er kommúnismi endurfæddur í slímugri mynd. Jafnaðarfasisminn er stjórnarform þar sem almenningur er kúgaður af auði og völdum. Alltaf finnast nógu margir til að telja það frábært.
Góður forseti er betri við fólkið en ráðherrar sem spillast meira frá ári til árs, og breyta lögunum í landinu spillingunni í hag, meira og meira ár eftir ár.
En við vitum alveg að við fáum annan piparkökudreng, sérhannaðan fyrir elítuna, eða piparkökutelpu á Bessastaði. Maður kemur ekki í manns stað, nei, en vélmenni kemur í vélmennis stað, vissulega. Hlýðnin.
Katrín yrði ágætis forseti. Varla lélegri en Guðni. Hún hefur það sem fólk vill, að vilja ekki rugga bátnum.
Hefði helst áhrif ef Katrín færi í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 197
- Sl. viku: 660
- Frá upphafi: 127203
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála með Guðmund Franklín.
Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2024 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.