1.1.2024 | 00:22
Áramótaskaupið
Gott skaup sem gerði upp árið. Gervigreindin mikið notuð sem getur breytt kvikmyndagerðinni, lífs og liðnir látnir leika með hjálp gervigreindar, og það er nýtt held ég í áramótaskaupi.
Aðeins eitt sem mætti minnast á og gagnrýna, of mikið fjallað um Bjarna Benediktsson, hann var næstum lagður í einelti. Einnig mætti segja að næstum ekkert hafi verið gert grín að vinstrafólki, nema Katrínu Jakobsdóttur.
Brandararnir um Kristján Loftsson voru mjög fyndnir. Það hefði bara mátt bæta við miklu meira gríni um mistök í pólitík, það var fjölmörgum fyndnum málum sleppt.
Í heildina fannst mér þetta ekki jafnt gott skaup og í hittifyrra (2022), það var nefnilega með þeim albeztu frá upphafi, mörg atriði og gætt að pólitísku jafnvægi.
Stundum fannst mér ég vera að horfa á Krakkaskaup, því það var svo mikið verið að niðra eldri kynslóðir. Leikarar stóðu sig vel.
Gott skaup var þetta, en það hefði orðið miklu betra ef handritið hefði fengið gagnrýni frá mörgum hliðum, og bröndurum hefði verið bætt inní um miklu fleiri atriði og fyndnar fréttir frá árinu.
Söngatriðin fannst mér öll mjög góð. Rappið er orðið okkur Íslendingum mjög eðlislægt, en rappatriði í mörgum skaupum fyrri ára fannst mér stirð og ekki jafn sannfærandi og núna.
Já, tvö góð skaup í röð, það finnst mér, núna síðast og næstsíðast.
Gleðilegt nýtt ár.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 18
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 798
- Frá upphafi: 129970
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 604
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki get ég nú tekið undir að "skaupið" hafi verið gott en þar voru ágætis "sprettir". Sum atriðin voru nokkuð langdregin og ég er sammála þér með það að Bjarni Ben var mjög ofnotaður sem varð til þess að mörg atriðin með honum misstu marks. Sú sem lék Katrínu náði henni alveg ótrúlega vel og fannst mér að hún hefði mátt koma oftar fyrir, því af nógu var að taka á fyrri hluta ársins. Mér fannst mörg atriðin þar sem Kristján Loftsson var tekinn fyrir, vera ósmekkleg og illa ígrunduð og svona heilt yfir bar "skaupið" alveg hvoru megin höfundar þess stóð pólitískt séð.....
Ég óska þér gleðilegs árs Ingólfur og þakka þér fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári og ég er ekki í minnsta vafa um að samskiptin á nú ári verði líka góð.
Jóhann Elíasson, 1.1.2024 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.