Á þessum árstíma rifjast upp minningar. Þegar amma kvaddi breyttist maður.

Amma dó 28. desember 1985. Kannski var það gæfa fyrir hana að hún fór skjótt, en erfitt fyrir okkur aðstandendurna og það breytti mér mikið.

Hún hafði kvartað um bakverki í að minnsta kosti mánuð og heimilislæknirinn sendi hana bara í nudd, og henni versnaði bara. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir að hún dó að dánarorsökin var æðagúlpur við hjartað sem sprakk þennan dag, og hún dó í sjúkrabílnum á leiðinni á spítalann. Það hefði verið hægt að bjarga lífi hennar hefði hún verið betur rannsökuð var okkur sagt seinna. Hún var sjötug þegar hún dó.

Annars vil ég einnig minnast afa. Hann dó 2015, og hefði orðið 99 ára hefði hann lifað þremur mánuðum lengur.

Hann vann á verkstæðinu fram yfir 95 ára aldurinn, en hann fékk fyrra hjartaáfallið 2012, og þá var hann orðinn 95 ára, að verða 96 ára.

Ég vil lýsa því hversu ótrúlega duglegur og ósérhlífinn hann var. Þegar rörin biluðu í húsinu vann hann langmest við að leggja ný rör, og það var mjög, mjög mikil vinna og erfið.

Eftir að hann dó tók ég fjölmargar ljósmyndir af húsinu og verkstæðinu, því ég vissi að það ætti að rífa byggingarnar eftir söluna. Þegar ég skreið um á níðþröngum stöðum uppi á háaloftinu þar sem hann klöngraðist og skreið og tengdi rörin saman og svo leiddi þau útúr húsinu þá gerði ég mér grein fyrir því að hann vann næstum ofurmannlegt átak að klára þetta verk árið 2013 og 2014, rétt áður en hann dó. Rörin varð hann að leggja undir skápunum sem voru þarna og plássið var mjög lítið. Þarna voru fjölmargir skápar sem höfðu verið steyptir fastir við gólfið og urðu ekki hreyfðir.

Afi minn kvartaði yfirleitt aldrei heldur vann sitt verk.

Hann hafði þann sið að fá sér smálúr eftir hádegismatinn, en fór á fætur klukkan 7 á morgnana að vinna og vann oft fram á kvöld. En seinni árin varð þrekið minna, út af verkjum og meiðslum sem urðu verri með aldrinum. Þó var hann yfirleitt alltaf á ferli eitthvað að vinna á verkstæðinu, og alltaf fór hann að synda, ganga og dansa gömlu dansana.

Eftir að amma dó fór hann að sinna líkamsrækt, jógaiðkun varð hans áhugamál og margt fleira. Þannig bætti hann lífsgæði sín og lengdi lífið, sennilega. Einnig var hann bjartsýnn og lífsglaður að eðlisfari og það hjálpaði honum mikið.

Þegar afi var að alast upp á öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar var honum kennt að það væri engrar undankomu auðið að komast hjá vinnuþrælkun. Þannig urðu til hetjurnar á 20. öldinni sem gáfu okkur frelsið og sjálfstæðið.

Afi ól sín börn upp samkvæmt þeirri speki að hver og einn yrði að fá að njóta sín, að börnin hefðu persónuleika, og að börn ættu ekki að vera skylduð til að vinna nema þau vildu það. Mín leti var einnig afleiðing af samskiptaleysi foreldra minna. Mamma vildi ekki taka ábyrgð á mér og pabbi gat það ekki því þau slitu samvistum þegar ég var eins árs og fékk aldrei að taka mikinn þátt í uppeldi mínu síðar.

Mér leið alltaf eins og ég væri í geymslu þegar ég var lítill. Ég var of sjálfstæður til að skólakerfið gæti beygt mig og brotið. Ég skynjaði það strax að maður væri að læra fyrir kerfið, ekki fyrir mann sjálfan.

Veturinn ætti að vera bezti tími ársins. Þá er mátulegt hitastig, ekki of heitt, og þá er þetta notalega myrkur og rökkur sem gefur ímyndunaraflinu tækifæri.

En ósættið er mikið og kærleikurinn lítill. Kynin eiga í brösum og kúgun kvenna á körlum er ríkjandi. Fólki er nauðgað andlega, körlum aðallega og drengjum, en öllum, af geimverunum sem eiga okkur.

Maður breytir kannski engu, jafnvel varla sjálfum sér.

En fái maður frið til að sætta sig við takmarkanirnar sem mæta manni í umhverfinu, þá getur manni liðið eitthvað skár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Þakka þér kærlega fyrir þessa mannbætandi færslu, sem ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum.

Jónatan Karlsson, 29.12.2023 kl. 03:36

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Já Ingólfur! Ég tek undir með Jónatani. Þú hefur oft mikið að gefa með skrifum þínum. Þökk fyrir það.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.12.2023 kl. 05:38

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur athugasemdirnar og innlitið félagar. Já það er dýrmætt að rifja upp liðna tíð og leyfa því fólki að njóta góðra verka sem unnu þau.

Ingólfur Sigurðsson, 29.12.2023 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 127192

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband