Allt í kerfi, skólakerfið fer í kerfi

Það er mjög merkilegt að eftir því sem sérfræðingaveldið hleður utaná sig í skólunum, og allt verður alþjóðavæddara lækka einkunnirnar stöðugt og árangur í Pisa hrapar enn.

Pistill Björns Bjarnasonar um þetta í dag er ágætur, en ég er ekki viss um að rétt sé niðurstaða hans að skýringanna sé helzt að leita í innra starfi skóla, en þó hlýtur það að vera rétt hjá honum að miklu leyti.

Ég er Birni sammála um að agi og þjálfunarleysi uppá gamla mátann skilur okkur að og Asíuþjóðirnar sem búa við þannig vinnubrögð.

Ásmundur Einar Daðason vill enn eina kerfisbreytinguna. "Allt í kerfi" var slangursetning sem ég heyrði oft á níunda áratugnum - sögð af öðrum unglingum. Merkingin var eins og "allt í steik", eða "allt í rugli." Ég held að allt sé í kerfi hjá þeim kerfislægu.

Einnig heyrði maður "að fara í kerfi", fara á taugum.

Þegar búið er að breyta kerfum hundrað sinnum og ekkert gengur og allt verður verra gæti mögulega verið að búið sé að eyðileggja kerfi sem virkuðu fyrir 100 árum en gera það ekki lengur því búið er að útþynna þau svo mikið, fjarlægjast upphaflegu skilvirknina.

Mín skoðun er sú að íslenzka þjóð sé öll í rugli, uppeldið ónýtt og menningin dauð, einsog einn góður maður orðar það svo oft.

Ég held að skýringanna sé að leita inni á heimilunum, í femínismanum, sem er hryðjuverk gegn lífinu og Guði í eðli sínu. Íslendingar eru svo duglegir að hlýða nýjasta ruglinu að þeir henda sjálfum sér í ruslið í leiðinni.

Á tímum langafa og langömmu, um 1900, þá vildu börnin læra. Það er bara löngu liðin tíð. Þá var ættjarðarást tízka meðal barna og unglinga. Það voru góðir tímar. Okkar tímar eru vondir tímar og menningarsnauðir. Þetta er skýringin. Fullkomin ómenning ríkir í landinu.


mbl.is Árangur íslenskra barna hrapar í Pisa-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ásmundur og co eru búinn að ákveða sökudólginn í þessu máli

Stéttarskipting á Íslandi veldur því að nemendur á Íslandi standa sig mun verr en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum

Klókt útspil þvi ekki mun neinn fréttamaður nenna að athuga hvernig staðan er á "stéttarskiptingunni" í öðrum löndum og hægt verður að drepa málinu á dreif án þess að reyna á neinn hátt að greina rót vandans - hvað þá gera neitt til að bæta ástandið

Grímur Kjartansson, 5.12.2023 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 132459

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband