Harakiri Vinstri grænna, fá 5.1% fylgi, minna en nokkru sinni fyrr samkvæmt nýjustu könnun

RÚV sagði frá að aldrei hefur lægra fylgi mælzt hjá Vinstri grænum, 5.1 prósent, og munar litlu að þeir detti af þingi og verði eins og öfgaflokkarnir svonefndu sem hingað til hafa ekki riðið feitum hesti frá þessum blessuðu kosningum.

Alveg frá stofnun flokksins hefur fylgið verið ögn hýrara en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður fyrir tuttugu prósentin og er í frjálsu falli eins og Vinstri grænir. Fylgi Framsóknar tekur þó við sér og er hann eini flokkurinn við stjórn sem hýrnar við.

Af þessi má læra að það þýðir ekki að hafa gjörólíka flokka í sömu stjórninni,  hvort sem þeir rífast eins og hundar og kettir á yfirborðinu eða fela hatrið sem á milli þeirra ríkir verðuð moðsuðan sem starfað er eftir þess eðlis að fylgið hríðfellur af þessum sömu flokkum, samkvæmt náttúrulögmáli.

Sú lexía hlýtur jafnvel að verða ofaná að skandínavíska nýhefðin sé til eftirbreytni, að vinstriflokkar annarsvegar og hægriflokkar hinsvegar geri með sér bandalög fyrir kosningar sem stefnt verður að eftir kosningar að koma til valda. Annars verður stefnuleysi út úr kosningaúrslitunum, þetta sem landsmenn hafa þekkt undanfarin ár, eftir að Katrín og félagar komust til valda.

Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað tækifærismennska, hræsni og yfirdrepsskapur geta verið valdamikil fyrirbæri hjá þessari aumu þjóð okkar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson vann gott verk sem umhverfisráðherra, enda hvæstu sjálfstæðismenn á hann, sem sýnir að hann stóð við prinsippin. Svandís Svavarsdóttir reynir eitthvað svipað, en er svo umdeild fyrir fóstureyðingalöggjöf sína að hvalveiðibann hennar skapar jafn miklar óvinsældir og vinsældir innan eigin flokks.

Að öðru leyti fá umhverfisáherzlur Vinstri grænna mjög tæplega að njóta sín í samstarfi við þessa flokka.

Ég minnist þess að þegar Steingrímur og Jóhanna slógu skjaldborg um auðróna, alþjóðavæðingu og spillingu í landinu, þá fékk flokkurinn svipaða gagnrýni. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kostaði flokkinn margt og mikið, og þó var látið í það skína að mikil hetjuverk hefðu verið unnin. En það var mál flestra að heimilin í landinu hafi borgað brúsann fyrir auðróna og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og glóbalistana. Síðan kom Sigmundur Davíð eins og hetja og kom ýmsu í lagi, en hatur vinstrimanna á honum var það mikið að honum var steypt af stóli eftir svívirðilegt umsátur á RÚV, þar sem hann var látinn gjalda fyrir það sem aðrir komust upp með, og honum var ráðlagt af fjármálaráðgjöfum. Aðeins af því að hann játaði ekki þær syndir fyrir þjóðinni eins og í kaþólskum skriftastól var hann fordæmdur. Ranglega.

Jóhannes Ragnarsson sem hefur skrifað marga fyndna pistla hefur lýst því hvernig arfurinn frá Alþýðubandalaginu hafi verið stór og mikill þegar Vinstri grænir voru stofnaðir. Jafnvel þannig að gamlir kommúnistar létu sig dreyma um betri flokk og meira í samræmi við grunngildin. En síðan hefur það lap þynnzt út æ meira, þar til nú er eftir eitthvað svo þunnt að enginn kannast við hvað þekkja megi af bragðinu lengur, nema eiginhagsmuna-kapítalisma í bland við tækifærismennsku-vinstristefnu einstaka sinnum og duttlunga-umhverfissjónarmið þegar tækifæri gefast.

5.1 prósenta fylgið segir víst sömu sögu. Fólk kannst ekki lengur við umskiptinginn.

Vinstri grænir minna helzt á bæ í Úkraínu sem hefur verið sprengdur í frumeindir sínar af Rússum, eða húsaþyrpingu á Gaza sem Ísraelsmenn hafa sprengt í öreindir sínar.

Vinstri grænir minna á þannig rústir, þar sem samstaðan felst í óttanum við foringjann en ekki sannfæringu á grunngildin lengur. Flokksmenn vita að þeir eru á sökkvandi sjóræningjaskipi, eins og því sem sprengt er í tætlur í hverri einustu Ástríksmyndasögubók.

Ef Vinstri grænir vilja því halda flokknum lifandi eftir næstu kosningar þurfa þeir að svamla í köldum sjónum til lands, og nota eigin orku og sannfæringarmátt til að gefa flokknum aftur líf. Já, takk, Katrín Jakobsdóttir, eins og Atli Bollason skrifaði frábærlega um á vef Vísis. Hann er fyrrverandi félagi í Vinstri grænum og listamaður. Að sjálfsögðu var honum svarað með hörku innanúr flokknum, það fylgir.

Já, eftir eru nokkrir Vinstri grænir, sótugir í framan eins og eftir sprengingu í teiknimyndasögu. Þeir þurfa að byrja á öllu frá grunni, sannfæra landsmenn um að þeir séu umhverfissinnar, lýðræðissinnar, vilji hjálpa fólkinu í landinu, og svo framvegis.

Jafnvel má trúa því að um 95% landsmanna sem kjósa þá ekki samkvæmt nýjustu skoðanakönnun muni síður velja þá til að stjórna landinu en fólki í nýjum flokkum, eða öðrum flokkum yfirleitt.

Á meðan heldur ríkisstjórnin áfram að sökkva dýpra og dýpra, dýpra og dýpra. Hvað græða sjálfstæðismenn á þessu?

 


mbl.is „Ég mun leggja niður störf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 132452

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband