30.11.2023 | 01:03
Þjóðfélag okkar er á vafasömum stað. Fasismi birtist ekki aðeins í einræðisríkjum.
Eins og svo oft er Útvarp Saga fyrst með fréttirnar. Allavega vissi ég ekki hvers eðlis þessi nýju "sóttvarnarlög" eru sem reynt verður að troða í gegn um þetta þing, kannski fyrir jólin. Arnþrúður ræddi við Guðmundur Karl sérfræðing í heimilislækningum og Kristínu Þormar bloggarara og þar kom margt merkilegt fram.
Það er aðallega eitt sem sló mig kaldan ef svo má segja, að hægt verði að neyða fólk í bólusetningu ef þessi "sóttvarnarlög" verða samþykkt. Það er augljóst að þetta eru ekki sóttvarnarlög heldur alræðisskipulag í sóttvarnarfelubúningi. Síðan eiga þarna að vera leyfi fyrir stjórnvöld til að setja fólk á geðveikrahæli eða aðra stofnun ef það ekki samþykkir að láta bólusetja sig!
Þetta er gróflegt brot á mannréttindum, nauðgun er svona, að taka yfir vilja annarra!!
Þetta er þegar 40 mínútur eru komnar inní viðtalið, og það er til á heimasíðunni hjá Sögu.
Það er eins og fjöldinn verði æ meira dáleiddur, múgsefjaður. Þetta er múgsefjun, og stór hluti Alþingis tekur þátt í henni, háir sem lágir! Skelfilegt!
Það má einnig taka undir það sem kom fram í þessum þætti, að þessi ríkisstjórn er ömurleg. Nauðsynlegt er að hafa þingmenn og ráðherra sem hafa sjálfstæðan vilja og skynsemi, en láta ekki bara leiða sig eins og lömb til slátrunar!
Þessar skelfilegu og fasísku aðgerðir og samhæfðu frá ríkustu mönnum jarðarinnar, þær miða allar meira og minna að því að tryggja völdin hjá þeim sem hafa þau og minnka völd og svigrúm almennings, þar til almenningur er í raun múlbundinn. "Akfeitur þræll með gljáandi hlekki", eins og Megas lýsti nútímamanninum í frábærum söngtexta einu sinni, nútímamannum sem hugsar ekki sjálfstætt og hlýðir yfirvöldunum fyrir framan sjónvarpið, frjálst val farið, en líkamlegum þörfum er sinnt.
Ég vil koma inná annað en skylt mál. Frábær pistill Ómars Geirssonar fjallar um aðra ógn sem steðjar að fólki, innflutningur fólks frá ólíkum menningarsamfélögum sem endar með átökum og glæpastarfsemi. Það þarf kjark til að skrifa slíkan pistil og gera það vel eins og hann gerir. Manni finnst næstum eins og hann sé að taka við af Jóni Magnússyni lögmanni sem hefur gert þetta vel um árabil.
En ég vil bæta því við um það málefni, að ef Vesturlandabúar ekki taka sig á munu þeir deyja út vegna fækkandi fæðinga. Það stefnir allt í að tvennskonar manngerðir erfi jörðina, annarsvegar múslimar og hinsvegar blökkumenn frá þeim ríkjum Afríku þar sem fæðingar eru tíðastar, og sem búa við karlrembumenningu þar sem réttindum kvenna er sízt sinnt.
Asía er að falla niður í lækkandi fæðingartíðni og einnig Vesturlönd. Ef sú þróun heldur áfram er afleiðingin aðeins á einn veg, útrýming þjóðanna innanfrá, og sú útrýming er pottþéttari og vísari en nokkur afleiðing af styrjöldum eða drepsóttum, því þegar meirihlutinn er kominn yfir miðjan aldur, og menningin hefur kennt unga fólkinu að vera hinsegin og hafa ekki áhuga á barneignum, þá er ekkert hægt að gera til að snúa þeirri þróun við, því það er unga fólkið sem er framtíðin, og ef menning unga fólksins er úrkynjuð, þá er þjóðin glötuð og dauðadæmd.
Ég er heillaður af ruddaskap og karlrembu múslimanna, en myndi ekki vilja snúa mér til Mekku daglega og biðja. Svipuð bænakrafa var þegar ég kynntist bahaíum á Íslandi, að þurfa að biðja daglega, og þótt mér líkaði vel við fólkið þar voru þær siðvenjur og trúarvenjur fjarri mínu uppeldi og eðli.
Áhugi minn á Ásatrú og heiðni er af svipuðum toga sprottinn. Það þarf grófleika til að þróttur mannfélagsins haldist. Því fer femínisminn gegn lífsorku og endurnýjunarmætti tegundanna.
Eins og meðfylgjandi frétt sýnir þá er eftirlitsþjóðfélagið komið inní Strætó líka, Stóribróðir fasistaleiðtogi úr "1984" eftir George Orwell.
Hversvegna geta Íslendingar gagnrýnt fasísk þjóðfélög erlendis en varla slíka tilburði innanlands?
Á meðan notast var við gamla kerfið, borga með klinki, seðlum eða miðum þurfti ekki svona eftirlitsmenn. Það sama á við um búðirnar. Fréttir frá útlöndum sýna stóraukinn þjófnað viðskiptavina úr búðunum eftir að sjálfsafgreiðslukerfið var innleitt á heimsvísu.
Sparnaðurinn sem átti að fást með því að borga færra fólki laun á kössum fer þá í að borga eftirlitsmönnum laun!!! Hvílík endemis vitleysa!!! Og verri þjónusta!!!
Af hverju er aldrei hægt að halda sig við það gamla og góða ef það virkar bezt og hefur staðið fyrir sínu?
Svartklæddir eftirlitsmenn í Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 672
- Frá upphafi: 127299
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 492
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.