Ríkisstjórnin rúin trausti þraukar, ljóð frá 14. janúar 2009.

Ýmislegt í nútímanum er farið að minna á Búsáhaldabyltinguna, eins og óvinsældir ríkisstjórnarinnar og versnandi kjör almennings. Því á svona ljóð enn vel við í dag sem var samið þá, lýsir ástandinu þá og margt á enn við og hefur ekki skánað, eða að sömu aðstæður eru komnar aftur, eða svipaðar.

 

Berja þau á potta og pönnur,

pöpull stendur hjá og sér.

Móse á þá mikla dóttur,

margt nú vill hún kenna þér

um Mammons klæki og mildu grundir.

Maður var að Austurvelli sóttur,

ljóst er nú að lýður tekur völdin.

luktir brotnar, fallnar könnur.

Almenningur þarf að greiða gjöldin,

grimmdin vex og eiginhyggjan, stöðugt minnkar þróttur.

Þú sem firrtur starfi stundir,

stríð er hafið landi þessu á, hvert varla fer.

 

Varð mér ljóst þá vissi um nöfnin:

Vinstraliðið sá um allt.

Ætla sér í einkastöður,

öðrum býðst því geðið kalt.

Sama öl í öðrum fötum,

angursfullar nálgast sviðið vöður.

Ríkisstjórnin rúin trausti þraukar,

raunir hennar fara á söfnin...

Auðsþræll samt við iðju gamla baukar,

aflandsfélög, tæmdir bankar, gróðahyggjulöður.

Ertu að hjálpa unga á götum?

Alveg tært að lán er stöðugt fráleitt, valt.

 

Ekki kappa eigum gamla,

aðeins lið er rænir fé.

Lýðskrum víða og lygaþvæla,

löngum ref á stjákli sé.

Eftir ránið annað svipað?

aðeins leyfa rétta sviðsins stæla.

Þó í anda mót því stöðugt mæli,

masið kann þó starfi að hamla.

Enn við hægriöfga mína gæli,

upp gefst þjóðin, hættir vafstri, þarf að kveina, skæla.

Niður þetta hef ég hripað,

hörmung, myrkur, varla læt hið rétta í té.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 731
  • Frá upphafi: 130397

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband