Ópíumstríðin í fortíðinni og OxyContinfjöldamorðin í nútímanum

Fjölmargir Kínverjar létust vegna ofneyzlu ópíums á 19. öldinni og græddu Bretar á þessum varningi. Yfirvöld í Kína reyndu að stöðva ófögnuðinn. Kom þetta af stað viðskiptastyrjöldum.

Núna á tuttugustu og fyrstu öldinni hefur þetta snúizt við. Fjölmörg dauðsföll meðal fólks á bezta aldri verða í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum vegna OxyContins, en flest framleiða Kínverjar nú til dags og það meðal annars. Saka því Bandaríkjamenn Kínverja um að slátra ungviðinu þannig með ópíóðafaraldrinum mikla sem fer eins og drepsóttarfaraldur yfir hinn vestræna heim. Hundruð þúsunda deyja í Bandaríkjunum árlega vegna þessa og á bezta aldri. Talandi um að lyfjafyrirtækin hafi komið af stað Covid-19 og séu því sek um fjöldamorð, lyfjafyrirtækin eru svo sannarlega ekki síður sek í þessu efni.

Sagan á það til að endurtaka sig, með breyttum gerendum og þolendum. Nútímafólk verður að gera sér grein fyrir því að sagan endurtekur sig alls ekki alltaf nákvæmlega eins. Nýir hópar verða ofsóttir og eiga á hættu að deyja út. Það er hinn vestræni maður sem er nú í útrýmingarhættu, en ekki fyrrverandi þriðjaheimsríki og einstaklingar innan þeirra, og það er staðreynd mælanleg samkvæmt mörgum mælikvörðum.

Munu Bandaríkin hefja stríð sambærileg við ópíumstríðin vegna þessa? Þetta eykur spennu í samskiptum ríkjanna, víst er það.

Með réttu ætti OxyContin að vera harðbannað nema á sjúkrahúsum undir eftirliti, og reglugerðir ættu að vera löngu komnar fram um það.

Sorgleg dæmi frá Íslandi styðja þetta líka.

Að framleiða og dreifa fíkniefnum sem drepa í stórum stíl jafngildir fjöldamorðum úr því að útkoman er á þá leið.

Það er svo skrýtið hvað yfirvöld landsins eru sljó og lengi að fatta hvað ógnar mest fólki.


mbl.is Kínverjar fordæma ummæli Bidens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 129
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 130378

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 594
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband