Úkraínustríðið er að verða óvinsælla, eins og Víetnamstríðið fyrir margt löngu síðan

Ég er farinn að fá meira álit á DV en áður, þar koma stundum ágætar greinar.  Þar er grein sem fjallar um að Úkraína stefnir í rosalega fjármálakreppu sem mun draga Evrópu alla niður fjárhagslega að því er talið er. Selenskí bannar kosningar fyrr en hann er búinn að vinna!! Talandi um einræðistilburði Pútíns, þeir virðast svipaðir um margt.

Úkraína virðist fullkomlega gjaldþrota og Bandaríki Joe Bidens líka, en það vita það flestir. Það er svo stórkostleg breyting að ekki er lengur 100% stuðningur við Selenskí í DV og 100% andúð á Pútín, heldur er þessu skipt til helminga, og þar eru lýðræðislegar umræður og jafnar, í athugasemdakerfinu. Það bendir til þess að sístærri hluti Íslendinga telji spillingu Biden stjórnarinnar og Selenskís vandamál og að í Úkraínu sé bandarísk leppstjórn, eins og virðist raunin. Það kann einnig að vera ástæðan fyrir því að Selenskí vill ekki kosningar. Ég sakna pistla Gunnars Rögnvaldssonar um þetta hér á blogginu, þeir voru framúrskarandi og á undan sinni samtíð.

Úkraína þarf 43 milljarða hernaðaraðstoð á næsta ári, kemur fram í greininni. Vaxandi óvissa er um hernaðarstuðning frá USA og ESB, sem hafa verið helztu stuðningsaðilar stríðsreksturins (vörninni gegn Rússum).

Athugasemdir eru ekki síður upplýsandi en greinin sjálf. Þar kemur fram að úkraínskir óligarkar og Selenskí sjálfur hafa grætt á þessu. Kannski sprengdu Úkraínumenn Nordstream gasleiðsluna eins og einn kemur inná. Washington Post heldur því fram.

Igor Kolomoisky (stuðningsmaður Selenskis) er ákærður fyrir peningaþvætti uppá tugi milljarða dollara, þetta styðja ráðherrar Íslands en þó sérstaklega Davosdúkkulísur eins og Þórdís Kolbrún.

Önnur frétt segir frá því að rússneskir og úkraínskir hermenn eru uppdópaðir af amfetamíni og oft drukknir að auki, jafnvel uppfullir af lyfjum sem gerir þá að drápsvélum, ónæma fyrir sársauka, skynsemi og tilfinningum.

Ísland er partur af NATO og UN, (Sameinuðu þjóðunum), og þessi bandalög sem eitt sinn voru kennd við frið eru nú hluti af svona hrikalegri styrjöld þarsem skelfilegt mannfall hefur orðið í báðum liðunum og sér ekki fyrir endann á því mannfalli enn. Þetta styðja okkar stjórnvöld líka og loka augum og eyrum.

Almenningur á Íslandi er farinn að vakna sem merkir að það er að gerast út um allan heim. Einhliða áróður stærstu fréttaveitanna er hættur að virka eins vel og hann gerði. Fólk er farið að sjá að þessu stríði var komið af stað með því að þrýsta á Rússa og með leppstjórninni.

"Úkraína stefnir í nýja og erfiða krísu sem getur haft áhrif á alla Evrópubúa" heitir fréttin sem fjallar um svakalegt fjárlagagatið í ríkissjóði Úkraínu sem blasir við.

Sú athugasemd undir fréttinni sem hefur fengið hvað flesta þumla er að Selenskí sjálfur kunni að vera aflögufær, sem mjög spilltur maður sem hefur grætt á þessu. Sennilega mun þó alls ekki koma til þess.

Aftur minnir þessi frétt á vaxandi efnahagsvanda í hinum vestræna heimi, sem sízt hefur batnað eftir Úkraínustríðið. Gamla máltækið má ekki gleymast: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Jafnvel þótt Pútín hafi ráðizt inní Úkraínu og það hafi virzt sem innrásarstríð og gamaldags landvinningastríð eru fleiri hliðar á því máli, einsog rússneskt þjóðarstolt og andúð á Vesturlöndum, nokkuð sem efnahagsþvinganir hafa espað enn meira upp hjá Rússum, og því ekki hægt að firra ráðamenn í okkar heimshluta ábyrgðinni af því.

Varla er almenningur á Vesturlöndum svo ófróður að vita ekki að ráðamenn þjóðanna eru ekki valdir að versnandi lífskjörum vegna þessa stríðsástands og samábyrgð á því.

Byltingar hafa verið veikar og látið á sér standa á Vesturlöndum gegn ráðamönnum, en það er vegna þess að almenningur hefur verið fylltur af ranghugmyndum og bulli í áraraðir. Smám saman er það að breytast.

Gunnar Rögvaldsson og fleiri höfðu rétt fyrir sér, þetta stríð var hið mesta feigðarflan og gat ekki endað vel.

Ennþá er ekki byrjað að ræða um frið af alvöru og að gera samninga þar sem Úkraína þurfi að láta eftir.

Á DV má finna merkilega pistla og upplýsandi, eins og þennan.


mbl.is Dæmdur morðingi náðaður af Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 127292

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 560
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband