Að huga að innviðum nú þegar þéttbýlið er meira en nokkrusinni fyrr á þessu svæði

Ekki er hægt að vita hversu stórir jarðskjálftar verða eða hvar og hvenær gýs á landinu. Þegar ég var barn var mér kennt að bera óttablandna virðingu fyrir náttúrunni - eins og Guði, - það var barnatrúin sem ég lærði hjá ömmu og afa og svo auk þess þjóðtrúin í bland, sem fylgdi þjóðinni í gegnum aldirnar líka, ekki má gleyma því, með allskyns virðingu fyrir klettum, álfabústöðum, hjátrú og fleiru.

Núna þegar maður er kominn yfir fimmtugt finnst manni eins og í sívaxandi mæli hafi yfirvöld landsins reynt að telja okkur trú um það að þjóðin sé svo rík að hún geti bjargað heiminum, flutt inn endalaust magn af flóttamönnum, og að gömul móðursýki eins og að óttast um afkomu og velferð þjóðarinnar sé geðveiki fyrri kynslóða.

Á Útvarpi Sögu hefur maður einstaka sinnum heyrt fólk tala um hnignun innviðanna, Bjarni Jónsson er meðal þeirra og hann er bloggari á þessum vettvangi einnig. Þessi boðskapur verður nokkuð eftirminnilegur þegar gera þarf við heitavatnslagnir á stóru svæði eins og nú fram undir morgunn og hús kólna á stóru svæði og frost er komið, auk þess er fólki sagt að skemmdir geti orðið á lögnum einhversstaðar þegar svona stendur á.

Ótti Grindvíkinga og nærsveitunga um heitavatnsleysi og annað slíkt er jafnvel nærtækur fyrir fleiri en þá. Reykjavík og nágrenni gæti farið illa, það er ekki útilokað, og jafnvel fleiri landshlutir, því víðar gýs og verða sterkir jarðskjálftar.

Einhverntímann kemur að því að stjórnvöld þurfa að svara almenningi hreinskilnilega hvernig standi á því að þau hafa blekkt landsmenn og hlaðið undir eigið rassgat auðævum með himinháum launum fyrir það sem ýmsir kalla landráð.

Ég tek undir með Bjarna að tímabilið 1890 til 2010 var framfaratímabil, en seinni mörkin eru jafnvel enn óljósari en þau fyrri.

Hvort sem við nefnum óstjórnina afturhald eða sérgæðingshátt eða lýðskrum eða eitthvað annað er það ljóst að almenningur er ekki sáttur. Sést það á vaxandi mótmælaöldu annarsvegar og svo síminnkandi vinsældum ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnunum hinsvegar.

Það er sama hvað maður er óánægður með eða ánægður þegar kemur að pólitík, bæði innfluttir einstaklingar og rótfastir víkingar frá Noregi og Bretlandi meta það jafnvel enn frekar skyldu stjórnmálamannanna að bæta innviðina, ekki aðeins halda þeim við.

Ég er mjög róttækur í því hvar fólk ætti að búa. Ég hef áður lagt það til að höfuðborgin verði flutt þar sem skjálftavirkni er minnst og jarðskjálftavirkni. Ég vil ítreka þetta, aftur og aftur, þangað til þetta verður gert.

Ég er ekki að leita eftir vinsældum. Ég segi það sem mér finnst vera réttast og tel það eiga erindi við fólk.

Við eigum ekki lengur stjórnmálamenn sem vinna fyrir almenning í landinu. Við eigum bara sjálfhælna eiginhagsmunaseggi og lýðskrumara við völd, sem henda brauðmolum í fuglana á tjörninni fyrir almenningsálitið, og fuglarnir skilja ekki mannamál ef reynt er að tala við þá skynsamlega.


mbl.is Stærsti skjálftinn frá upphafi hrinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek undir flest í þessum pistli hjá þér, það eina sem ég hef athugasemdir við er að það er svo "erfitt og flókið" að FLYTJA höfuðborgina að ég held að það sé allt að því ógerlegt, en þetta er bara mín skoðun en aftur á móti er hægt að sega þetta eru jú bara mannanna verk og þeim mætti jú alltaf breyta.....

Jóhann Elíasson, 9.11.2023 kl. 14:39

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Jóhann. Já ég er ekki að neita því. Ég lít á þetta sem langtímaverkefni, og ekki hægt að gera þetta nema þannig. Það yrði og dýrt og ómögulegt vegna skorts á vinnuafli og efni til að byggja úr.

Frekar er þetta gagnrýni á A) Þéttbýlismyndun Dags B. Eggertssonar, B) Þéttingu byggðar hjá honum og fleiri og C) Að fólk flyzt of mikið úr sveitunum, og hér er verið að benda á einn gallann við það.

Þetta er svo sem aðeins ein hjáróma rödd í umræðuna sem ekki verður farið mikið eftir. En kannski síðar, ef það reynist rétt að þetta sé ekki nema byrjunin á þessum gosum og skjálftum, sem jarðvísindamenn telja reyndar líka, frekar spurning um hvenær en hvort stærri skjálftar komi og stærri gos.

Ég vil frekar bara segja hlutina hreint út og síðan má milda þá á eftir ef maður er of ákafur.

Takk fyrir innlitið og efnismikla, gagnrýna og heiðarlega athugasemd, alveg í anda pistilisins.

Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2023 kl. 18:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alls ekki að gagnrýna pistilinn, sem slíkan enda er hann að mínu áliti mjög góður og þarfur. Við þekkjum það örugglega báðir að þeir sem gagnrýna hlutina eru ekkert ofarlega á "vinsældalistanum" í það minnsta er þá hægt að segja að hlutirnir hafi verið gagnrýndir en hvort nokkuð verði tekið mark  á henni er svo annað mál.  En kannski heyra einhverjir í "hjáróma"röddunum???

Jóhann Elíasson, 11.11.2023 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 766
  • Frá upphafi: 125788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband