8.11.2023 | 15:37
Dönkni yfir donkey, nýyrðasmíð, með tilvísun í orðsifjar og málþróun, merkingabreytingar og fleira
Ég er ekkert sérlega mikið á móti slanguryrðum sem slíkum, því tungumál eru ekki eylönd og viðtekin orð hafa mörg byrjað sem slangur. Ég hef ekkert á móti því að nota orðið donkey á íslenzku, svona til bráðabirgða að minnsta kosti. Það eru svosem öll orð sem pirra mig ef ég veit ekki hvernig stofnar þeirra eru myndaðir eða hvað þeir merkja, hvort sem þau eru flokkuð sem slangur eða annað.
Talið er að donkey hafi þýtt bjáni, asni (dýrið), eða rass upphaflega og komið fram um 1785. Orðið dun sem þýðir leiðinlegur, brúnn, grábrúnn, mykjukenndur er talið líklegt upprunaorð. Það er svo komið úr keltnesku og írsku og þýðir svartur eða dökkur, eða úr skyldum áttum.
Dobbin er gamalt enskt orð yfir vinnuhross, og birtist 1596 í Kaupmanninum frá Feneyjum eftir Shakespeare. Það er talið gæluyrði eða framlenging á Dob, stytting á Robert frá 14. öld. Einnig mun það orð hafa verið notað yfir vinnuklár, burðardýr.
Róbert er þó af germönskum uppruna, rómönsk umorðun á orðinu Hróbjartur, sem merkir glæsilegur af frægð og frama, ljómandi af frægð.
Orðið dobby gæti einnig komið við sögu, gamalt enskt orð sem þýddi húsálfur. Einnig það er dregið af aflögun á mannsnafninu Robert að því er talið er.
Asni er mun eldra orð og upprunalega yfir skepnuna, og bakhlutann. Það var og er asinus á latínu og ónos á grísku, allt saman skyld orð og af sömu rót. Ansu á súmersku, svo langt nær þetta aftur. Einnig fór það snemma að þýða bjáni eða heimskingi.
Orðið dun á keltnesku gæti verið skylt dökkur á íslenzku. Donkey gæti því verið dönkni á íslenzku, sem nýyrði, dökkleit, hæggeng, blíð og smágerð skepna af þessu tagi.
Guðjón Hreinberg vakti athygli mína á þessu vandamáli, nýyrði yfir donkey. Þar sem ég hef útlistað upprunalega merkingu donkey sem tengist lit og neikvæðum eiginleikum er auðveldara að halda áfram með nýyrðasmíð, ef dönkni þóknast mönnum ekki nógu vel. Mér finnst það hljóma ágætlega, en þarf að venjast eins og annað.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 102
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 802
- Frá upphafi: 133348
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.