Maður missir áhugann á frægð

Eitt sinn átti ég auðvelt með að semja lög og texta, en þegar maður getur ekki lifað á listinni missir maður áhugann. Hæfileikar sem fara til spillis eru algengari en þeir sem nýtast til frægðar og ríkidæmis er nokkurnveginn það sem einn bróðir Þóru Arnórsdóttir sagði við mig, fyrrverandi skólabróðir. Það var gott hjá honum og rétt.

Það er eins með hæfileika á öðrum sviðum, ef maður hefur ekki áhuga á að mennta sig og komast í þannig starf sem þarfnast menntunar. Fólk er almennt orðið svo einhverft og kassalagað eftir marxíska djöflamótun í margra áratugi að það hvorki getur né kann að hegða sér öðruvísi en eftir skilyrðingum eigenda sinna.

Ég hef að mörgu leyti ekkert þroskazt frá því ég var unglingur og vildi ekki læra heima því ég taldi mig vera að læra fyrir aðra, fyrir kerfið. Það var alveg rétt hjá mér. Á maður að iðrast þess að hafa verið of latur? Óbeitin á þrælkun hefur ekki breyzt. Sízt eftir að hún hefur raungerzt enn meira á minni ævi í kringum mig.

Ég hef í rauninni ekki lengur áhuga á að verða frægur eða vinsæll poppari. Ég virði ekki fólk nægilega mikils til að telja það upphefð eða eftirsóknarvert.

Ríkir verða menn aðeins ef þeir eru glæpamenn. Mín skilgreining á slíkri hegðun er að taka þátt í alþjóðlegum samsærum gegn mannkyninu. Hef ekki áhuga á því. Guð veit allt og virðing hans er dýrmætari en djöflanna fylgi þótt efnisleg gæði séu þar.

Að vera frægur meðal fífla og glæpamanna er aðeins fyrir trúða. Það er ekki til að stuðla að sjálfsvirðingu eða réttlætingu á syndum og misgjörðum í fyrri lífum.

Sá sem verður frægur og hylltur í Helvíti (eða í einu helvíti af mörgum) verður alltaf meðvirkur því sem þar gerist. Því er það svo erfitt að njóta hylli í Víti að það er varla hægt án þess að spillast.

Ef maður gerir eitthvað gott er kannski bezt að gera það fyrir sjálfan sig og láta engan vita af því. Ef maður býr til eitthvað sem á erindi til almennings er það eina rétt að þegja um það og að fara með það í gröfina. Í vítunum að minnsta kosti.

Þó má segja að það sé gott fyrir sálarheill og þroska að skrifa bækur sem ekki koma út, sem maður fer ekki með til útgefanda. Ef maður temur sér sjálfsgagnrýni og brýnir hana með aldrinum, þá getur maður orðið skárri útgáfa af sjálfum sér, og það er ekki til einskis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 63
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 843
  • Frá upphafi: 130015

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 639
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband