Læra má af sumum pistlum í DV, þótt það sé talið léttvægt af mörgum og sé þannig oft

Í gær (mánudaginn 6.11.23) kom þessi grein í DV: "Vill fá lækna til að taka aðra höndina af sér - telur sig eiga að vera fatlaðan".

Það er nú mörgum perlum kastað fyrir svínin í DV og annarsstaðar á meðan bullið er þar upphafið sem perlur, einsog glyslifnaður yfirborðsmennskunnar. Þannig hefur þessi pistill ekki fengið athugasemdir og litla athygli eins og margt sem skást er í DV eða jafnvel framúrskarandi gott, því hæfileikum luma þar greinilega einhverjir á.

Þessi pistill lýsir því hvernig fólk getur fengið mjög svo annarlegar ranghugmyndir um líkama sinn, og þetta er auðvitað aðeins eitt ýktasta dæmið, að vilja losna við líkamsparta sem ekkert amar að.

En til eru miklu, miklu algengari dæmi um þessa hegðun og mildari dæmi. Þau dæmi eru svo algeng meðal ekki sízt kvenna að rétt er að tala um faraldur. Er þar á ferðinni fituskömmin sem er efst á blaði, og svo óánægja með eitt og annað sem talið er að mætti betur fara og flokkast undir lýtaaðgerðir. Mammon nokkur hagnast á þessu, og miðað við hversu margt er gert í hans nafni þá er ástæða til að ætla að hann sé raunverulegur ekki síður en jólasveinninn og fleiri fyrirbæri ósýnileg.

Síðan er það annað sem til dæmis Helga Dögg Sverrisdóttir hefur fjallað um og er þessu tengt, en það eru hugmyndirnar um að maður hafi fæðst í röngum líkama.

Dr. Helgi Pjeturss fjallaði um það í ritum sínum meðal annars að hystería væri gríðarlega algeng í heiminum, svo algeng að kannski annar hver maður væri að þjást af henni, eða þannig mætti túlka orð hans um þetta sem eru fá en mjög merkileg.

Hann skrifaði um að fólk "setti snúð sinn á aðra", sem sé, að andleg áhrif væru að verkum í mannheimum svo til við allt.

Hann skrifaði rit sín flest snemma á 20. öldinni og því gat hann ekki tjáð sig um fyrirbæri sem enn voru ekki komin fram. En, vísindi hans útskýra mjög greinilega, og betur en þvæluvísindi mörg í nútímanum, hvers vegna margt er í nútímanum eins og það er. Fólk er andsetið, heilaþvegið, ekki með sjálfu sér. Það á við um ungar kynslóðir ekki sízt, sem eru mataðar af elítunni frá byrjun, fá takmörkuð mennsk uppeldisáhrif, en mikil uppeldisáhrif frá vélum eins og tölvum, snjalltækjum, afþreyingariðnaðinum.

Núna um langt skeð hefur verið fjallað um þann glæp gegn börnum sem var framinn á vöggustofum að aðskilja þau frá foreldrum sínum og banna þeim snertingu eða návist, og olli það þeim miklum skaða sem nú þarf að reyna að bæta þeim upp. Bæði hægriöfgastefnur og vinstriöfgastefnur döðruðu við þannig uppeldisaðferðir, Stalín, Hitler og fleiri, en hugmyndirnar lifðu fall einræðisherranna og enn er verið að kljást við þessi fyrirbæri.

Nema hvað, að á okkar tímum snjalltækja er staðan svipuð að einhverju leyti. Börnin fá vélrænt uppeldi snjallsímanna, sem eru uppalendurnir enn frekar en lífrænir foreldrar, upp að einhverju marki. Einnig vantar alveg enn eldri kynslóðir með þeirra þekkingu.

Ekki er það skrýtið að blessuð börnin fari niður í bæ að berja jafnaldra sína eða aðra þegar Snjallsíminn skipar þeim það.

Við þurfum að útrýma þeirri hugmynd að ekki sé hægt að skilyrða heila kynslóð til vitleysu. Nútíminn hefur sýnt að það er hægt.

Ef Bill Gates telur að offjölgun ríki á Vesturlöndum finnast ráð við því og ekki nauðsynlega bara pillur.

Við erum gapandi fávitar í fávizkufabrikku auðmenna sem eiga okkur og telja sig eiga anda okkar og sálir líka. Búið er að úthýsa Guði, guðum og vættum, en þjófnaðurinn á þeirra veiðilendum er verkefni sem enn er verið að streitast við af elítunni.

Vinur er sá er til vamms segir er gamalt og gott orðtæki.

Þegar heimur andans og sálarinnar er ekki lengur talinn til er hægt að láta greipar sópa á þeim markaði án þess að neinar reglur gildi.

Þar fer því elítan fyrst að reyna að sölsa undir sig allt steini léttara.

Sá sem elskar þjóð sína og einstaklinga þjóðarinnar lætur ekki allt yfir sig ganga og trúir ekki öllum opinberum skýringum sem eiga að teljast réttari en almenn skynsemi eða alþýðuspeki aldanna eða trúarbrögð sem hafa gilt um árþúsund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 66
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 725
  • Frá upphafi: 127268

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband