Offramboð á marxískum menntasnobbsflokkum, VG, Pírötum. Vantar gamaldags verkamannaflokka og kjarabaráttuflokka. Samfylkingin græðir á þeim nýju (endurvöktu) áherzlum.

Ég gramsaði í DVD og VHS safninu mínu því mér leiddist RÚV dagskrá helgarinnar. Ég fann gamalt Silfur Egils frá febrúar 2017. Þar var viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, í enda þáttar, stórkostlegt. Það kom mér á óvart að frændi minn Jón Baldvin spáði því fyrir 6 árum að hætta væri á innrás Rússa í Úkraínu!!! Hefur þetta viðtal alveg gleymzt og slíkar pælingar fróðra og reynsluríkra manna?

Það eina ranga í því sem hann sagði var að hann hélt að Pútín myndi auðveldlega ná Úkraínu á sitt vald. Hann gerði sízt ráð fyrir því að Bandaríkin og öll Vesturlönd myndu ausa í þá vopnum. Hann talaði um hnignun Evrópu og Bandaríkjanna, og þetta var það eina sem hann spáði ekki fyrir um í sambandi við Úkraínustríðið.

Af þessu má læra að fyrst Jón Baldvin vissi þetta fyrir 6 árum hefði það varla átt að koma heimsbyggðinni á óvart, eða þeim sem geta talizt með svipað mikla reynslu og Jón Baldvin Hannibalsson, en það hljóta þó að vera fjölmargir í öðrum löndum og hér, á þessum aldri, komnir vel á áttræðisaldurinn eða meira, en ernir vel.

Að horfa aftur á svona gamalt viðtal, frá 2017, segir manni einnig að margt í fjölmiðlum er blekking, eins og undrunin yfir innrás Rússa í Úkraínu. Reynt er að telja fólki trú um eitthvað sem er ekki rétt eða málið.

Það sem Þórður Snær sagði eða Ásta Pírati hefur ekki þessa sterku skírskotun í dag, í nútímanum. Þetta fólk tók dæmi örfá ár aftur í tímann eða að Hruni, (2008) og ekki var speki þess mikil miðað við speki Jóns Baldvins. Það talaði um einkavæðingu bankanna, í ýmsum skrefum, og enn er rætt um það efni.

Einnig talaði hann um að kerfið væri að reyna að þrengja að Trump, og talaði um það 1% mannkynsins sem ætti nær allar eignir mannkynsins og fjármuni, og mikið væri um það ofurríka fólk í Bandaríkjunum, þar sem misskipting væri mest í hinum þróaða heimi, eins og hann orðaði það.

Allt á þetta jafnvel enn betur við í dag en fyrir 6 árum. Þetta er sú heimsmynd sem fólk þarf að kynna sér og læra um í dag.

Ef ekki væru gelgjur og unglingar að stjórna landinu og frekar reynslumikið fólk eins og Jón Baldvin mætti búast við skárri árangri. Þegar ég kalla stjórnmálamenn nútímans gelgjur og unglinga er ég ekki að vísa í árafjöldann, Bjarni Benediktsson er til dæmis jafngamall og ég, ég á við að femínisminn finnst mér það sem hæfir slíkum aldri.

Allt sem Jón Baldvin sagði um skort á vinnubrögðum og hugsjónum fyrri tíma á fullkomlega vel við, og enn betur en 2017.

Kristrún, formaður Samfylkingarinnar virðist þekkja til þessara sígildu fræða um lýðskrum, og hvað almenningur vill, en aðrir flokkar eru flestir komnir langt út af því spori og óánægja fólksins í landinu vex með það stöðugt.

Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra segist vilja vinna gegn verðbólgunni, en hvar eru efndirnar? Hvar er þetta sem dugar til að kjör fólksins í landinu skáni aftur, sérstaklega þeirra lægstlaunuðu?

Til að laga menntakerfið þarf eitthvað mikið að gerast og til að bæta lesskilning barna. Kannski ef hætt væri að hrúga inn fólki erlendis frá myndi ástandið lagast, og ef málræktarátök hæfust að nýju, gamlar bækur í stað tölva í skólunum, þættir um íslenzkt mál aftur á dagskrá útvarpsins, og þar fram eftir götunum.

Síðast en ekki sízt, ef ömmur og afar eða langömmur og langafar væru meira inni á heimilunum en ekki á elliheimilum, þá væri samfella í menningunni en ekki þetta ömurlega og eilífa rof.

Fólk sem lítur í kringum sig í þjóðfélaginu sér rof á öllum sviðum þjóðfélagsins, í trúmálum ekki sízt.


mbl.is Ungir Píratar leggjast gegn sparnaði í menntamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 126190

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 571
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband