Metooliðið í kirkjunni og RÚV og áhrif þess

Ég horfði á þátt Gísla Marteins á föstudagskvöldið, Vikuna, og af þeim þætti spratt síðasti pistill minn. Án þess að ég sé ósáttur við þann pistil, margt gott í honum, þá má segja að maður mengast af viðhorfunum í RÚV ef maður horfir eða hlustar. Þau eru alveg til vinstri, og sem unglingur var ég talsvert hlynntur þannig viðhorfum, og hef sennilega alltaf verið blandaður og jafnaðarmaður að einhverju leyti, og því geta vinstrimenn einnig náð til mín og sannfært mig og jafnaðarmenn.

Hið rétta með séra Friðrik er auðvitað að ekkert er sannað eða fullsannað í því efni. Langflestir eru komnir undir græna torfu sem muna eftir honum eða hafa sögur frá sjálfum sér og samskiptum við hann. Einnig er það svo að jafnvel þeir sem hafa farið yfir mörkin hjá fólki gera það yfirleitt ekki eða aldrei hjá öllum, og því aðeins líklegt að takmarkaður fjöldi af slíkum frásögnum sé til meðal þeirra sem enn eru á lífi og muna eftir honum.

Pistill Páls Vilhjálmssonar um þetta í gær var mjög góður og sannfærandi, og hann er ekki sammála mér og fólkinu í RÚV greinilega, og það sama má segja um mjög marga hér á blogginu, kannski flesta, að hér ræður íhaldið, en einnig las ég athugasemdir í DV, og sá að þar skiptist fólk alveg í tvo hópa, og virðist það mjög áberandi að hægrimenn standa enn sem fyrr með kirkjunni og séra Friðrik en ekki vinstrimenn. Það er ekki gott fyrir sannleikann að þetta sé þannig, því hvaða mark er takandi á fólki ef það trúir eða trúir ekki í samræmi við stjórnmálaskoðanir og trúarviðhorf eingöngu, að þar sé ekkert rými fyrir rökhyggju, gagnrýna hugsun, að efast um sína eigin sannfæringu og sinna?

En þegar Agnes biskup talar alveg eins og Metooliðið þá finnst manni sjálfkrafa að séra Friðrik hafi verið stórglæpamaður og allt sannað sem hann á að hafa gert af sér. Lagið "Saddam átti syni sjö" eftir Sverri Stormsker finnst manni þá eiga við hann, eða "Snæfinnur hórkarl", og svo framvegis.

Kirkjuleg yfirvöld eru ekki að reyna lengur að vera íhaldssöm. Það er liðin tíð, hvort sem þau græða á því eða ekki.Þau leika með veraldlegum öflum, og því er von að fólk sem reynir að átta sig á sannleikanum fari að trúa því sem haldið er fram í RÚV.

En engu að síður reyni ég að vera hlutlægur, og stundum sé ég ástæðu til að fjalla um einhverja hlið sem ég hef gleymt eða vantrækt fram að því, ef ný sannfæring knýr dyra.


mbl.is Borgin þarf meiri tíma til að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband