3.11.2023 | 01:19
Fjandans fúlar kosningar, ljóð frá 24. apríl 2009.
Þetta er samið daginn fyrir kosningadaginn 2009 þegar Jóhönnustjórnin komst til valda og skjaldborg var slegin um auðróna en ekki almenning, auðvitað þvert á loforð og heitstrengingar, hvað annað?
Ég hafði eitthvað haft veður af því að vinstrisveifla var í Búsáhaldabyltunni, skynjaði það og var ekki að fullu sáttur. Þetta ljóð lýsir einhverju í þá áttina.
Þetta er ágæt lýsing á tíðarandanum á þessum tíma, fyrir suma að minnsta kosti, sem ekki voru sammála áherzlunum í fólkinu sem komst til valda í Búsáhaldabyltingunni, fólkinu sem fannst þær áherzlur of mikið til vinstri. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta voru gildrur sem voru egndar fyrir okkur og sem smullu og við vorum fórnarlömb frekar en gerendur. Því lýsti ég í mörgum ljóðum, meðal annars þessu.
Var búinn að missa trúna á þessa byltingu snemma því þjóðernishreyfing var þetta ekki og því ekki alveg mér að skapi, og ég fattaði að við fengjum eitthvað svipað til valda, að engin breyting yrði, og það gekk svo sem eftir. Svona er þetta ljóð.
Fjandans fúlar kosningar,
fyrir þér nú skipa.
Hvaða ræflar sigla þjóðarskútuskepnu í strand
og skrattaráðin niður hripa?
Lofa ljúgandi öllu,
leitt er pakkið.
Gamalt væri skárra skar
er skilning hefði, band.
Þó ei þakkið
þetta fyrir, lýk því máli snjöllu.
Fáum kannski kommagrey,
krataræfla og dulur.
Hvað með draslið? - Eða Sjalla, íhaldspésa, bull,
ennþá vinna flottar þulur
á gömlu Gufunni þinni
glasaskjásins.
Ætti að segja aðeins nei.
Ekki fæ það full.
Minnist másins.
Minnka líkur á að góður vinni.
Nenni varla að kjósa klár.
Kemur ei að gagni.
Kerfisþrælar ræna öllu, blekkja bara þig,
þótt blíðuhótunum ennþá fagni.
Ef þær birtast og brosa
bara sætar.
Hörð nú verða harmatár
er heimskar veröld sig,
móðar, mætar.
Málin kunna ei réttan veg að toga.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 107
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 525
- Frá upphafi: 132438
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.