1.11.2023 | 03:16
Fóstureyðingaklíníkin sem Rússar sprengdu í Úkraínu og kom í fréttum
Ekki er skrýtið þótt upprunalega íslenzka þjóðin sé að deyja út, á sama tíma og met er slegið í innstreymi fólks að utan. Stöð 2 fjallaði um það í gær í Íslandi í dag að ung kona, 18 ára, lenti í því að enginn í heilbrigðiskerfinu taldi hana ólétta þótt svo væri og vildi hún láta eyða fóstrinu, en þá var það of seint, því langt var liðið á meðgönguna. Þó eru tilvonandi foreldrar ánægðir núna eftir að hafa sett þetta inní sín plön, en svona er eigingirnin mikil, kynlíf er stundað til ánægju en ekki endilega svo oft til barneigna. Það sýnir einhvernveginn hvernig of óvenjulegt er að þær sem eru 18 ára eignist börn, en á tímum foreldra minna var það mjög algengt, og það er jú eðlilegt því líkami kvenna er þá frjósamari en síðar. Þannig að menningin er helstefnumenning og sjúk. Femínisminn á þar stærstu sökina.
María mey var innan við fermingu þegar hún eignaðist Jesúm Krist segja guðfræðingarnir mér, vinir mínir og kunningjar, sem hafa farið í Guðfræðideild Háskólans. Þannig var þetta í gegnum aldirnar, að stúlkur hófu barneignir snemma á unglingsaldri, og voru gefnar sér eldri mönnum einatt.
Þessu tengt er svo önnur frétt sem mér þótti sláandi og kom nýlega annaðhvort í RÚV eða kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hún var svona: Rússar fleygðu sprengju á fóstureyðingabæli í Úkraínu, og tugir lækna dóu í sprengingunni. Fréttin átti að vekja samúð með Úkraínu og aukið hatur á Rússum, en það er samræmd fréttastefna á Vesturlöndum, sem kemur frá peningasmiðju Reuters og þannig veitum, og inná stóru fréttastofurnar á Norðurlöndum og víðar að skapa hatur á Rússum en samúð með Úkraínu. RÚV að sjálfsögðu gleypir við því.
Nema hvað að ég er nokkuð ónæmur fyrir þeim áróðri, hann er of augljós.
Það fylgdi þessari frétt sem var fyrir rúmlega viku eða svo, held ég, að hundruð eða þúsundir barna eru drepin í móðurkviði í Úkraínu árlega. Rússar eru ekki á þeirri sömu stefnu.
Í kjölfarið fór ég aðeins að pæla í þessu og setja dæmið öðruvísi upp.
Ef Hitler hefði sigrað seinni heimsstyrjöldina væri ástandið í heimsmálunum annað á okkar dögum, það er alveg pottþétt, því almenningur réttlætir ríkjandi ástand eins og háskólafólk og aðrir sérfræðingar. Ef Hitler hefði sigrað seinni heimsstyrjöldina væru allir með litla gasklefa í garðinum hjá sér til að útrýma börnum sem myndu fæðast of dökk eða ekki af ljósum kynstofni, eða ekki í samræmi við kröfur sigurvegaranna á annan hátt, því þesskonar hugmyndafræði væri eins sjálfsögð og eins mikil mannréttindi og að fara í fóstureyðingu í okkar menningu.
Setjum dæmið öðruvísi upp.
Ef Rússar hefðu nú sprengt upp útrýmingabúðir eins og þær sem til voru á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en ekki fóstureyðingaklíník, myndi okkar menning þá fagna slíku hryðjuverki og telja það hetjuverk? Eru líf mismikils virði?
Ég bara get ekki varizt því að mér finnst að margskonar siðfræði sé til, en ekki aðeins sú eina siðfræði sem er hampað í okkar menningu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.