Hvað er ekki gert fyrir enn meiri frægð og frama, að endurvekja slíkt?

Að Bítlarnir skyldu hætta nokkuð snemma var eitt það dapurlegasta í sögu poppsins. Hér eru gamlir menn að reyna að hressa uppá ferilinn með því að nota upptöku og tónsmíð Lennons.

Það sem vantar er ýmislegt, eins og að Bítlalögin gengu í gegnum ferli slípunar og mörg þeirra voru ekki hljóðrituð, því John og Paul þóttu þau ekki nógu góð.

Magnús Kjartansson orðaði þetta vel um árið, 1995, að það sem verið væri að endurvinna af óútgefnum tónsmíðum Lennons væri ekki fyrsta flokks, hefði endað á B-hliðum smáskífa áður. Free as a bird sýnir þó að Lennon var yfirburðamaður. Eins og McCartney átti hann auðvelt með að semja 10 sinnum betri lög en aðrir.

Julian Lennon hefði átt að fylla í skarð föðurins á meðan George Harrison var á lífi. Hann á reyndar einnig son sem er í tónlist.

Julian hefur svipaða rödd og faðirinn, en lagasköpunarhæfileikarnir eru mun minni.

Á ákveðnum tímabilum er líklegt að Bítlarnir hefðu náð aftur saman. Það var undir John Lennon komið að miklu leyti. Árið 1974 er til léleg upptaka með honum og Paul McCartney. Týnda helgin hans var tími leitar, og þá hefði hann mögulega verið til í Bítlasamstarf. Það ár voru Wings í hálfgerðu hléi líka.

Áður en John var skotinn árið 1980 fór hann aftur að hlusta á Bítlalög og leita að gamla hljómnum. Þá hafði honum reyndar orðið sundurorða við Paul, en aðeins léttilega sennilega.

Double Fantasy með John og Yoko, síðasta fullkláraða platan, fyrir utan Milk and Honey, sem var næstum frágengin, minnir á Bítlana. Þar er John aftur farinn að semja hreinar og klárar laglínur, þetta sem hann skammaðist sín fyrir, barnalega ástarsöngva og slíkt.

Það er mögulegt að Bítlarnir hefðu byrjað aftur, hefðu atvikin verið öðruvísi. Eftir 1980 fór tónlistarferlinum að fara aftur hjá eftirlifandi Bítlum. Ef John hefði verið lifandi þá er mögulegt að freistingin að endurvekja frægðina hefði dregið þá saman, eða vinskapurinn gamli.


mbl.is Nýtt bítlalag gefið út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 85
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 127287

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband