19.10.2023 | 13:13
Á ráðastað, ljóð frá 19. marz 2013.
Ef krafan ýtir kúpli á ráðastað,
við kunnum hann þó vel að meta.
Hitti þig úti, svo einstök var búð,
æskan var liðin, þau skilið það geta.
Harmar þar við hennar gerði,
hafnir kveðja trúð.
Einhverf ekki lengur
unga stúlkan verði.
Kúrerar og kemst á blað,
kurfa vill þig drengur.
Ef heilsar stúlkan hann það gleður víst,
en hortugleikinn innar smýgur.
Mandölur, samvizkan, monsér og korn,
moldvörpulærdómur, trauðla svo vígur.
Enginn verður viss af þessu,
vængfrú ber þau horn.
Lærir, skilur lýður?
loks að einni klessu?
Það er aðeins þorstans tíst,
þeim svo hafnar stríður.
Sjá vöxtur getur glatt hann, birtu sköp!
Er gæfan undir mælikeri?
Reglurnar hefta þig, óttinn þar allt,
endalaus hefting á valdfirrtu skeri?
Finndu vin sem líka leyfir
lostann, treysta skalt!
Ertu að opna faðminn
eða lokast, reyfir?
Loksins einsemd heyrði um hröp,
en heimskan leyfir baðminn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 126
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 132672
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 449
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.