Gera stjórnmálamenn aldrei mistök?

Titill þessarar fréttar ("Frelsishetja eins hryðjuverkamaður annars") opnar augu þeirra sem taka einn málstað fram yfir annan um hvað friðarmál snúast og margvísleg heimspeki, nema hvað heimspeki er flókin og snýst ekki um eitt málefni heldur margvísleg málefni, en hún kennir oft að losna úr hjólförum einstefnunnar og kreddufestunnar, trúarkredda eða stjórnmálakredda. Þegar maður byrjar að setja sig inní hvað stríð snúast um þá getur endað með því að maður eigi erfitt með að taka afstöðu. Deilur um landsvæði geta verið flóknar og erfiðar. Jafnvel hugtak eins og sjálfstæði er ekki eins einfalt og maður gæti haldið.

Ég hef haldið því fram og verið viss um það að við Íslendingar séum ekki sjálfstæðir. Við erum undir bandarísku áhrifavaldi, eða Nató áhrifavaldi, ef menn vilja orða það þannig frekar.

Menn ættu ekki að vantmeta (þetta orð hef ég viljandi svona) áhrif bandaríska hersins og hernámsliðsins jafnvel þótt hann sé farinn núna.

Ég nefnilega hef myndað mér skoðun á þessu máli eftir að hafa kynnzt mörgum af þessari kynslóð foreldra minna. Einnig vegna þess að ég man eftir því hvað fólk af kynslóðinni þar á undan hafði að segja og fussaði sumt og sveiaði yfir þessum útlendu hernámsliðum.

Bandaríski herinn gerði Íslendinga ríka og svo Marshallaðstoðin og svo öll þessi viðskiptabandalög, auknar fiskveiðar og fjölmargt af því taginu.

Nú er það svo að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa notað þetta til að hreykja sér hátt í ræðum á 17. júní og um áramót allar götur síðan. Renna tvær grímur á suma að vísu þegar ljóst er hvernig heimsmálin hafa þróazt fyrir botni miðjarðarhafs og sumt af því vegna Íslendinga.

Já, ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segja að Ísland hafi farið úr því að vera eitt fátækasta land í heimi yfir í að verða eitt ríkasta land í heimi - og eitt spilltasta land í heimi vilja sumir bæta við, að vísu, sérstaklega Gunnar Smári Egilsson og fólk sem er sammála honum. Hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn miskunnarlaust, og ég tek eftir þeim málflutningi, hef alltaf verið þannig að andstæður málflutningur vekur áhuga minn, og finn oft þar einhver sannleikskorn.

En Íslendingar eru fyrst og fremst kúguð þjóð og ósjálfstæð í eðli sínu, smáir og fullir af minnimáttarkennd. Það hefur ekkert breyzt með komu Nató og bandaríska hersins eða auðsins og þátttökunnar í því sem þykir merkilegt.

Ef eitthvað sjálfstæði fannst í þjóðinni á landnámsöldinni er búið að berja það úr okkur fyrir löngu, og kúga það úr okkur með erfiði og þrældómi aldanna, þjáningu og niðurlægingu.

Þessvegna finnst mér það alltaf jafn fyndið þegar Selenskí í Úkraínu talar um frelsi og sjálfstæði frá Rússum, það er að segja vestrænt sjálfstæði. Það er svo augljóst að þetta er ofbirta þess sem þekkir ekki málin innanfrá, heldur hefur alizt upp við Hollywoodmenninguna og fyrirlítur hina rússnesku og hefðbundnu menningu sem hreyfist eftir öðrum lögmálum og er rótfastari nú um stundir í kristinni trú, eða þeim hefðum sem þar hafa mótazt í gegnum aldirnar, frekar en kvennaguðfræði Vesturlanda sem er allt annað fyrirbæri.

Þegar Hollywoodmenningin hefur gert almenning að þrælum og ambáttum fýsna og hvata, eða þrælum dauðasyndanna sjö, þá er erfitt að sjá mikið frelsi í þeirri menningu eða sjálfstæði.

Það er svo augljóst þegar þannig stendur á að Selenskí er keyptur til að þruma sitt rugl yfir heimsbyggðinni og sínu fólki. Maður þarf ekki að lesa samsærissíður á netinu til að vita það, það eina sem þarf er að draga ályktanir af málflutningi hans og skorti okkar Íslendinga á sjálfstæði á sama tíma og við eigum að kallast sjálfstæð þjóð, jú, efnislega og samkvæmt lögunum, en alls ekki menningarlega eða andlega.

En mér finnst margt skrýtið við þessi bankasölumál. Ef maður líkir ríkissjóði við heimili sem er rekið þá er það svo að stórar eignir eru seldar þegar kreppir að á stórum búum eða heimilum.

Fyrir síðustu kreppu voru bankar einkavæddir og seldir og í hrunskýrslunum er því lýst hvernig það gerðist í aðdraganda Hrunsins og ýtti undir það. Einkavinavæðingin, sjálftökuliðið og allt það.

Sigmundur Davíð eða einhver annar held ég að hafi bent á það hvernig það hefði verið óþarfi að selja ríkiseignir ef kófið hefði ekki komið til, rándýr "bóluefni" keypt að utan sem sumir segja að hafi verið stórhættuleg eða gagnslaus að minnsta kosti. Auk þess þjóðfélagið í lamasessi lengi.

Sko, titill þessa pistils er, "Gera stjórnmálamenn aldrei mistök?" Þeir afsaka sig og vilja ekki viðurkenna mistök. Jafnvel í Svíþjóð vilja menn ekki læra af reynslunni. Jafnaðarfasistarnir vilja ekki hleypa Svíþjóðardemókrötum að, á meðan hægt er að brenna landið enn meira til grunna og græða á því.

Menn segja af sér, jú, en samt ekki. Það er semsagt öðrum að kenna samt.

En fyrst og fremst ætti fólk að íhuga hvað felst í sjálfstæði þjóðar.

Ég ber virðingu fyrir mönnum eins og Jónasi Hallgrímssyni, Einari Benediktssyni, Hannesi Hafstein, og fleiri slíkum. Þeir börðust nefnilega margir uppúr fátækt og erfiðum kjörum og hættu ekki fyrr en árangri var náð, í gegnum heilsuleysi oft og þrátt fyrir margskonar erfiðleika.

Síðan eru það ábyrgðarlausar konur í pólitík sem láta undan lýðskrumi. Þeirra stjórnmál snúast um lægsta samnefnarann. Samvizkan er ekki til sem slík, heldur hvötin til að vera sem mestur lýðskrumari.

Þær gleyma ömmum sínum og formæðrum sem misstu fjölmörg börn og áttu jafnvel 10 börn um ævina, og þurftu að takast á við erfiða karla og allskonar aðstæður aðrar.

Harðræðið þroskar og herðir, býr til hetjur.

Okkar nýríku þjóð hefur ekki að ástæðulausu oft verið líkt við þjóðir Suður Ameríku, þar sem spilling hefur sumsstaðar verið mikil. Menningarþjóð verður íslenzka þjóðin ekki af því einu að eiga fræg fornrit, heldur að búa að alþýðumenningu sem er auðug og rík og sem ekki er varpað fyrir róða heldur er virt sem heilagt vé.

Þannig var Evrópumenningin. Þessvegna var Evrópa nefnd Gamli heimurinn í nokkurskonar virðingarskyni. Það vita allir hvert Hollywoodmenningin hefur leitt heimsbyggðina og hvernig ástandið er núna. Þjóðir Evrópu eiga mjög erfitt með að búa til mótvægi, og ef þær gera það fá þær á sig stimpla sem Elítan hefur búið til, og eiga alls ekki vel við oft.


mbl.is Frelsishetja eins hryðjuverkamaður annars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Elítan nennir ekki svo mikið sem reyna að Íslenska "one man-s terrorist is another man-s freedom fighter."

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2023 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 729
  • Frá upphafi: 127518

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband