Hraðinn eykst í samfélaginu og hraðinn í tækninni einnig. Hvað þola líkamarnir mikið af breytingum?

Ég hef úttalað mig um heimsmálin í bili, ég skrifaði stutta og fremur hlutlausa grein um þau mál og finnst hún nægja. Þó er alltaf af nógu að taka. Í löngum pistlum fræðimanna og þeirra sem eru grúskarar eru gullkorn sem getur verið gaman að skoða betur og fjalla um, hafi maður eitthvað um slíkt lesið.

Í langri grein meistara Hreinbergs minntist hann á að "5G sendarnir fínstilla tíðnina eftir því hvernig tilfinningar séu æskilegar meðal fólks hverju sinni." Það vill nú þannig til að ég hef tiltölulega nýlega keypt mér bækur sem ekki voru um þetta eingöngu, en þar sem höfundarnir koma inná þetta, og tengja saman kófið og ýmislegt annað við þetta.

Ég ætla ekki að þykjast vita sannleikann um þetta, 5G tæknina eða annað, en, þó vil ég segja að mér finnst full ástæða til að taka mark á þeim sem telja hér að einhver mörk séu á þessu og hvort þetta sé heilsusamlegt fyrir fólk eða önnur of þróuð tækni, óþarflega, það er að segja, gjörsamlega.

Vandinn við samsæriskenningarnar um 5G tæknina er að þær eru frekar fjölskrúðugar. Sumir halda því fram að hún skipti miklu máli í að rífa niður mótstöðuþrek fólks gegn sjúkdómum og pestum, aðrir halda að hún sé hluti af múgstjórnun og múgsefjun.

Ein áhugaverðasta kenningin kom fram um 2020, sem fjallaði um það að Covid vírusinn og 5G tæknin ynnu saman að því að gera fólk veikt, og vísað var í að mestu útbreiðslustaðir veikinnar voru þar sem nýjum 5G sendum hafði verið komið fyrir, þá í Wuham í Kína og á Ítalíu, og svo víðar. Tilviljun? Kannski ekki, en það er ekki gott að segja.

Bylgjur geta gert fólk þreytt, að minnsta kosti, og kannski veikt. Þær dynja á fólki eins og létt högg. Ég á frænku sem oft hefur frætt mig um þetta og hún telur rafbylgjur kannski aðalástæðu fyrir því að hún er ekki eins hraust og hún óskar sér. Hún er því skiljanlega mjög andsnúin 5G kerfinu og öðrum áformum af því tagi.

Núna í sumar eignaðist ég bók eftir ótrúlega mikinn samsærisnörd á ensku, og hann fléttar saman geimverufræðum og 5G, en reyndar hafa margir gert það. Telur hann að annaðhvort hafi geimverur yfirtekið jörðina eða muni gera það og 5G tæknin sé hluti af því, og kófið.

Síðan á ég aðra bók sem er eldri, og þar er fjallað á svipaðan hátt um þetta. Sá höfundur er mun jarðbundnari, en kemst að svipaðri niðurstöðu. Það er líka fremur stutt síðan ég eignaðist þá bók, en hún er meira um breytingar sem höfundurinn telur væntanlegar.

Síðan má ekki gleyma þeim sem fjalla um Endurræsinguna miklu, Elítuna og svipuð atriði. Þar er oft þessu fléttað inní líka.

Það er mjög furðulegt hvernig fólk telur sig nauðsynlega þurfa tækninýjung sem er tízkubylgja, þótt það sem fyrir er dugi alveg. Jens Guð poppfræðingur kom með stórkostlega góða grein í gær um lýtaaðgerðir og áhrifagirni, það er bara fyrirbæri sem tengist þessu líka, svona hegðun.

Eins og ég kom inná áðan, það er engin leið að vera viss um þetta, þegar opinberlega þessu er öllu hafnað, en mýgrútur samsærisnörda fjallar um þetta.

Þó er það alveg víst að fólki er ekki sjálfrátt og það þeysir áfram eins og andsetin svínahjörð, eins og þessi sem Kristur setti vondu andana í, samkvæmt Biblíunni, frekar en yfirvegað og rólegt fólk sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir alltaf.

Ég er hættur að kynna mér samsæriskenningar að ráði, og hættur að nenna að lesa bækur í gegn, renni yfir þær á hundavaði. Ég hef reyndar sjaldan verið fyrir mikinn bóklestur, var það heldur ekki í skóla. Þó eru til bækur sem ég hef sýnt þá virðingu að lesa þær spjaldanna á milli. En þegar maður hefur lesið einhvern slatta af "góðum" bókum þá þarf maður ekki að lesa mikið meira, þá skilur maður þetta allt og fátt kemur manni á óvart í raun.

Ég held þó að fólk ætti að vera meira á varðbergi gagnvart 5G og öðrum tækninýjungum. Að minnsta kosti er ekki rétt að telja alla ómarktæka sem búa til samsæriskenningar um þetta eða fjalla um þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 96
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 844
  • Frá upphafi: 130129

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 644
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband