7.10.2023 | 22:42
Friður hefur ekki komizt á í Palestínu hingað til með því að fordæma annan aðilann
Þessi árás var ekki gerð í tómarúmi. Sú var tíðin að vinstrimenn stóðu með Palestínumönnum en hægrimenn með Ísraelsmönnum. Mannfallið er miklu meira hjá Palestínumönnum og þeir eru verr vopnum búnir, fyrir utan að stöðugt er verið að þrengja að þeim á Gaza ströndinni. Það virðist því ekki vera mannúð sem vakir fyrir Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra, heldur eins og svo oft áður samstaða með Bandaríkjamönnum og þeirra áherzlum.
Stjórnin sem nú er komin til valda í Ísrael er af flestum talin harðlínustjórn og jafnvel öfgastjórn, jafnvel af stórum hluti landsmanna sem eru þar. Í því ljósi þarf einnig að athuga þetta. Það hlýtur að auka spennuna og reiðina hjá mótaðilanum.
Alveg eins og þegar Þórdís Kolbrún tekur afstöðu í Úkraínustríðinu þá lítur hún hér á aðra hlið málanna og telur að unnt sé að leysa þetta bara með því að standa með öðrum aðilanum, sem Bandaríkjamenn styðja.
Svona stjórnmálamenn eins og Þórdís Kolbrún eru ekki þroskaðir stjórnmálamenn, þeir taka ekki eigin afstöðu, heldur bergmála hæsta öskrið sem kemur frá Bandaríkjunum, sem eru enn eitt voldugasta herveldið í heimi, ef ekki það voldugasta, þótt efasemdaraddir séu komnar fram um það líka.
Ísland fordæmir hryðjuverk Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 83
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 887
- Frá upphafi: 133832
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlutleysi er bundið í Almenn hegningarlag - Elítan er siðlaus.
Guðjón E. Hreinberg, 8.10.2023 kl. 00:59
Afsakið; Almenn hegningarlög.
Guðjón E. Hreinberg, 8.10.2023 kl. 00:59
Já vissulega, en við vitum líka að landslögin eru eins og konfektmolar. Þú velur þér það sem þér finnst gott og svo hunzarðu hitt. Elítan er vissulega siðlaus. Það var samt í góðu lagi þegar alvöru hægristefna var ríkjandi á landinu, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var sterkur. Ég er ánægður með Áslaugu Örnu þessa dagana, hún þorir að gagnrýna Svandísi úr kommafylkingunni sem hún vinnur með. Áslaug Arna sýnir alvöru forystutakta, sem Bjarni virðist því miður hafa misst. Sterkur Sjálfstæðisflokkur leiðir og setur leikreglur eins og hún veit, en fer ekki eftir leikreglum kommanna. Þannig var þetta fyrr á tíð og þá kaus hálf þjóðin Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þá var framsóknarmennska það sem felst í orðunum, forystuhæfni, en það orð hefur nú einnig fengið andstæða merkingu, að hörfa og hræðast og gegna valdinu.
Mér finnst svolítið leiðinlegt að virðulegir ráðherrar gefa yfirlýsingar og fólk reynir að trúa því sem heilögum sannleika, en allt er þetta pólitík.
Ef Þórdís Kolbrún gerði eins og Áslaug Arna, að gagnrýna ríkjandi stefnu og sýna sjálfstæði, þá fyndist mér hún strax mun betri ráðherra.
Ingólfur Sigurðsson, 8.10.2023 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.