4.10.2023 | 18:52
Í frétt í DV í dag kemur fram að Rússar búast við að beita kjarnorkuvopnum ef í nauðirnar rekur. Þá eru sýklavopnin skárri, sem aðeins drepa fólk.
Ég vil vekja athygli á því sem hefur framhjá mörgum - eða flestum, "Rússar undirbúa stjórstyrjöld," er DV frétt sem birtist í dag, en það sem kemur fram í fréttinni snertir alla jarðarbúa. Heimska Vesturlanda hefur nú náð nýjum hæðum því Rússar eru farnir að gera ráð fyrir því að beita kjarnorkuvopnum, og tala nú um opið stríð gegn Vesturlöndum öllum. Með því að sjá Úkraínu fyrir vopnum er búið að valda þvílíku mannfalli í Rússlandi að þeir neyðast til að stigmagna stríðið svona.
Vitfirringar og stríðsglæpamenn búa nú í hverjum manni á Vesturlöndum sem aðhyllist femínismann og jafnaðarfasismann.
Í kalda stríðinu var talað af skynsemi um að aldrei mætti magna upp þessa hættu á kjarnorkustyrjöld. Það er ekkert launungarmál að fávitar á Vesturlöndum, (femínistar, sem eru eiginlega allir á Vesturlöndum) telja það hættulegra að lúta valdi feðraveldisins heldur en að deyja í kjarnorkustyrjöld. Þetta er alfullkomin vitfirring Vesturlandabúa sem drepa sig úr dópi frekar en að aðhyllast réttar stjórnmálaskoðanir, sem eru kallaðar hægriöfgar núorðið.
Nú er hart látið mæta hörðu. Selenskí sem er forríkur orðinn og gjörspilltur af vestrænum fjármunum býr sig undir langvinnt stríð, (meiri gróða, meiri spillingu).
"Sjúkt þjóðfélag" skrifar Björn nokkur undir, spurningin er þessi: Eiga þau orð við Úkraínu, Vesturlönd, eða Rússland, eða öll þessi lönd?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 85
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 592
- Frá upphafi: 133030
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 453
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.