3.10.2023 | 00:57
Ef það er ekki til of mikils mælzt, lærið af Agli, þið góða fólk sem tókuð við þættinum hans.
Áhugalítill horfði ég á Silfrið. Skárra en ekkert segi ég um þann þátt, en glötuð tækifæri, ekki farið djúpt í málin, bara fleytt rjómanum ofanaf eins og í Kastljósinu.
Eins og ég hef skrifað um áður hafði Egill Helgason hæfileika til að fara á dýptina í málin á örskömmum tíma fyrir Hrunið 2008.
Við hann er ekki að sakast. Það er búið að binda hann og kefla bókstaflega, setja heftiplástur fyrir munninn á honum.
Ég kann nokkuð vel við nýja þáttastjórnendur, þau gera þetta faglega, allt er þetta áferðarfagurt og smurt, en léttvægt þó um leið.
Heimurinn er bara öðruvísi en fyrir Hrunið. Hrunið var skipulagt af Elítunni og Elítan telur sig vera í umboði ákveðinna máttarvalda, hefur vissulega til þess völd og rænda fjármuni, eða réttara sagt uppspunna fjármuni, froðupeninga, sem eru loftbólur, en segið ekki frá, þá kemur annað hrun, eða ekki.
Það er ekki skrýtið að heimurinn sé öðruvísi en fyrir Hrunið. Allt hluti af áætlun. Sú staðreynd að heimurinn ER öðruvísi en fyrir Hrunið SANNAR að Hrunið var planað, því var hrint í framkvæmd til að fá ákveðnar niðurstöður, óhagstæðar fyrir suma, hagstæðar fyrir aðra.
Galdur Egils Helgasonar var einfaldur. Hann hrúgaði saman ólíku fólki og lék leikbrúðumeistara sem veifaði höndunum, þess sem togar í spotta.
Auk þess sagði hann stikkorð sem æstu upp púkana í ólíku fólki. Þannig kom hann því til að rífast. Setningar voru sagðar sem innihéldu sannleika en ekki aðeins hið æfða leikrit réttlætisveruleikans.
Hið æsta fólk í Silfri Egils fyrir Hrunið sagði setningar sem geymdu gullkorn sannleikans. Sá sem horfði á imbakassann hló eða svitnaði og vaknaði til umhugsunar eins og eftir gott leikrit.
Annað snilldarlegt sem Egill Helgason gerði, sem arftakarnir gætu gert, ef þau hafa metnað í meira en yfirborðsmennsku, hann var sífellt að skipta um fólk í settinu og leyfði því mjög mörgum að taka, var sjaldan með drottningarviðtöl, en reyndi að fá flesta til að segja eitthvað virkilega krassandi.
Enn eitt snilldarlegt sem Egill Helgason gerði var þetta: Hann hafði ekki andúð á ólíkum skoðunum. Hann las eitthvað öfgakennt á bloggsíðum eða í athugasemdakerfum DV og LEITAÐI UPPI þetta fólk með öfgafullar skoðanir til vinstri eða hægri sem vakti athygli, og bauð þessu fólki að koma í þáttinn og eiga sitt augnablik af frægð, í 10 mínútur, áður en því var skipt út fyrir annað fólk.
Auk þess fékk hann útlendinga frá öðrum löndum með sérsvið sem mjög fáir Íslendingar þekktu og talaði jafnvel á frönsku, þýzku, ensku eða öðrum tungumálum. Þannig varð þátturinn enn meira spennandi og áhorfandinn varð að einbeita sér meira. Nú er Silfrið framhald af Kastljósinu. Því miður lítill metnaður, því miður sóun á hæfileikum og fjármunum skattgreiðenda.
Snotrar dömur af báðum kynjum gera þetta allt faglega. (Karlkynið er dautt og bannað, athugum það, og syndsamleg ósannindi að halda öðru fram). Ef það var þó áberandi að viðmælendur voru leikbrúður fyrir Hrunið þá er það enn meira áberandi núna.
Það er sumt sem er slæmt við það að vera með svo rýra stjórnmálaþætti. Nýtt Hrun fær ekki almennilega umfjöllun. Fólkið í landinu heldur áfram að vera fórnarlömb, þolendur en ekki gerendur.
Af hverju er farið aftan að öllum? Af því bara!!!
Það þarf ekki mikið til að gera þáttinn svolítið hvassari og dýpri. Spyrjið frá hjartanu en ekki út frá hræðslu pólitískrar rétthugsunar. Fáið viðmælendur sem hafa ekki svipaðar eða sömu stjórnmálaskoðanir, til vinstri.
Auk þess er búið að stytta þáttinn! Æ, hvílíkt metnaðarleysi!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 35
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 542
- Frá upphafi: 132980
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 410
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"lærði því mjög mörgum að tala... eða taka til máls." Í miðjum pistli vantar orðið tala, eða taka til máls.
Ingólfur Sigurðsson, 3.10.2023 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.