1.10.2023 | 00:48
Kvennafrídagurinn 1975
Frekar var litið á þetta sem tiktúru en mjög merkan viðburð þegar þetta gerðist. Þetta var stýrð hóphegðun pottþétt. Einnig litu margir á þetta sem tilbreytingu í hvunndaginn. Sumar konur voru gramar að fá ekki athygli og réttindi, en fæstar létu sig dreyma um þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á síðastliðnum áratugum. Þær tóku þátt til að vera hluti af draumórum sem þær bjuggust tæplega við að myndu rætast, hinar harðskeyttu rauðsokkur voru fáar.
Ég held að karlmenn hafi ekki endilega verið á móti kvennafrídeginum 1975. Vissulega var þjóðfélagið algjörlega karllægt, en ég held að það hafi verið litið á rauðsokkurnar sem barnalegar og kjánalegar, en einnig var til hörð andstaða.
Mjög margir eiginmenn innan feðraveldisins leyfðu sínum konum að tuða og reiðast og fá útrás en samt sinntu þær heimilisstörfunum og svikust ekkert undan sínum skyldum.
Ég var ekki nema 5 ára þegar þetta gerðist og man því ekki eftir þessu í smáatriðum. Þó keypti mamma plötuna "Áfram stelpur", (um kvennafrídaginn) og sú plata hafði talsverð áhrif á mig. Einnig tók mamma þátt í þessu, ekki amma held ég.
Almennt var talið að rauðsokkurnar væru klikkaðir öfgakommar og sérvizkupúkar, og það var brosað að þeim.
Ég held að ég hafi fyrst heyrt lag eftir Megas á þessari plötu, "Í Víðihlíð". Ég man að ég skildi lítið í textanum og fannst þetta ekki skemmtilegt lag, langdregið og eintóna.
Það er nú eða aldrei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 512
- Frá upphafi: 132950
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 391
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.