Hinn rómverski friður sem var stríð og yfirgangur. Þjóðir sem misstu tungumál sitt, menningu og sérkenni eða var útrýmt eru til vitnis um það.

Ég skrifaði athugasemd við pistil sem Geir Ágústsson skrifaði og mér finnst hún geta staðið ein og sér sem pistill, en bæti hér við formála, að vísu.

Athugasemdin kemur inná margt sem aðrir voru að minnast á í athugasemdum sínum.

Eins og ég kem inná í athugasemdinni er femínismi angi af social-demokrat stefnu, og jafnvel kommúnisma, gái maður aftur til rússnesku byltingarinnar.

Ef maður les wikipediu og gúgglar femínisma kemst maður fljótt að því að erlendis er femínismi flokkaður niður í margar bylgjur.

Á Íslandi skullu saman margar bylgjur femínisma þannig að stjórnvöld og almenningur vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og urðu að gleypa viðbjóðinn og bara hlýða, eins og í fasistaríkjunum, þótt enn sé til andófsfólk gegn femínisma, að sjálfsögðu.

Á Íslandi byrjaði fyrsta bylgjan rólega og síðar en í sumum öðrum löndum, jafnvel fram að Kvennalistanum var margt tekið úr þeim fræðum. Inní það blönduðust hugmyndir úr annarri bylgjunni samtímis.

Síðan komu bylgjur þrjú og fjögur næstum samtímis yfir okkar þjóð og sú fjórða í formi Metoo núna á allra síðustu árum.

Til var hér áður fyrr femínismi tengdur þjóðernisstefnu og kynþáttahyggju, en hann hvarf snemma og varð undir í hinni alþjóðlegu þróun, það er sá femínismi sem ég hreifst af á sínum tíma, um 1997 og síðar.

Þess í stað hefur fjölmenningin mjög blandazt femínismanum á alþjóðavísu, og er eiginlega alveg pottþétt að Klaus Schwab, Bill Gates og þannig elítukóngar ráði því. Allt er þetta hluti af að drottna, ráða yfir þjóðunum, fólkinu, taka í burtu það sérstaka og þjóðlega og taka í burt sérkennin, búa til auðsveipa þræla og ambáttir undir réttlátum nöfnum.

Einnig fjallaði ég aðeins um heimskulegu og vondu löggjöfina sem Katrín forsætisráðherra vill koma á. Hér er athugasemdin, margt ágætt í henni:

 

Hatur er afstætt samkvæmt íslenzku máli og málhefð okkar. Maður þarf að hafa elskað til að hata, þetta eru andheiti samkvæmt okkar skilningi. Haturslöggjöfin hennar Katrínar er innflutt frá Bandaríkjunum. Hún miðast við bandarískan femínisma sem er algjörlega miðaður við að rétta stöðu afrískra Bandaríkjamanna á kostnað allra hinna, sérstaklega þó kvenna og allskonar minnihlutahópa sem jafnvel voru ekki til áður. Við á Íslandi skiljum ekkert í þessu haturstali Katrínar, það gera aðeins þeir sem gleypa allt hrátt frá Bandaríkjunum og flytja inn hér allt það sama.

Þetta er eins og með Pax Romana, sem var að sjálfsögðu stríð, yfirgangur og frekja rómverska heimsveldisins, eins og Pax Americana er stríð, yfirgangur og frekja ameríska heimsveldisins. Davosdúkkan Katrín Jakobsdóttir sem ólst upp í andúð á ameríkanaseríngu og Natóisma er orðin þeirra sannfærðasta málpípa. Ömurlegt hreint út sagt hvað fólk getur gert fyrir völd og auð.

Grein Geirs bendir á hversu fáránlegur nútíminn er, það er að segja, það finnast svona samfélagskimar sem ríma ekki við það sem er verið að reyna að gera við fjöldann.

Er hægt að vorkenna einhverjum einstaklingi eða hópi svo mikið að viðkomandi hópur fer að berja á öðrum í samfélaginu?

Lög þurfa helzt að vera einföld og auðskilin en dómarar og fræðimenn klárir í að finna út réttlætið. Þegar lög verða að frumskógi og andstæðir hópar túlka þau á margan hátt, þá kemur upp þetta ástand sem er í Bandaríkjunum, það liggur við borgarastyrjöld og andstæður eins og Trump og Biden berjast.

Íslendingar eru komnir anzi langt í bandarísku áttina. 

Kirkjan aðskildi þetta tvennt, syndina og svo mannlega réttvísi, gjaldið keisaranum það sem keisarans er. Eva Hauksdóttir, sá mikli snillingur skrifaði greinar í vinstritímarit að femínisminn væri orðinn að trúarstefnu. Þar nákvæmlega hitti hún í mark.


mbl.is „Stórkostleg“ borð Alþingis til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 133252

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband