10.9.2023 | 02:06
Ef hafa lært í heimsins skólum margt, ljóð frá 19. marz 2018.
Þær skvaldra og þær skilja varla neitt,
og skella kjöftum saman.
Gæta þess að elska eigið kyn,
og ekki hafa gaman.
Þótt syngi ein er syndin nærri, dauð og beitt,
og sundur kramin hjörtun.
Kaldur heimur kvennafræða,
kyn það er ei þótt ei finni vin.
Sá er gefur kynnist kvörtun,
því konur auðvelt nú er mjög að skaða og hræða.
Ég hatursboðskap kvenna kannast við,
þær karla einskis meta,
ef hafa lært í heimsins skólum margt,
þær harminn magnað geta.
Nú heimur versnar, skreytist, kanntu að finna frið?
Æ, fæstir auð þann vilja!
Oft er spegill aðeins nærri,
allt er segir, fullyrðir það vart?
Loksins álfur allt mun hylja,
ytri sigur ránsins verður fráleitt stærri.
Ég sat í þessum sal en breytt var tíð,
og Satan einn því réði.
Ég hefði aldrei fengið sömu sól,
því syndin eitrið léði.
Í andrúmslofti eigingirni köld er hríð,
og ætíð kynin berjast.
En trúður vill fá klappið kátur,
en konan fær að nota hærri stól.
Sjá, letiþyrlar þykjast verjast,
en þjóðir fjarri blóðgast, sekkur gullsins bátur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 40
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 699
- Frá upphafi: 127242
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 529
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.