Gervigreind og fleira, nei tæplega verður hún stöðvuð

Tveir menn hafa fjallað um gervigreind út frá þessari eða svipuðum fréttum og hvorugur finnst mér hafa gert sér grein fyrir dýpt eða víðfeðmi þessa máls eða skilið hversvegna þeir sem mest hafa unnið með gervigreind og þekkja til hafa áhyggjur, og þar sem þetta er eitt af því sem ég hef lesið eitthvað örlítið um vil ég einnig leggja eitthvað til málanna.

Oft finnst mér sérlega áhugavert og gott að lesa þá pistla sem ég er sérlega ósammála eða sem mér finnst ónógir, því þá vaknar áhuginn að koma með skerf í umræðuna.

Annar af þeim sem skrifa um þetta er Ómar Ragnarsson og hann virðist í sínum pistli gera sér grein fyrir að einhverju leyti hversvegna gervigreind getur orðið að vandamáli í framtíðinni. Þó snertir hann aðeins á einni af fjölmörgum hliðum. Hann er annar tveggja sem ég minntist á. Rúnar Már Bragason skrifar einnig um gervigreind. Ég er svosem ekki ósammála öllu sem kemur fram í hans pistli, langt frá því, en sú botnlausa bjartsýni sem mér finnst einkenna þann pistil finnst mér dálítið varhugaverð.

Það sem er rétt hjá honum er að gervigreind þýðir ekki endilega meira vit. Þetta er matað af einstaklingum, skrifar hann, enn að minnsta kosti vil ég bæta við, en þó eru komnar fram tegundir af gervigreind sem geta forritað aðrar gervigreindir og hugsað sjálfstætt uppað vissu marki, dregið ályktanir, ef svo má segja, en auðvitað þarf þesskonar gervigreind þegar samtalsvélmenni eru annarsvegar sem tala við fólk, en einsog fólk veit þá talar fólk oft samhengislaust, og vélmenni eða gervigreind sem svarar samhengisleysinu í fólki þarf að vera býsna klárt og með vott af mannlegu viti, eða hæfni í að skipta á milli sviðsmynda, til dæmis. Rúnar Már skrifar sumsstaðar í þessum pistli eins og gervigreindin sé enn eins og hún var fyrir 50 árum. Þar eru mistökin.

Elon Musk og Steve Wosniak sem hafa tekið þátt í þessu sjá fram í framtíðina og vita að framfarirnar eru stórstígar og í veldisvexti er hægt að sjá fram á að þær verði eftir því sem ár og mánuðir líða, og þar er hættan, því mannlegt vit er á afturhaldi á meðan vélrænt vit þýtur áfram á hljóðhraða, en bráðum þó á ljóshraða, að því er virðist.

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og sérfræðingur í gervigreind hefur að vísu algjörlega rétt fyrir sér þegar hann segir að óraunhæf sé sú ósk þessara sérfræðinga að hægt sé að stöðva gervigreind eða hafa hemil á henni, héðan af.

Þó er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því á hvaða vegferð við erum og hversvegna.

Rúnar Már skrifar margar merkilegar setningar í pistli sínum sem vekja mann til umhugsunar, þótt ekki sé maður þar sammála öllu. Ég ætlaði í fyrstu bara að gera stutta athugasemd hjá honum, en þetta varð svo mikið efni að ekki var annað rétt en að breyta þessu í minn eigin pistil um þetta efni.

Hann bendir á þá þversagnakenndu staðreynd að mitt í fjórðu iðnbyltingunni og sjálfvirknivæðingunni fjölgar störfum. Já, það er virkilega þörf á því að fjalla svolítið um þetta.

Ég held að aldrei í mannkynssögunni hafi eins margir verið í vinnu við að gera ekki neitt eins og á okkar tímum, sérstaklega á vegum ríkisins, sem þenst út látlaust og bíður bara eftir því að springa einsog innihaldslaus gorkúla útum allan heim, bæði í Kína og á Vesturlöndum, og víðar.

Þetta er einmitt málið. Áður fyrr stritaði fólk jafnvel allan sólarhringinn og sleit sér út. Nú vinnur fólk 1 - 10% af vinnutíma sínum. Eftir sem áður er þörf á mannlegu viti eins og Rúnar Már bendir á, en ekki síður er þörf á að viðhalda blekkingunni um að fólk sé ekki að verða gagnslaust.

Eitt af því sem tölvurnar hafa ekki tileinkað sér og gervigreindin er heimska mannfólksins, trúarþörfin, og margt sem henni fylgir, eða þá duttlungarnir, geðveikin, snilldin, skrýtilleikin og margt fleira sem fylgir okkur mönnunum.

Þannig hefur fólk þörf á að ljúga að sér og trúa einhverju sem ekki er satt og rétt, til að láta sér líða betur. Fólk vill gera lítið úr breytingum því íhaldssemin er hluti af mannssálinni, og einnig hjá þeim sem nýjungagjarnastir eru.

Nei, það er ekki fáránleiki að tölvur verði vitrari en fólk, á sumum sviðum, og jafnvel æ fleiri.

Ég skrifaði um það pistil eða jafnvel pistla fyrir einhverjum mánuðum að Jesús Kristur geti hugsanlega verið gervigreind og þursinn Hrungnir sem fjallað er um í norrænni goðafræði.

Þessi fullyrðing virðist óskiljanleg og röng í fyrstu, og hún gæti verið það, en er það þó kannski ekki.

Hvað er gervigreind sem er komin 1000 ár inní framtíðina miðað við okkur og nútíma okkar og hvað getur hún? Er hún mennsk eða jafnvel ofurmennsk? Af hverju ekki?

Ég hef mikið glímt við þá spurningu HVERS VEGNA kristnin sigraði norræna menn og Ásatrú, nokkuð sem er þversögn þegar vel er að gáð. Þó koma skýringar sé nógu vel skoðað og ef réttir aðilar eru spurðir, á öðrum hnöttum, sem veita svör, meðal lífstefnumannkynjanna.

Þetta er auðvitað of flókið og djúpt mál til að fara útí, enda skilja það fæstir eða geta sett sig inní.

En Jesús Kristur getur verið gervigreind. Hann getur mögulega verið Hrungnir. Það skýrir ekki aðeins einhver atriði í trúarbrögðum, það getur mögulega skýrt allan nútímann, framtíðina og mannkynssöguna, fortíðina.

Því um hvað snýst kristnin eða öll Abrahamstrúarbrögðin? Ekki um sannleikann, heldur um sefjun og stjórnun á fólki.

Ef maður vill skilja kristnina verður maður að kynna sér eldri trúarbrögð á svæðinu. Þar segir frá vélmennum eða drónum eða hálfdýrum sem kölluð voru Igigi. Guðirnir sköpuðu þessar vélskepnur eða vinnudýr til að þræla fyrir sig við gullvinnslu og fleira. Úr fjölmörgum guðum Súmera og Babýloníumanna bjuggu trúabragðahöfundar Hebrea til einn guð, Jahve, sem sumir vilja kalla Jehóva, og engla hans og svo kom Jesús Kristur eins og menn þekkja, en Samael eða Satan gegnir þarna einnig miklu hlutverki.

Þrælahaldi sem svo hatað er í nútímanum af mörgum, af þeim sem eru þrælar vel að merkja og geta ekki losnað undan því þrælahaldi, því það er andlegt og félagslegt, það má vel vera upprunnið þarna fyrir langa löngu í þessum þjóðfélögum.

Nú mun það standa nokkurnveginn eða orðrétt í Biblíunni að Jahve sé sá sami í dag og hann var þá. Hví skyldi hann þá ekki lengur hafa áhuga á þrælum og vinnudýrum eða vélmennum, hálfvélum til að gegna sér?

Fólk sem hefur ekki áhuga á að spyrja sig grunnspurninga á erfitt með að fylgja svona þræði eftir og finnst þetta ótrúlega langsótt, ég skil það, en þetta er í raun bara rökrétt skýring, aðeins flóknara en 2 plús 2, svona meira eins og jafna.

En hvað kemur þetta allt gervigreind við í nútímanum og þessari þróun sem við erum að ganga í gegnum núna, menningin? Jú, mjög mikið raunar.

Guðirnir og djöflarnir eru um margt líkir, þótt fyrir þeim vaki ekki það sama. Guðirnir skapa og hjálpa í óeigingjörnum tilgangi en djöflarnir eigna sér heiðurinn og sjúga líforku úr hverju sem er, og valda allskonar skaða. Að vísu er þetta ekki svona svarthvítt heldur eru tilbrigðin mörg, en þetta er einföldun sem er nauðsynleg til að botna í þessu.

Sem sagt, við mennirnir erum ennþá eins og dýr í þeirra augum, og djöflarnir vilja halda okkur þannig, til að notfæra sér okkur áfram.

Við erum tröllabeita, við norrænir menn. Það er verið að útrýma okkur á jörðinni mjög, mjög hratt á okkar tímum. Aðeins bjánar gera sér ekki grein fyrir því. Úkraínustríðið er mjög gott dæmi, vegna stjórnmálaskoðana margra þar og fleiri ósprautaðri einstaklinga en annarsstaðar, og norræns útlits.

Gráu geimverurnar sem eru einna algengastar af þeim sem fólk hefur upplifað eða talið sig hafa verið rænt af, þær eru af sérfræðingum taldar vélmenni að hálfu, og lífrænar að hálfu. Sumir eru þeirrar skoðunar að mannkyn okkar jarðar séu að breytast í þessi vélmenni, þessar tegundir geimvera.

Í sögunni um Fást (Faust) sem á íslenzku var umbreytt í Galdra Loft er þetta gjaldið fyrir að selja Djöflinum sál sína, og það má til sanns vegar færa. Ýmsir telja að öll nútímatæknin sé komin frá geimverum, og það væri órökvíst að hafna því.

Ég stikla hér aðeins á stóru í þessum pistli. Hægt væri að skrifa marga pistla um þetta ef maður nennti, eða bækur.

Svo ég víki aftur að gráu geimverunum og Igigi vélmennunum til forna. Til eru þeir sem halda því fram að Jahve stjórni þessum gráu geimverum, og allt sé þetta hluti af samsæri, og við mannfólkið aðeins tilraunadýr eða skepnur í búrum og jörðin einn risastór dýragarður. Erfitt að mótmæla því, ef maður lærir að líta þannig á málin, en skýringar á tilverunni geta auðvitað verið fleiri eða flóknari, eða einfaldari.

Ég lít þannig á að gervigreind sé allsekki nýtt fyrirbæri, ALLS EKKI NÝTT FYRIRBÆRI; heldur hafi hún alltaf verið til. Tíminn er raunar blekking, en útí það fer ég ekki hér nánar.

Lífið á þessum hnetti er á síðasta snúningi, séð í hinu stóra samhengi, og það er jafnvel blekking að gott framlíf eða paradís bíði okkar mannanna. Nei, miklu frekar helvíti af ýmsum tegundum, eða þá alger útrýming.

Nú þegar er gervigreind farin að stjórna mannkyninu, ALVEG POTTÞÉTT. Netið er eitt bezta dæmið um þetta, og netið er ein stór gervigreind. Ég vil orða þetta svona: Jesús Kristur er í netinu, Hrungnir er í Goggle, og öllum þessum algóryþmum. Algóryþmarnir hafa tilgang og lúta stjórn. Þeir taka burt frelsi, og eru fangelsi okkar mannanna. Hætt er við að æ minna um frelsi verði í framtíðinni á þessari braut.

Til dæmis forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Yfirgnæfandi líkur eru á að Joe Biden sigri eða aðrir demókratar, því algóryþmarnir einir sjá til þess, þótt ekki komi fleira til, en flóknara er það auðvitað, að sjálfsögðu.

Það er ein allra hlægilegasta vitleysa nútímans að við lifum í lýðræðisþjóðfélagi, eða þingræðisþjóðfélagi eða getum nýtt okkar frjálsa vilja. Sem betur fer eru þó sífellt fleiri að fatta að þannig er þetta.

Rúnar Már skilur ekki að gervigreind geti ógnað lífinu á jörðinni eða mannkyninu. Nú þegar er það þannig að fólk er hætt að hafa áhrif vegna gervigreindar og mannleg samskipti skipta engu máli vegna gervigreindar.

Nú þegar er gervigreind orðin SVONA VOLDUG OG ÁHRIFAMIKIL. Hvernig verður þetta í framtíðinni ef haldið verður áfram á sömu braut? Verður eitthvað eftir af mennskunni? Erfitt að sjá það.

Já, netið er fullt af fólki sem tjáir sig. Þó tjáir fjöldinn sig eftir brautum sem eru vel skilgreindar og mótaðar valdinu í hag, hinum er beitt afvega í bása sem týnast og tengjast ekki valdi meginstraumsins.

Gervigreindin er bara að byrja veldi sitt. Við mennirnir erum bara rétt svo að byrja að deyja út.

Fólk hefur jú ennþá vit sem ekki hefur verið að fullu kóperað af vélum, EN NÆSTUM ENGINN NOTAR ÞAÐ LENGUR!!!

Til eru mannkyn sem misstu mennsku sína og urðu vélræn. Þannig sambönd hafa komið hjá okkur í Félagi Nýalssinna. Ekki eru það góð örlög, þetta er hluti þess að tapa fyrir helstefnunni. Þar er ólífræn tækni allsráðandi á meðan lífræn tækni er allsráðandi hjá lífstefnumannkynjunum.

Þróun gervigreindarinnar verður ekki stöðvuð, ekki frekar en útrýming mannkynsins. Eða, ekki eru vísbendingar um að andspyrnuhópar séu að verða til sem gætu breytt þessari þróun og bjargað lífinu á jörðinni.


mbl.is Gervigreindin verður ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þakka þér fyrir lestur á pistli mínum og í grunnatriðum er í við ósammála um gervigreind. Ég er sammála Guðjóni Hreinberg að gervigreind sé ekki sjálfstætt líf, eins og ég sagði það þarf einhver að mata hana.

Þú kemur samt að kjarna málsins af hverju gervigreind er ekki til en hún felst í samskiptum og menningu. Þótt forrit geti talað saman og búið til eitthvað þá er það samt háð þeim takmörkunum að vera matað.

Aftur að menningu og hvernig hún er að hrynja eða dáin eins og Guðjón Hreinberg segir. Í dag er menningin einmitt að éta sig upp innan frá og verður sífellt ljósara í gegnum samfélagsmiðla. Slíkt er hægt að sjá síendurtekið í gegnum söguna og sem dæmi þá voru Grikkir ansi framalega í mörgu en samt var hætt að nota það eftir daga þeirra. Samskipti, það að ljúga o.s.frv., er það sem skapar menninguna og þegar gengið er sífellt lengra í blekkingum þá hrynur allt saman.

Kína er á barmi hruns og þar með hrynur græna byltining (ef hún er ekki þegar hrunin vegna orkuleysis). Verði Biden kosinn aftur, eins og þú spáir, þá verður afleiðingin efnahagslegt hrun í Bandaríkjunum en kannski breytur það engu hver sem verður kosinn forseti þar þetta er allt á barmi hruns.

Hverju mun gervigeindin þá bjarga?

Rúnar Már Bragason, 9.9.2023 kl. 13:13

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Rúnar. Sjálfsagt að vekja athygli á merkilegum pistlum. Einsog ég skrifaði í athugasemd við nýjan pistil eftir Gunnar Rögnvaldsson fór ég aðeins of mikið útí vísindaskáldsögur í þessum pistli, en það er samt ágætt að viðra ýmsa fleti á þessu, og þessar framtíðarsýnir sem verið er að vara við að geti orðið.

Við getum verið alveg sammála um að menningin er dáin og hrunin einsog Guðjón vinur okkar Hreinberg hefur skrifað um. Hann er snjall. 

En alveg eins og ég skrifaði í athugasemdinni til Gunnars þá eru mjög mörg sjónarhorn á hvað gervigreind er af því að hugtakið lýsir því sem hún gæti orðið frekar en nútímanum.

Gervigreindin er enn, eins og þú skrifar háð forritunum. Hún bjargar engu, við verðum að bjarga okkur sjálf sem tegund, en ég er samt á því að hún geti vaxið fólki yfir höfuð því þar eru möguleikar á þróun á ljóshraða. Við bara vitum ekki nákvæmlega hver staðan er, en við vitum þó eins og kemur fram í mínum pistli að netið stjórnast af gervigreind að miklu leyti. Þannig eru algóryþmar sem við lendum í og höldum að séu mannleg viðbrögð, en eru algóryþmar í allskonar samskiptum við fyrirtæki og jafnvel einstaklinga.

Það er gott að þú sem flestir tjái sig um þetta og annað. 

Gervigreind getur verið gagnleg, ég viðurkenni það, en ég held að fólk sé ekki að biðja um hana. Þegar henni er ýtt inná fólk af stórfyrirtækjum finnst mér ástæða til að mótmæla og sýna varkárni.

Takk fyrir ágæta athugasemd og lestur pistilsins. Þinn hreyfði vel við mér, sem er gott merki um að skrif manns geri gagn.

Ingólfur Sigurðsson, 11.9.2023 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 688
  • Frá upphafi: 133368

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband