Bæði í tilfelli Kínverja og einnig Rússa hefur það sýnt sig að viðskiptaþvinganir Vesturlanda, Bandaríkjanna sérstaklega, bera takmarkaðan árangur. Nú með eflingu BRICS samstarfsins hljóta leiðirnar fyrir þessar þjóðir að verða fleiri til að verða sér úti um hráefni og annað sem þarf.
Bandaríkin heyja styrjaldir á mörgum vígstöðvum. Úkraínustríðið er farið að minna á Víetnamstríðið, vegna þess hversu tilgangslaust það virðist, stöðug sóun á mannslífum, peningum og vopnum, og náttúrugæðum sem spillast. Á meðan er verið að heyja áróðursstríð og efnahagsstríð, þannig að þótt Demókratar þykist vera sammála boðskap John Lennons í Imagine þá er raunin allt önnur, því miður, og hefur vestræn menning mjög færzt aftur á bak núna á síðastliðnum árum, sérstaklega þó í friðarmálum og umhverfismálum.
Þessi frétt fyrir neðan fjallar um að Kínverjar virðast hafa búið til örgjörva í nýjasta snjallsímann sinn þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Vekur það upp margar spurningar.
Forviða yfir kínverskum snjallsíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 18
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 132075
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.