Dagur B. Eggertsson er einn öflugasti leiðtogi Samfylkingarinnar hvaða skoðun svo sem fólk hefur á honum. Það mætti vel kveða sterkar að orði og fullyrða: Hann er þeirra langsterkasti leiðtogi. Þetta sést bezt á því að hann keyrir áfram áætlarnir sem margir eru mjög andvígir og er fær um það, þótt hrikti mjög í stoðunum að vísu.
Hann hefur sannfært mig talsvert um að hann hafi gert eitthvað rétt í Reykjavík. Helzt var ég efins um stjórnsýslu hans þessi ár þegar miðbærinn var sundurgrafinn og erfitt að komast leiðar sinnar. Það verður nú að viðurkennast að margt er glæsilegt sem eftir hann liggur og frágangurinn snyrtilegur og aðlaðandi. Nýju hverfin nálægt Hörpu eru sérlega útlend í útliti og glæsileg, en snobbbragurinn á þeim er ekki ógagnrýniverður.
Ég held að það sé alveg pottþétt að Dagur B. Eggertsson hefur gert meira fyrir ferðaþjónustuna í landinu en flestir aðrir, miðað við að Reykjavík er langstærst bæjanna íslenzku (við eigum tæplega eða ekki borg á erlendan mælikvarða) og helzti segullinn á túristana sennilega, og bölva honum ábyggilega margir fyrir það, sem láta túristaflauminn ógurlega fara mjög í taugarnar á sér, og það eru sífellt fleiri samkvæmt könnunum, að vísu.
Samt þegar ég les svona fréttir eins og þessa finnst mér hann öfgamaður, þegar hann talar um að "frekari þétting sé sízt of mikil." Ég er bara sammála þeim sem vilja dreifbýli frekar en þéttbýli, og mér finnst rangt að herma eftir útlöndum og fá hér alveg sömu vandamálin og í útlöndum. Af hverju getum við ekki haft okkar land öðruvísi, og verið sjálfstæðari en önnur lönd, eins og grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er?
Samt endar þetta yfirleitt alltaf eins, að þegar Dagur B. Eggertsson er búinn að nauðga sínum áætlunum í gegn með hjálp ráðherranna og ráðfrúnna, þá verða flestir til að lofa hann og prísa og komast á hans skoðun, að allt sé þetta flott hjá honum.
Hvað gerist þegar næsti borgarstjóri tekur við? Vaknar þá fólk upp af þessari vímu persónudýrkunarinnar á Degi B. Eggertssyni og fer fólk meira að spá í hvað þetta kostar, svona ekki ósvipað og þegar miklir faraóar í Egyptalandi liðu undir lok?
Frekari þétting síst of mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 11
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 759
- Frá upphafi: 130044
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér um að Dagur B. Eggertsson sé sé mjög klókur stjórnmálamaður og eigi mjög auðvelt með að afla hugmundum og skoðunum sínum fylgis. En þar með er það eiginlega upptalið og ég verð nú að segja það að mér finnst þú fara óþarflega mjúkum höndum um hann. Það eru sérstaklega tveir málaflokkar sem mér finnst að hann hafi geirneglt sig á og þar með gert sig að einum umdeildasta stjórnmálamanni í Reykjavík og jafnvel v´ðar. Þessi mál eru málefni REYKJAVÍKURFLUGVALLAR og svo "BORGARLÍNAN". Svo eru það náttúrulega SPILLINGARMÁLIN eins og til dæmis BRAGGINN og svo það stærsta sem er að sjálfsögðu FJÁRMÁL BORGARINNAR, sem ekki er búið að "bíta úr nálinni" með.......
Jóhann Elíasson, 6.9.2023 kl. 08:22
Er þetta ekki háðsgrein um Dag B.? Hvers konar leiðtogi er það sem keyrir heila borg í gjaldþrot? Skuldaviðmiðið er komið upp í 199% og má ekki fara upp í 200%, yfirdrátturinn í botni og enginn vill lána. Um leið skuldirnar fara yfir markið, tekur nefnd frá Samtökum sveitafélag yfir fjármálarekstur borgarinnar. Reykjavík er gjaldþrota! Hann getur kannski verið snall stjórnmálamaður í pólitík en arfaslakur stjórnandi/borgarastjóri. Sviðin jörð sé ég í Reykjavík. Svo ætlar maðurinn hugsanlega á þing! Guð hjálpi okkur hin sem hafa ekki notið "stjórnvisku" hans í öðrum sveitarfélögum!
Birgir Loftsson, 6.9.2023 kl. 10:44
Jóhann, rétt Borgarlínan og flugvallarmálið, braggamálið og fjármál borgarinnar, þetta hefur heldur betur verið til umræðu. En ég er að miða við að Dagur B. Eggertsson situr enn. Maður hefði mátt ætla að einhverjir borgarstjórar væru farnir úr embætti eftir þetta!!! Því er þessi lofgrein hér, og mætti túlka sem háð. Ja, ég er að meta styrk mannsins burtséð frá spillingu og skoðunum andstæðinganna, að mestu.
Mér finnst alveg makalaust að Vigdís Hauksdóttir, sú frábærlega færa kona skuli flúin af vettvangi en ekki Dagur. Neita ekki því að hann er MJÖG, MJÖG, MJÖG umdeildur.
Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2023 kl. 13:14
Takk fyrir þetta Birgir. Ja, eins og oft hjá mér, þetta er bæði háð og alvara, á mörkum háðsins. Þetta er oflof í gamni en mætti finna þessu stað að hann sé hátt skrifaður hjá Samfylkingarfólki. Já eins og ég svaraði honum Jóhanni, ekki neita ég því að hann er MJÖG, MJÖG, MJÖG umdeildur.
Ég held að það sé hægt að líkja honum við Joe Biden í Bandaríkjunum. Mætti segja að báðir ættu að vera farnir frá en eru það ekki. Maður hlýtur að virða þá svolítið fyrir það.
Nei, eins og ég segi, ætli borgarbúar verði ekki þreyttir á þessu og þá komist Sjálfstæðisflokkurinn að, en dýrðarljóminn sem fylgir Degi er mikill, að minnsta kosti telja aðdáendur hans það.
Það verður spennandi að fylgjast með honum í landsmálunum. Þá verður hrunadansinn stiginn á fullu einsog 2008.
Sjáðu til, ég held að þú forðir ekki feigu samfélagi og feigri þjóð sem hefur endalaust verið að gera mistök. Eða einsog Guðjón hefur skrifað: Menningin er hrunin. Leyfum því að hreinsast út í nokkrar kynslóðir, athugum hvort eitthvað tórir þá eftir, svona nokkra áratugi. Fátt sem við getum gert sem erum ósammála. Við erum of fá.
En takk fyrir ágæta athugasemd líka og innlitið. Oftast gott sem þú skrifar.
Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2023 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.