5.9.2023 | 02:19
Fyrirsjáanlegur fréttaflutningur af mótmælum gegn hvalveiðum
Vonbrigðin við kvöldfréttir hjá RÚV og Stöð 2 er að þar er gert ráð fyrir því að allir séu vinstrisinnaðir sem njóta efnisins. Fréttir eru valdar til að gleðja vinstrimenn, hinar hunzaðar, þaggaðar niður. Þær fréttir eru lengstar sem varða áhugamál vinstrimanna.
Að þessu sinni voru það fréttirnar um "kvenhetjurnar" tvær sem fóru uppí möstur hvalveiðiskipanna sem tóku mest pláss.
Jú ég viðurkenni réttinn til að mótmæla og er ekki hissa á að erlendir mótmælendur hafi látið til sín taka, en eins og Björn Bjarnason hefur skrifað um var þetta fyrirsjáanlegt og hefði átt að hafa viðbúnað á svæðinu til að fyrirbyggja slíkt.
Í þessum fréttum voru orð látin falla, sem ég man ekki hver sagði, eitthvað á þá leið að hvert hvalslíf væri dýrmætt og að engan hval mætti fella. Hm... það minnti mann ósjálfrátt á eitthvað annað, sem oft er mótmælt vestanhafs, einmitt í Bandaríkjunum, en það eru fóstureyðingar.
Já, þetta er svolítið kómískt. Hér eru erlendar konur að mótmæla hvalveiðum, og gera má ráð fyrir að þær séu því vinstrisinnaðar. Þurfum við því að búast við því að bandarískar konur mótmæli fóstureyðingum sem Vinstri grænir hafa kosið yfir þjóðina, með stuðningi Pírata, en þeim er greinilega miklu meira annt um hvali en mannslíf, hvað þá börn, varnarlaus og ófædd sem geta enga björg sér veitt?
Annað sjónarhorn á þessu er einnig svolítið mikilvægt: Hægrimenn mótmæla fóstureyðingum en vinstrimenn mótmæla hvalveiðum. Af hverju eru vinstrimenn alltaf duglegri en hægrimenn að mótmæla? Þurfa ekki hægrimenn að taka sig á í því?
Sögðust aldrei hafa séð langreyði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Endurútgáfa á mínum hljómdiskum, ekki enn orðin að veruleika ...
- Hneykslaðar keddlíngar af báðum kynjum það versta sem til er ...
- Kynið dýrka drósir, ljóð frá 8. febrúar 1997.
- Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% ...
- Göfugur helzt sá er minnkar mest, ljóð frá 31. desember 2018.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 20
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 644
- Frá upphafi: 126647
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 471
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vekur undrun og spurningar í huga mínum afhverju í ósköpunum var ekki einhver gæsla við skipin þarna í Reykjavíkurhöfn - eftir allt það sem á undan er gengið?
Jónatan Karlsson, 5.9.2023 kl. 07:11
Já, ég tek undir það með þér Jónatan. Þetta er mikið leikrit. Annar mótmælandinn er kvikmyndagerðarmaður, (kvikmyndagerðarkona). Miðað við hversu Hollywood, auðmagnið, demókratar og fjölmiðlarnir eru giftir þar vestra kæmi mér ekki á óvart að einhver samvinna sé við RÚV um gerð þessa raunveruleikasjónvarps. Ísland er fámennt land, og allir í menningunni þekkjast innbyrðis, vita hver af öðrum. Þannig að RÚV og Stöð 2 vinna saman, kunningjasamfélagið er slíkt.
Ísland er eitt spilltasta land í heimi, og spillingin er mikið í vinstriáttina, samúð með úkraínskum stjórnvöldum sem banna stjórnmálaflokka og vilja með vafasömum hætti losna við fjandmenn sína.
En sjálfstæðismenn geta huggað sig við það að ef þeir ná völdum aftur verða umskiptin kannski snögg, og fólk sem er hlýðnitamt þessum öfgum mun verða hlýðnitamt þeirra mesta öfgafólk ef umskipti verða á skoðunum og samúð.
Eða svo þetta sé orðað betur: Jafnaðarfasisminn er búinn að malbika brautina fyrir alvöru fasisma til hægri, og þá er spurning hvernig þetta sama fólk mun afsaka hann. Fer ekki sagan oft í hringi? Eða munu Vesturlönd enda í kommúnisma eins og í Kína og Sovétríkjunum forðum? Það fer kannski mikið eftir því hvort Trump sigrar eða ekki. Hann er kannski eina von Vesturlanda um mótvægi við Barbielíf og Hollywoodræði.
Takk fyrir athugasemdina og innlitið Jónatan.
Ingólfur Sigurðsson, 5.9.2023 kl. 11:41
"Jafnaðarfasisminn er búinn að malbika brautina fyrir alvöru fasisma til hægri"
Það er bara einn fasismi, og hann er til vinstri. Fasismi er ekki einstaklingshyggja, heldur félags-hyggja. Samruni atvinnulífsins og ríkisins. Í einföldustu máli: samfylkingin.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2023 kl. 22:13
Ahugaverður punktur sem ég veit að Guðjón Hreinberg er sammála um, sá ágæti spekingur, en ekki kennararnir í skólunum eða opinbera fræðasamfélagið. Gott að einhver er ósammála þeim.
Ingólfur Sigurðsson, 5.9.2023 kl. 23:52
Kannski var vaktmaður um borð en það er ýmislegt sem vaktmaður á að sinna og oft er einfalt að komast framhjá eftirliti ef menn vilja. Það hefði kannski verið öllu skilvirkara að hafa bara afgirt svæði og menn verði að fara um vaktað hlið til að komast inn á svæðið...
Jóhann Elíasson, 6.9.2023 kl. 07:53
Þakka þér fyrir þessa athugasemd Jóhann. Greinilegt að þú veizt hvað þú ert að skrifa um og hefur orðaforðann, reynsluna. Já, ég held að afgirt svæði hefði verið hentugast í upphafi.
Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2023 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.