Samfylkingin færist nær miðjunni, mildari ásýnd stjórnmálanna og meiri samvinna held ég sé það sem fólk vill

Spurningin um það hvort áherzlur Helgu Völu, sem hverfur af þingi hverfi með henni hlýtur að vera áleitin og þótt mér finnist stjórnmálaprófessorinn Eiríkur svara mörgu vel og skýra hér er ég þar ekki sammála.

Að minnsta kosti má fastlega búast við að þær áherzlur þurfi ekki alltaf að vera það fyrsta sem kemur í kvöldfréttunum næstu árin og mánuðina, eitthvað um flóttamenn og umburðarleysi Sjálfstæðisflokksins, eða það væri óskandi að slík leiðindi í garð hægrimanna verði grafin og gleymd sem mest.

Vinsældir Samfylkingarinnar núna eru enginn mikill leyndardómur. Samfylkingin er miðjan í stjórnmálunum núna þegar fólk er orðið dauðþreytt á togstreitunni sem allir verða varir við en fæstir færa í orð, það er bara vitað mál að ríkisstjórnin gengur ekki ákveðnum skrefum, hvorki til vinstri né hægri, heldur er reynt að horfa í gegnum fingur við ráðherrana þegar þeir fikra sig áfram í málum sem stundum eru öfgamál og stundum útvatnað sull til að geðjast sem flestum, og eins og Sigmundur Davíð spáði, ekki það sem hjálpar fólkinu í landinu, eða finnst ekki flestum það úr því að ríkisstjórnin er í litlu fylgi?

Helga Vala er næstum jafnaldra mín, það munar tveimur árum, og ég og þótt ég sé næstum aldrei sammála henni ber ég virðingu fyrir dugnaði hennar og ákveðni í vonlausum málum, sem ætti ekki að berjast fyrir.

Hún hefur reynslu og menntun í leiklistinni eins og foreldrar hennar. Það kæmi mér ekki á óvart að hún gæti blómstrað einhversstaðar í menningunni ef hún fengi leiða á lögmennsku og pólitík. Hún hefur sannfærandi talandi eins og pabbi hennar hafði, og gæti verið sannfærandi leikkona, ímynda ég mér, jafnvel þótt hún sannfæri ekki pólitíska andstæðinga. Að minnsta kosti var hún andlit ákveðinna sjónarmiða í hugum margra á meðan hún var á þingi, og þyrnir í augum sjálfstæðismanna margra. Það er ákveðið afrek út af fyrir sig.

Ég hef bara haldið því fram strax og Samfylkingin hrifsaði til sín fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Vinstri grænum, Viðreisn og jafnvel fleiri flokkum, að þarna væri að teiknast upp samstarf sem liggi í augum uppi, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

 


mbl.is Kristrún með alla þræði flokksins í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 87
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 746
  • Frá upphafi: 127289

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband