Hvalveiðar

Það hefur komið í fréttum að Svandís Svavarsdóttir muni leyfa hvalveiðar að nýju með skilyrðum, og heyrzt hefur að hún hafi leyft þær vegna þrýstings frá sjálfstæðismönnum og jafnvel Katrínu forsætisráðherra til að ógna ekki ríkisstjórninni enn frekar, sem mér finnst hljóma trúverðugt mjög.

Inní þetta koma svo hótanir frá kvikmyndaleikurum og mógúlum um að minnka umsvif á Íslandi ef Íslendingar hlýða ekki demókrötunum og þeirra vilja. Maður spyr sig: Var það ekki einmitt tilgangurinn með því að veita Íslandi athygli og tökustöðum hér, að fá vogarafl til að hóta og stjórna?

Nenni ekki að pæla í því. Sömu kúgunartaktík má finna útum allt í viðbjóðsmenningunni, sem kúgar og meiðir í nafni falskra mannréttinda.

Hér vil ég svara þeirri spurningu hvort hvalveiðar séu dýraverndunarmálefni eða umhverfismálefni. Mér virðist hvalveiðar vera femínískt málefni fyrst og síðast.

Það að veiða dýr er ekki það sama og að menga plánetuna. Dýrategundum hefur verið útrýmt með ýmsum hætti, og það er alveg á hreinu að á okkar tímum er hindrað að ofveiði sé stunduð á hvölum. Ef taprekstur er á veiðunum er það vegna áróðursins heimskulega að utan. Á meðan Bandaríkjamenn sjálfir veiða mikið af hval undir merkjum frumbyggjaveiða vilja þeir dyggðaflagga sig með því að atast í smáþjóðum sem gera slíkt það sama, og fá þannig réttlætingu, sem allir vilja.

Ég er á móti ofveiði af öllum tegundum, en treysti vísindamönnum nú til dags til að meta hvaða tegundir eru í útrýmingarhættu og hverjar ekki. Þessir kvikmyndaleikarar ættu að snúa sér að brýnni verkefnum; það eru tegundir sífellt að deyja út, og þessi ofurathygli á hvalina er algjörlega útí hött: Hún tekur athyglina frá raunverulegum og brýnum verkefnum í umhverfisvernd og dýravernd.

Það er búið að auglýsa hvalveiðihatrið niður í drasl þannig að fávitavæðingin í umræðunni er orðin algjör, og virði ég sjálfstæðismenn fyrir að standa í lappirnar í þessu eina máli þótt þeir láti vinstrimenn og jafnaðarmenn kústa sig til og tuska í öðrum málum, mörgum, því miður.

Auk þess mun innlendur og alþjóðlegur áróður fyrir neyzlu á þessum afurðum gera veiðarnar arðbærar, úr því að þetta var mikið selt og borðað áður. Þetta er spurning um markaðssetningu.

Hér er þetta spurningin að treysta vísindamönnum. Ég tek ekki mark á þessu tali um ómannúðlegar veiðar. Hefur þetta fólk aldrei verið í sveitum og séð hvernig náttúran er? Ekki snyrtileg, heldur blóðug og grimm?

Hefur þetta fólk sem talar um ómannúðlegar veiðar aldrei verið á sjónum? Veit það ekki að dráp á dýrum er náttúrulegt og eðlilegt ferli?

Ég hef heyrt það hlægilega rugl að hvalkjöt sé ekki mannamatur??? Hvernig væri þá að útskýra það hversvegna svo ætti að vera. Hvalkjöt minnir á nautakjöt á bragðið, nema það er tægjufrírra og ekki eins seigt, jafnvel bragðbetra, en það er smekksatriði. Auk þess er lítil fita í því. Sé það rétt matreitt er það frábærlega gott og ábyggilega hin bezta mannafæða.

Við verðum að átta okkur á því að allskonar áróðursrugl er í gangi, og ekki er einusinni spurt hvaðan það áróðursrugl kemur og hver hefur hag af slíkum áróðri, eins og að hvalkjöt sé síður mannafæða en dýrafæða.

Ég man nú hversu oft hvalkjöt var í matinn hjá ömmu og afa því eiginmaður systur mömmu vann við það á sumrin að verka hvali og flá. Ætti barn sem er 10 ára ekki að hafa smekk fyrir því hvort því finnst eitthvað kjöt gott eða vont? Hvalkjöt er með því betra sem finnst, sé það rétt matreitt. Það þarf oft að venjast því bragði sem er ögn öðruvísi en fólk á að venjast.

 

Eftirskrift og eftirmáli:

 

Þessi pistill var skrifaður 31. ágúst 2023, um fjögurleytið, en svo fór ég að gúggla þetta málefni og sérstaklega las ég vel wikipediagreinina um þetta, vegna þess að ég reyni alltaf að vera eins hlutlaus og mér er fært, miðað við að hafa þó pólitískar skoðanir einsog aðrir, og vilja tjá þær.

Þessi eftirskrift er skrifuð um tíuleytið 2. september.

 

Samkvæmt tölfræði sem er ný kemur þetta fram og er í wikipediunni:

 

Bandaríkin veiða 1887 hvali á ári, og flokkast það allt undir FRUMBYGGJAVEIÐAR.

Íslendingar veiða 648 hvali á ári og flokkast þær undir VEIÐAR Í ATVINNUSKYNI.

Canadamenn veiða mest í heimi, en þeir eru umþaðbil hluti af Bandaríkjunum, 4510 hvali veiða þeir  á ári, og teljast þær veiða FRUMBYGGJAVEIÐAR.

 

Hér er ný fyrirsögn á pistli sem ég ætlaði að skrifa um þetta í dag, en vildi frekar birta pistilinn upprunalega:

 

Við, upprunalegir Íslendingar erum frumbyggjar í útrýmingarhættu og ættum því að stunda hvalveiðar þannig skilgreindar, frumbyggjaveiðar eins og stórþjóðirnar

 

Þetta gæti verið lausnin fyrir sjálfstæðismenn sem vilja berjast fyrir þessu máli, og þannig má skáka rökum vinstrisinnanna að miklu leyti. 


mbl.is Kvikmyndaframleiðendur harma ákvörðun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 783
  • Frá upphafi: 129955

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 592
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband