Margar eru vísbendingarnar um að Vesturlönd stefni í kreppu, ekki bara Kína

Fyrr á þessu ári lenti póstþjónustan brezka í netárás sem kostaði mikið og olli töfum og leiðindum. Það veit ég því það olli töfum á pakka til Íslands sem ég pantaði þótt ekki hafi það verið í fréttum hér á Íslandi. Hér er vitnað í frétt um truflun á brezkum flugsamgöngum, sú mesta í tæpan áratug og sem mun kosta flugfélög tæpa 17 milljarða íslenzkra króna, eða um 100 milljónir punda. Menn spyrja sig að ástæðunni og fá víst ýmis ólík svör, því verið er að rannsaka hvað þarna var í gangi og það er ekki fullkomlega vitað enn.

Brezka stjórnin gefur út þá tilkynningu að bilunin hafi ekki verið vegna netárásar en hefur fyrirskipað rannsókn á málinu, að sjálfsögðu.

Nú er það svo að Rússar hafa verið sakaðir um að vera alltaf að gera netárásir á Bandaríkin og önnur vestræn ríki, sérstaklega þegar kemur að forsetakosningum og slíku og taldir bera ábyrgð á "röngum" úrslitum kosninga, sem varð þó alveg heimsfrægt þegar Trump varð forseti og uppi voru raddir um að það væri Rússa sök, en fólk hefði því tæplega kosið hann í svona miklum mæli, 2016.

Hvernig skyldi þá standa á því að Bretar lenda í fleiri netárásum eftir að þeir hafa yfirgefið ESB heldur en áður? Eru þar Rússar á ferðinni eða Evrópusambandið, einhverjir hópar innan þess sem gera slíkar árásir með eða án samþykkis yfirvalda?

Hvað á fólk að halda? Í hvernig heimi lifum við? Hvernig er menningin orðin? Margt er rétt í orðum Guðjóns Hreinberg um að menningin sé hrunin, og vert að halda þeim til haga.

Það sem kemur stundum fram í íslenzkum fréttum á RÚV og víðar um að Rússar beri ábyrgð á netárásum á vestræn ríki kann að vera mikil einföldun á miklu flóknara máli, eða þá hreinlega röng áherzla og frétt.

Vesturlönd eru í miklum kröggum og vanda ef þau eru farin að berjast innbyrðis þótt ekki sé nema að þessu leytinu til, að ríki sem fór útúr ESB sé kannski gert erfitt fyrir með þessum hætti.

Svo mikið er víst, að brestir eru víða og þeir eru miklir, og undarlegri eru fréttir ýmsar nú til dags, um veikleika og hnökra þar sem áður maður hélt að allt væri fullkomið, og hafði tröllatrú á þeim löndum og kerfum.


mbl.is Sextán milljarða truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð pæling Ingólfur.

Það að þjóðir sýni sjálfstæðan vilja á tímum alþjóðavæðingarinnar virðist ekki kunna góðri lukku að stýra.

Ef við hugsum aftur til ársins 2016 þá náði íslenska landsliðið að kveikja þjóðerniskennd með fábærri frammistöðu sinni á EM hjá fleiri en Íslendingum.

Það má jafnvel íhuga hvort stórkostlegri framganga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi svo verið svo mögnuð að Breska þjóðin þorði að segja sig úr ESB, eftir að England hafði tapað fyrir litla Íslandi öllum að óvörum.

Við vitum svo hverskonar árásum þetta íslensku landsliðsmenn hafa mátt sæta síðan blásið upp af medíunni.

Já ég er ekki frá því að þú sért með puttann á púlsinum í þessu bloggi, eins og svo oft áður.

Magnús Sigurðsson, 31.8.2023 kl. 06:23

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Magnús. Tek undir það sem þú skrifar. Það eru allskonar þræðir sem togað er í. Þeir sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við ofurgróðann nota hann auðvitað til að þrýsta á fjölmiðla. 

Margt er augljóst, annað svona næstumþví. En maður þarf þroska og reynslu til að hætta að vera auðtrúa ungmenni.

Ingólfur Sigurðsson, 31.8.2023 kl. 10:53

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er ekki spurning um hvort séu á leið í kreppu heldur hvenær? Í síðasta mánuði var samdráttur í útflutningi í Svíþjóð. Orkulaus Evrópa getur ekki aukið framleiðslu nema fá ódýra og stöðuga orku. Bandaríkin hanga á bláþræði og ættu með réttu að vera komin í kreppu.

Rúnar Már Bragason, 31.8.2023 kl. 12:26

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Kreppan er víða hafin á vesturlöndum þó svo að talnaverkið sýni hagvöxt.

Í kóvítinu fannst mér betra að fara street walk á youtube, en horfa á fréttir medíunnar ef ég ætlaði að fá sanna mynd af ástandinu. Ég held að þetta eigi við um allar fréttir.

Svona er ástandið víða í höfuðvígi vestrænunnar, ekki beint hagvaxið.

https://www.youtube.com/watch?v=-fKjS_ojYRc&t=143s

Magnús Sigurðsson, 31.8.2023 kl. 15:09

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri frekar lítið mál að skrifa nokkuð þykka bók um þær vísbendingar, sem benda til þess að Vesturlönd og þá sérstaklega Evrópa er að sigla inn í djúpa kreppu og næsti vetur verðu mjög erfiður en það er bara byrjunin ef ekkert verður gert.   Þetta ástand er það langt gengið að ekki er hægt orðið að koma í veg fyrir mikinn sársauka og slæmar afleiðingar en það er sennilega hægt að milda afleiðingarnar töluvert.  SÖKUDÓLGURINN ER EKKI LOFTLAGSBREYTINGAR AF MANNAVÖLDUM.  Það væri ÖLLUM hollt að skoða þennan frábæra "link" sem Magnús setti inn......

Jóhann Elíasson, 3.9.2023 kl. 09:38

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rúnar, ég held að stærsta ástæðan fyrir því að Bandaríkin er ekki komin inn í kreppu þrátt fyrir gífurlegar skuldir, er að hluta til vegna þess að stærstur hluti skuldanna er í dollurum og og hrynji dollarinn minnka skuldir Bandaríkjanna líka og efnahagur stærsta hluta heimsins hrynur.  Niðurstaðan er sú að heimsbyggðin er orðin "HÁÐ" dollarnum og nú rembast allir eins og rjúpan við staurinn að halda lífinu í honum og svo eru  aðrir eins og BRIC's löndin sem reyna að koma á öðrum "heimsgjaldmiðli".  EN GLEYMA MENN ÞVÍ EKKI AÐ ÞAÐ ERU TVÆR HLIÐAR Á JÖFNUNNI????????

Jóhann Elíasson, 3.9.2023 kl. 10:41

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gaman að vita til þess að þessi pistill hefur fengið margar flettingar og athugasemdir. Ég þakka ykkur Jóhann og Magnús, og svo Rúnar þar á undan, allt eru þetta merkilegar athugasemdir.

Það er kórrétt að Vesturlönd ættu að vera löngu komin í kreppu verri en þá sem byrjaði 1929. Síðasta athugasemdin hjá þér er mjög snjöll Jóhann og stór hluti af skýringunni.

Ég vil bæta einu við. Um síðustu áramót kom það í flestum fjölmiðlum að 1% mannkynsins ætti 99% allra auðæva mannkynsins og hefði grætt einhver ósköp á kófinu og lyfjunum.

Hinir ofurríku eru að eignast Ameríku og allan heiminn, samfélagsmiðlana, allt. Það er aðalvandamálið. Kreppa kemur ekki nema þegar sú elíta ákveður það. 

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. Manni finnst maður bara orðinn með þeim mest lesnu þegar svona margir taka þátt í umræðunum, það er ánægjulegt.

Ingólfur Sigurðsson, 7.9.2023 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 672
  • Frá upphafi: 127299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband