Þörf á friði, og friðarviðleitni á Vesturlöndum, bæði frá almenningi og leiðtogum

Viðtalið við Rósu Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði á RÚV í kvöldfréttunum á Þórsdeginum 24. ágúst var merkilega gott miðað við hversu oft eru þarna fengnir fræðimenn með einhliða afstöðu. Hún var auðvitað á móti Rússlandi og Pútín sem er undantekningarlaust það sem búast má við, en þetta var ekki stöðugt Vesturlandahalelúja og að Pútín væri alveg að tapa heldur nokkuð í jafnvægi.

Eins og túlka mátti orð hennar er þetta allt óljóst og dularfullt og ekki hægt að vera 100% viss um hver drap Wagnerliðana, ef þeir voru drepnir, sem flestir bendir þó til, miðað við hve sjaldgæft er að flugvélar falli svona til jarðar án sprengjuárásar. Þó er það rétt að böndin berast að Pútín eða öðrum innan stjórnkerfisins, en mögulegt er að flugumenn frá Vesturlöndum hafi átt þátt í þessum, ef þeir eru til í Rússlandi, sem gæti alveg verið, eða að einhvernveginn Úkraínumenn hafi komið að þessu. Þó er það sennilegt að ábyrgðin sé hjá Pútín, og að þetta sé hefndaraðgerð, en sumt er ekki trúlegt í því, eins og hversvegna hann beið þá svona lengi með að koma Prígosjín fyrir kattarnef, ef trúa má fregnum um að hann hafi áður verið snöggur að að losa sig við óvini sína.

Einnig er merkilegt að hún talaði um óttablandna virðingu fyrir Prígosjín en varla vinsældir rússnesku þjóðarinnar. Þetta eru ágætar lýsingar held ég og þessi sérfræðingur frá RÚV er mér því svolítið að skapi.

Að almenningur hafi misst álit á Prígosjín eftir uppreisnartilraunina kann einnig að vera rétt, ef trúa má því að Pútín haldi enn miklum vinsældum Rússa, og sé jafnvel vinsælli en nokkrusinni fyrr þar, eins og maður hefur jafnvel lesið, sem vel má vera rétt.

Prófessorinn sagði að þetta myndi hvorki styrkja né veikja Pútín heldur myndi harðstjórnin halda áfram í sömu mynd, og að hann væri að refsa þeim sem niðurlægðu hann. rúblan hefur veikzt, tunglferðin mistókst, drónaárásir í Moskvu, og hugsanlegt drápið á þessum Wagnerliðum til að sýna styrk hans betur.

Ef Pútín lét taka Prígosjín af lífi finnst mér það veikleikamerki, því að mínu mati var Prígosjín stríðshetja og því til mikils gagns fyrir Rússland. Mér fannst það styrkleikamerki af Pútín að fyrirgefa honum, þvert á það sem fjölmargir héldu fram, að það væri veikleikamerki. Mér fannst sem svo að Rússlandi þyrfti á öllum hæfileikamönnum að halda, hvort sem persónuleiki Prígósjíns var mönnum geðfelldur eða ekki eða hvort þörf væri á hefnd gagnvart uppreisnartilrauninni eða ekki.

Nú má með réttu segja að veikleikar séu í stríðsvélinni miklu í Rússlandi, með Wagnerherinn veiklaðan og hálfinnlimaðan í herinn, en veiklar virðast einnig í stríðsvél Úkraínu þrátt fyrir gífurlegar vopnasendingar þangað, miðað við að stórsókn þeirra í sumar hefur ekki valdið miklum breytingum, og hátæknivopnin ekki heldur.

Ef Pútín er harðstjóri og einræðisherra þá er það vegna þess að Vesturlönd hafa gert hann verri en hann var, hafa búið til harðstjóra úr honum, með efnahagsþvingunum og með því að koma inn leppstjórn í Úkraínu 2014, og samkomulög hafa verið svikin við Rússa, og Úkraína notuð sem gróðrastía fyrir öfgasamtök frá Vestrinu, Wokehryðjuverkahópa, og Selenskí er mútuþægur og gjörspilltur stjórnmálamaður sem vinnur fyrir Vesturlönd. Að þetta skuli espa Rússa til stríðs er ekki skrýtið.

Sú var tíðin að Pútín tók þátt í vestrænu samstarfi og átti góð samskipti við aðra þjóðaleiðtoga í vestrinu, Ólaf Ragnar Grímsson, til dæmis, okkar fyrrverandi forseta.

Að fólk á Vesturlöndum firri sig fullkomlega ábyrgð á þessu stríði finnst mér ekki rétt.

Í meiriháttar stríðum er það algengt að áföll verði og uppreisnir, að ekki gangi þar allt smurt í stríðsvélinni.

Friðarviðleitni frá Vesturlöndum er nauðsynleg, og ef kommúnistar og aðrir vinstrisinnar í Vestrinu fara ekki að heimta frið eins og þeim er eðlislægt og rísa gegn sínum ríkisstjórnum ætti fólk að sannfærast um að jafnaðarmenn og aðrir vinstrimenn eru andsettir af öflum sem vilja útrýma mannkyninu.

Útkoma stríðsins er ennþá óljós.


mbl.is Saka Rússa um að hafa skotið vélina niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 42
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 742
  • Frá upphafi: 133288

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband