Stríðsins dís er stundum gleymd, ljóð frá 9. janúar 1992.

Áramótin elskar hann,

allt í heimi fríkkar.

Syndatáknið síkkar,

sorgir gleymast því.

Nýta þetta núna kann,

nornir blása henni í.

Opnast það áður,

enginn er þjáður,

allt til alls er hér,

yndisleg svo ber.

 

Stríðsins dís er stundum gleymd,

starfið manninn bætir.

Drauma rjóða rætir,

rýrt var fyrra stand.

Betri enn til bjarmans teymd,

brátt er komið annað grand,

gengur um glóðir,

grannanna slóðir,

möguleikinn mær,

mér því við nú hlær.

 

Berglind kann að bjarga þér,

bráðnar ísinn kaldi.

Er á viljans valdi,

varla hikar drós...

Fer svo uppá skuggasker,

skemmist ekki fögur rós...

Gangarnir gapa,

grindurnar hrapa,

Vörður hússins víst

viður þessu býst.

 

Haustið kemur, harkan frýs,

hann vill kannski annað.

Allt það bezta bannað?

Byrjum saman enn!

Þessa snotru karlinn kýs,

koðna niður sumir menn.

Efastu ekki,

annars þú hlekki

tekur á þig tryllt,

trúin gerist villt!

 

Vaknar til að vera þar,

víða fegurð minni.

Sumt í öðru sinni,

sjáðu gleðiflóð!

Elskast meira ungt þar par,

einnig sú er kemur góð.

Paradís pilta,

pörunin villta!

Menntaskólamagn,

mikið kvennagagn!

 

Breyting deyðir brunninn þann

sem batt hann ástir viður.

Finnst ei betri friður,

frúrnar góðar nú.

Kommar vilja kulda og bann,

krafan harða, grimmdartrú!

Píurnar prúðu,

piltarnir lúðu.

Biðja um búk og drátt,

bráðum meiri sátt.

 

Hlakkar til að halda inn,

heyra raddir blíðar.

Syndgar bara síðar,

sér hve allt er gott.

Þessa gæzku þannig finn,

þú ei ferð nú ljúfa á brott.

Dansandi drekar,

dafnaðir flekar.

Skólinn skrýðir þig,

skugginn eltir sig.

 

Ungur maður elskar nú

aðeins meira þessar,

furðufínar, hressar,

fylla af gleði mann.

Það er lífsins ljósa trú,

löngun bæta allt því kann.

Prinsessur prúðar,

pirraðir trúðar,

allt svo yndislegt,

áður var það tregt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 150
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 133229

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 560
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband