19.8.2023 | 06:54
Lítið upplag linnkar sölu, ljóð frá 3. maí 2007.
Þetta ljóð fjallar um það hvað getur verið söluvænt og hvað ekki. Hvað gerir tónlist fræga, eftirsótta og hvað ekki? Ég fann þessa atburði sem ég taldi ganga vel í fjöldann tveimur árum seinna í kreppunni, og orti um hana, hljómdiskurinn "Það og það" fjallar um hana. Orðaskýringar á nýyrðum eru undir lokin gefnar upp. Því miður er þarna eitt slanguryrði, en ég lærði það af meistara Megasi, orðið fitt, og taldi það þá vera gjaldgengt orð, á þessum tíma.
Lítið upplag linnkar sölu,
læt því duga að hika enn.
Upphef sjaldan auma tölu,
aðrir hitta á tízkumenn.
Hefnd mun finna fátækt snauðra,
fjandans stéttir berjast því.
Er það mannamunur rauðra,
Mikla breyting, hefðardý?
Einsog fátækt ekki býður
uppá það að kynnast vel.
Andvökunnar þrái þíður
þegar ég í sorgum dvel.
Hugsjón sú er ekki auðgar
andstæð verður, reyni hitt.
Kvennavald og kommski snauðgar,
krafa blönduð, meira fitt?
Vildi raunar verða frægur,
veit ei hvaða stjórna öfl.
Sá er verður sigurdrægur
síður hefur nennu í röfl.
Næg má finna yrkisefnin,
allt það smáa, dagsins þras.
Suma blinda sigurstefnin,
sæktu gegnum þreytumas.
Vertu það sem fjöldinn fylgir,
finndu hjarðsál, þannig róm.
Beizkur maður bóg sinn ylgir,
brotaþolann vantar króm.
Eitthvað geta allir skilið,
út það skaltu gefa næst.
Finndu atburð, eða gilið,
ótalmargt þig getur ræst!
Skýringar: Linnka: Minnka, draga úr.
Snauðga:Gera snauðari.
Sigurdrægur: Sigursæll, heppinn.
Kommski:Kommúnismi, vinstristefna.
Fitt:Hæfandi, í tíðzku.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 40
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 788
- Frá upphafi: 130073
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 616
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.