19.8.2023 | 01:16
Isavia? Hvað er það? Síðan hvenær eiga Íslendingar að skilja latínu úr því að langt er síðan hún var kennd nema sem valáfangi?
Þegar ég les eða heyri orð eins og Isavia þá dettur mér sízt í hug íslenzkt flugfélag. Þó veit ég að avia er komið úr latínu, avis, sem er fugl og aviator á ensku, flugmaður, gat þýtt flugvél eða flugfar í eldri ensku, samkvæmt nákvæmum orðskýringum á netinu. Þó er þetta orð af sömu rót og orðið egg á íslenzku, en orðið awi á frumindóevrópsku þýðir fugl, sem síðar breyttist í mörg orð sem merkja eitthvað slíkt.
Flugleiðir eða Íslandsflug eru orð sem maður gat tengt við. Þegar maður heyrir latnesk-íslenzk orð eins og Isavia finnst manni eins og verið sé að tala um eitthvað í útlöndum en ekkert íslenzkt. Við höfum verið stolt af okkar máli hingað til.
Þetta er kallað beiðni frá Isavia en hljómar frekar eins og krafa eða jafnvel skipun frá þeim sem völdin hefur, fyrst nafnið er alþjóðlegt.
Annars hefur verið blessunarlega lítið um slys þarna held ég. Þetta verður fyrsta frétt í báðum sjónvarpsstöðum eitt kvöldið og síðan koma spekingar sem draga þetta í efa næsta kvöld. Það segir manni margt um það hverskonar auðtrúa flón þeir geta verið sem stjórna fréttaflutningi, fréttastjórar og aðrir.
Mér finnst það alveg fáránlegt að kalla íslenzk fyrirtæki erlendum nöfnum. Jafnvel þótt þau séu hluti af stórum keðjum hljóta landsmenn að eiga rétt á því að skilja hvað nöfnin heita á fyrirtækjunum, og það gerir minnihlutinn eða enginn ef um er að ræða útlend orðskrípi, því þau eru ekki gegnsæ, jafnvel ekki fyrir mann eins og mig sem hef áhuga á latínu og öðrum framandi tungumálum.
Eitthvað undarlegir eru þeir stjórnendur úti í heimi sem ekki sýna þann sveigjanleika að skilja að sumar þjóðir vilja vera þjóðlegar og skíra fyrirtækin nöfnum sem fólkið skilur, þótt þau séu alþjóðleg þessi umræddu fyrirtæki.
Það er alveg í samræmi við annan, ömurlegan fréttaflutning, að tekið er viðtöl við þá seku í sakamálum eða minnihlutahópa, ekki yfirvöldin, og fyrstu fréttirnar koma úr undarlegum áttum, og síðan er eltzt við sama sjónarhornið aftur og aftur eins og til að innræta fólki einhverja eina skoðun, sem er röng einatt.
Sem betur fer má segja að bæði Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir og fjölmargir aðrir hafi sjálfstæðar skoðanir í þessum málum og ætla ekki að láta Isavia valta yfir sig, samkvæmt þessum fréttum og öðrum nýlegum um þetta mál.
Á tímum kolefnisbindingar og tals um mikilvægi hennar hlýtur að vera mikilvægt að halda þessum skógi, ef mögulegt er, í lengstu lög.
Nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru be...
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 89
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 837
- Frá upphafi: 130122
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 638
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.