18.8.2023 | 00:03
Útrás ýmsir stunda, ljóð frá 9. júlí 2007.
Útrás ýmsir stunda,
ætla að kaupa heiminn.
Á Skrattafundinn skunda,
skarfur jafnan gleyminn.
Lof þeir líka heyra,
loksins sjálfstraust fengum!
Þjáning þarf að víkja,
þessar slóðir gengum.
Svíar hefðir svíkja,
svörður, andans veira.
Glöð svo núna gerumst,
getur enginn tapað.
Heim á bárum berumst,
böðlar geta ei hrapað.
Útlönd auðga landið
enn með fólki og gæðum.
Allt er frjálst og opið,
engir sinnir ræðum.
Kappar gátu kropið,
kunnu bezt við strandið!
Efi í hjarta ærist,
eitthvað skrýtið virðist.
Trúin góða tærist,
turna fyrir gyrðist.
Hefðir haf í gossa,
heimskan vex og ríkir.
Ungmey allt nú getur,
einnig þangað kíkir.
Minnst hún raunar metur
málið, blíðu og kossa.
Auður allra landa
að þeim núna safnast.
Þú vilt þjást og anda,
þetta sem er jafnast.
Þrútnar birtast þulur,
þannig vill hann meira.
Fegurð, gredda, gleði,
gjammar fugl og veira.
Allt þá er að veði,
annars frekar dulur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 61
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 127353
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta ljóð er ekki einungis um tíðaranda síns tíma, -það hefur haft forspárgildi.
Magnús Sigurðsson, 18.8.2023 kl. 06:19
Þakka þér kærlega lofið Magnús. Eftir að hafa verið hér stutt á blogginu miðað við aðra, þá hef ég skynjað að þú berð gott skynbragð á kveðskap og hefur birt merkileg ljóð á þinni síðu.
Það er kannski einhver meðfædd tortryggni í mér eða hvað á að kalla það, þegar maður "á að vera glaður", eða eitthvað svona sem hleypur í þjóðarsálina, að þá fer maður að pæla, "hvað ef"... hvað er á seyði, osfv. Ég ræddi þetta oft við frænda minn á verkstæðinu og við komumst að því að einhver froða væri í menningunni, að fólk þyrfti að lenda í þessu góðæri, og hann minntist verðbólgunnar sem ríkti þegar ég var krakki, og mundi því lítið eftir.
Ég hef gaman af fáeinum línum í þessu ljóði eins og "ungmey allt nú getur", maður var búinn að gleyma því að margt sem lýsir nútímanum var einmitt byrjað á þessum tíma, eins og virðing fyrir hinum eldri þverrandi og femínísk valdefling og allt það. Já það er bara gott að rifja þetta upp.
"Trúin góða tærist", þá hef ég sennilega verið að yrkja um að Mammonstrúin væri farin að yfirskyggja gömul gildi.
En þetta með sjálfstraustið,"loksins sjálfstraust fengum", þetta vantar í nútímann og þessvegna voru þetta betri tímar fyrir 16 árum, þá var fólk stolt af því að vera Íslendingar, en nú er hver höndin upp á móti annari finnst mér.
Já takk kærlega fyrir hrósið. En í satt að segja held ég að það hafi verið tilviljun ef einhverjar línur höfðu forspárgildi. Oft er svona kveðskapur einskonar skot útí loftið, maður finnur orð sem rímar, sum andagiftin kemur frá manni sjálfum og sumt frá öðrum, einhver svona tíðarandi.
Takk enn fyrir hrósið. Þú ættir sjálfur að prófa að yrkja. Maður reynir, þetta er ánægjulegt oft, eins og innhverf íhugun oft finnst mér.
Ingólfur Sigurðsson, 18.8.2023 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.