Er það þjóðarsálin? Ljóð frá 29. júní 2008.

Ég gerði hljómdisk um kreppuna 2008, sem var tekinn upp 2008 en gefinn út 2009, "Það og það" heitir hann. Ég er enginn Bubbi Morthens og þessvegna fékk hann ekki mikla spilun, jú Heiða í Unun spilaði tvö eða þrjú lög á Rás tvö í útvarpsþætti sem hún sá um þá, og svo af annarri plötu sem ég gaf út 2010 en var einnig tekin upp 2008, um hjónabönd samkynhneigðra, sem þá lágu í loftinu. Hún spilaði lagið "Borgaðu fyrir burgeisana" (um hrunið og útrásarvíkingana) og svo lengsta lagið: Ég kom ekki af botninum aðeins fyrir þig", og er ég henni þakklátur fyrir að hafa kynnt þessa diska þannig, en því miður veit ég ekki til að aðrir útvarpsmenn hafi spilað lög af þessum diskum. Þó finnst mér þeir eiga það skilið, og fjölluðu um málefni líðandi stundar vel, annar um kreppuna og hinn um dægurmálið sem rifjast upp núna, þegar Gleðigangan fer fram enn sem fyrr. Um þau málefni er einn hljómdiskur eftir mig sem var tekinn upp 2008 en gefinn út 2010. Sá hljómdiskur heitir "Ein hjúskaparlög fyrir alla", ljóðið fyrir neðan er frá sama tíma, en var ekki notað á plötuna. Ég reyndi að fjalla um þessi mál frá báðum hliðum á þessum hljómdiskum, en fólk heyrir svosem mín viðhorf samt á þeim, sem eru frekar gamaldags fyrir marga, býst ég við.

Á þessum diskum reyndi ég að hafa rapplög í bland við venjuleg dægurlög, en rapplögin komu ekki út nógu fagmannlega, eins og textinn sé talaður en ekki sunginn. En þó gefur þetta tónlistinni fjölbreytni, að maður skuli hafa prófað marga tónlistarstíla.

Eins og fólk gerir sér grein fyrir sem les þennan texta þá þykir hann lýsa tíðarandanum vel, og sumum finnst hann úreltur, því í honum er ekki búist við að hjónaband samkynhneigðra verði samþykkt í bráð, en það gerðis samt tveimur árum seinna, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir árið 2010, fyrstu hreinu vinstristjórninni á landinu, eins og hún var stundum kölluð.

 

Hjónaband og barneignir,

það segir Biblían.

Samt er víst fólk sem vill breyta þessu

og leyfa samkyhneigðum að ganga í hjónaband.

Hvernig er það hægt?

Konan gefur sig manninum - er þessvegna gift honum - gefin honum.

Karlinn kaupir konuna - brúðkaup - tekur sér kvonfang - kvænist.

Þannig er orðanna hljóðan.

Þannig er íslenzkan.

 

Svo er það þessi áherzla á mannréttindamál...

einsog við getum bjargað öllum heiminum

og einsog hér sé endalaust pláss fyrir alla,

og þetta eilífa góðæri...

þessir útrásarvíkingar sem kaupa heiminn...

eitthvað er undarlegt við það...

RÚV er að rifna af stolti

yfir þessum útrásarvíkingum...

þeir éta gull... meðan lýðurinn sveltur!

 

Hvað gerist ef vinstrimenn komast til valda?

Munu þeir þá leyfa hjónabönd samkynhneigðra?

Í fyrra var fólk að æsa sig útaf einum hundi...

er það þjóðarsálin?

Sér fólk sig í þannig hlýðni

við erlenda öfgahópa

og kröfur að utan?

Hvar er þá sjálfstæðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að lesa svo hjartanlega sammála. Komist vinstri til valda er ég hrædd um að ríkið styrki ekki kirkjuna lengur.Tími minn er ekki nægur til þess að rökstyðja það,en ég er viss um það þú vitir hvað eg meina. For vitinn að heyra afurð þína ío listinni prufaðu fleiri t.d. ÚS.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2023 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 442
  • Frá upphafi: 112353

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband