5.8.2023 | 00:36
Fortíð talar, ljóð frá 15. ágúst 2022.
Ef sú mikla ást var raunar
ekki þegin, veslings fólkið dæma sig.
Upp ég vildi öllum hliðum
einmitt ljúka, gaf þar dæmin til.
Föðurland hafnar þér, heift með svo launar,
herrann þó veit og enn gefur þau skil.
Fortíð talar, dæmin dýru,
dafna fráleitt spilltu blómin, hýru.
Oft er glott hvar engin mannúð býr.
Aðeins barn á týndum miðum.
Hertu heim og þig!
Herrann æ er sterkur, nýr!
Sá er getur séð það gildi
sóar ekki talentunum, nýtir þær.
Svartur verður hlýðinn heimur,
hundum liggur undir, eins og þá.
Gullkálfar skínandi, geð sem ei vildi,
græðgin svo spillandi, allt kann að smá.
Auður fannst, en af þeim missti,
ekki skildir, hunza vannst, sá fyrsti.
Ráðsfrú glottir, þykist lemja líf,
allt er henni fyrir seimur!
Enn í auð sinn nær!
æ það grimma svikavíf!
Satan oft því saklaus virðist,
segist vinna reglum eftir, hjálpa þér.
Vinsæl skrípi veiða fjöldann,
verða himpigimpi, tæliblóm.
Fullyrðing verunnar frelsinu í yrðist,
fallega lífið sjálft talar fram dóm!
Fortíð vitnar, framtíð líka,
falið margt, en hræðist valdsins klíka!
Valdakvendi vilja hlekki enn.
Vissan aftur birtir skjöld þann!
Allt í bók lífs er,
ættu það að vita menn!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 5
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 609
- Frá upphafi: 132062
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er betri útgáfa.
Fortíð talar, ljóð frá 15. ágúst 2022.
Ef sú mikla ást var raunar
ekki þegin, veslings fólkið dæmir sig.
Upp ég vildi öllum hliðum
einmitt ljúka, gaf þar dæmin til.
Föðurland hafnar þér, heift með svo launar,
herrann þó veit og enn gefur þau skil.
Fortíð talar, dæmin dýru,
dafna fráleitt spilltu blómin, hýru.
Oft er glott hvar engin mannúð býr.
Aðeins barn á týndum miðum.
Hertu heim og þig!
Herrann æ er sterkur, nýr!
Sá er kann að sjá það gildi
sóar ekki talentunum, nýtir þær.
Svartur verður hlýðinn heimur,
hundum gegnir, veltir sér í þrá.
Gullkálfar skínandi, geð sem ei vildi,
græðgin svo spillandi, allt kann að smá.
Auður fannst, en af þeim missti,
ekki skildir, hunza vannst, sá fyrsti.
Ráðsfrú glottir, þykist lemja líf,
lukka er henni fyrir seimur!
Enn í auð sinn nær!
æ það grimma svikavíf!
Satan oft því saklaus virðist,
segist vinna reglum eftir, hjálpa þér.
Vinsæl skrípi veiða fjöldann,
verða himpigimpi, tæliblóm.
Fullyrðing verunnar frelsinu í yrðist,
fallega lífið sjálft talar fram dóm!
Fortíð vitnar, framtíð líka,
falið margt, en hræðist valdsins klíka!
Valdakvendi vilja hlekki enn.
Vissan aftur birtir skjöld þann!
Allt í bók lífs er,
ættu það að vita menn!
Ingólfur Sigurðsson, 5.8.2023 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.