3.8.2023 | 20:47
Grillun mannkynsins og jarðarinnar er ekkert grín
Þegar ég las pistil Geirs Ágústssonar 29. júlí fannst mér ég meiri vinstrimaður en hægrimaður og þessi orð:"Það eru því mikil gleðitíðindi að enn einn fundur umhverfisráðherra og annarra talsmanna umhverfis hafi farið út um þúfur, ekki skilið neitt eftir og orðinn að minningu einni."
Varla get ég verið meira ósammála en þessu.
Í þessum pistli finnst mér Geir - sem ég oft er sammála og tel hann færan um að rita góða pistla oft - hafa farið útí málflutning gegn náttúruvernd sem ekki er réttlætanlegur, sem lýtur lögmálum lýðskrumsins - til að fá hrós frá öðrum hægrimönnum, en innihaldið sé rýrt og vart réttlætanlegt.
Ég hafði ekki geð í mér til að koma með ósammála innskot eða athugasemd eins og Vagn gerir, því mér fannst sannfæring hans (Geirs) slík að það hefði ekkert haft uppá sig.
Alveg finnst mér það fáránlegt að halda því fram að heimurinn þurfi að óttast takmarkanir á notkun jarðefnaeldsneytis en ekki mengunina og hamfarahlýnunina! Þarna finnst mér hann alveg snúa þessu á hvolf!
Fyrir iðnbyltinguna þurfti mannkynið ekki að aka bílum eða sigla skemmtiferðaskipum eða fljúga flugvélum. Ég hef haldið því fram að eina ráðið til að sigra mengunina sé að fara til baka, banna hátæknina og notast við hið einfalda, fyrir iðnbyltinguna. Þetta er eins og fara með fíkniefnasjúkling í afvötnun, að kenna mannkyninu öllu að hætta að nota jarðefnaeldsneyti.
Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru be...
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 88
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 836
- Frá upphafi: 130121
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 637
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í sjálfu sér ekkert flókið. Þau litlu áhrif sem CO2 hafa á loftslag eru til kólnunar.
Svíarnir, Svante Arrhenius, sem sagði að CO2 veldi auknum hita, og Knuts Ångström, sem sagði að það væri tóm vitleysa.
Síðan hafa menn verið að deila um þetta, fram og til baka.
Til dæmis, þegar að Nixon er forseti, um 1970, þá senda allir fremstu "vísindamenn" þess tíma honum áskorun um að beita sér fyrir minnkun/stöðvun á útblæstri á CO2. Annars skelli hér á ísöld mjög bráðlega. ( Ætli Trump hafi lesið það ? )
Þarna, um 1970, erum við á kulda tímabili, svo lauk því og þá snérist dæmið við, CO2 veldur Glópal Warming
Forvitnilegt að skoða fyrirsagnir stórblaðanna erlendis 1973 og 1974..
En við verðum að deila um eitthvað.
Co2 veldur ekki hlýnun, það hlýnar og þá eykst Co2.
Og þetta af "mannavöldum". Eins og séra Jón Auðuns sagði forðum "Almáttugur minn"
CO
Haukur Árnason, 3.8.2023 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.